Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2018 12:17 Nemendur í Hagaskóla í prófi. Nemendur í 9. bekk tóku samræmd próf í íslensku og ensku í liðinni viku við óviðunandi aðstæður. Verður óháður aðili fenginn til að fara yfir ferlið við framkvæmd prófanna. visir/anton brink Óháður aðili mun fara yfir framkvæmd samræmdra prófa en eins og greint hefur verið frá urðu mistök við framkvæmd prófanna í liðinni viku þegar fresta þurfti bæði íslenskuprófinu og enskuprófinu. Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. Í tilkynningu frá Menntamálastofnun kemur fram að bandaríska fyrirtækið Assesment Systems, þjónustuaðili prófakerfis stofnunarinnar, hafi viðurkennt að mistök í uppsetningu gagnagrunns stofnunarinnar hafi truflað próftökuna. Vegna villunnar komust margir nemendanna ekki inn í prófin og urðu því frá að hverfa eða svöruðu prófinu við óviðunandi aðstæður.Óásættanlegt fyrir íslenskt menntakerfi „Menntamálastofnun hyggst gera allt sem í hennar valdi stendur til að samskonar röskun verði ekki aftur og tekur undir orð Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra að mistökin séu óásættanleg fyrir íslenskt menntakerfi. Hefur því verið gengið frá ráðningu óháðs aðila til að fara yfir ferlið í heild sinni og leiða í ljós hvort eitthvað í undirbúningi stofnunarinnar hafi mátt betur fara. Niðurstöður þeirrar sjálfstæðu athugunar verða gerðar opinberar. Menntamálastofnun hefur einnig óskað eftir því við mennta- og menningarmálaráðuneytið að kallaður verði saman sérfræðihópur sem hefur eftirlit með framkvæmd samræmdra könnunarprófa. Menntamálastofnun mun, í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið, skera úr um hvernig farið verður með niðurstöður samræmdra könnunarprófa nú í ár. Niðurstaða hvað það varðar mun liggja fyrir eftir fund með hagsmunaaðilum á miðvikudag. Gætt verður sérstaklega að hagsmunum allra nemenda og jafnræði milli þeirra tryggt,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar.Biðst innilegrar afsökunar Þá biður Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar nemendur, foreldra, kennara og skólastjórnendur innilegrar afsökunar á mistökunum. „Ég bið nemendur, foreldra, kennara og skólastjórnendur innilega afsökunar á þeim mistökum sem urðu við framkvæmd prófanna í síðustu viku. Þó að ástæðan hafi verið villa í tölvukerfi Assessment Systems þá er enginn vafi á því að endanleg ábyrgð á framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskólum liggur hjá Menntamálastofnun. Við þurfum að skoða vel hvort ástæða sé til að gera breytingar á framkvæmdinni og mun sú skýrsla, sem nú er kominn í vinnslu, vonandi gagnast við þá vinnu,“ er haft eftir Arnóri í tilkynningunni. Fundað verður um framkvæmd samræmdra prófa í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í dag. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. 12. mars 2018 07:00 Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Óháður aðili mun fara yfir framkvæmd samræmdra prófa en eins og greint hefur verið frá urðu mistök við framkvæmd prófanna í liðinni viku þegar fresta þurfti bæði íslenskuprófinu og enskuprófinu. Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. Í tilkynningu frá Menntamálastofnun kemur fram að bandaríska fyrirtækið Assesment Systems, þjónustuaðili prófakerfis stofnunarinnar, hafi viðurkennt að mistök í uppsetningu gagnagrunns stofnunarinnar hafi truflað próftökuna. Vegna villunnar komust margir nemendanna ekki inn í prófin og urðu því frá að hverfa eða svöruðu prófinu við óviðunandi aðstæður.Óásættanlegt fyrir íslenskt menntakerfi „Menntamálastofnun hyggst gera allt sem í hennar valdi stendur til að samskonar röskun verði ekki aftur og tekur undir orð Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra að mistökin séu óásættanleg fyrir íslenskt menntakerfi. Hefur því verið gengið frá ráðningu óháðs aðila til að fara yfir ferlið í heild sinni og leiða í ljós hvort eitthvað í undirbúningi stofnunarinnar hafi mátt betur fara. Niðurstöður þeirrar sjálfstæðu athugunar verða gerðar opinberar. Menntamálastofnun hefur einnig óskað eftir því við mennta- og menningarmálaráðuneytið að kallaður verði saman sérfræðihópur sem hefur eftirlit með framkvæmd samræmdra könnunarprófa. Menntamálastofnun mun, í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið, skera úr um hvernig farið verður með niðurstöður samræmdra könnunarprófa nú í ár. Niðurstaða hvað það varðar mun liggja fyrir eftir fund með hagsmunaaðilum á miðvikudag. Gætt verður sérstaklega að hagsmunum allra nemenda og jafnræði milli þeirra tryggt,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar.Biðst innilegrar afsökunar Þá biður Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar nemendur, foreldra, kennara og skólastjórnendur innilegrar afsökunar á mistökunum. „Ég bið nemendur, foreldra, kennara og skólastjórnendur innilega afsökunar á þeim mistökum sem urðu við framkvæmd prófanna í síðustu viku. Þó að ástæðan hafi verið villa í tölvukerfi Assessment Systems þá er enginn vafi á því að endanleg ábyrgð á framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskólum liggur hjá Menntamálastofnun. Við þurfum að skoða vel hvort ástæða sé til að gera breytingar á framkvæmdinni og mun sú skýrsla, sem nú er kominn í vinnslu, vonandi gagnast við þá vinnu,“ er haft eftir Arnóri í tilkynningunni. Fundað verður um framkvæmd samræmdra prófa í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í dag.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. 12. mars 2018 07:00 Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. 12. mars 2018 07:00
Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30
Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24