Tortímandinn ætlar að stefna olíurisum fyrir manndráp með loftslagsbreytingum Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2018 12:42 Schwarzenegger ætlar einnig að standa fyrir stórri umhverfisráðstefnu í Vín í maí. Vísir/AFP Arnold Schwarzenegger, fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, segist undirbúa málsókn gegn stórum olíufyrirtækjum. Hann sakar þau um að valda vísvitandi dauða fjölda fólks um allan heim með því að valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Frá þessu greindi Schwarzenegger á kvikmyndahátíðinni South by Southwest í Texas um helgina. Schwarzenegger er einn örfárra repúblikana í Bandaríkjunum sem hefur verið ötull talsmaður aðgerða í loftslagsmálum. Hann segist vinna með nokkrum lögmannsstofum að málsókninni og opinberri herferð í tengslum við hana. Líkir hann olíuiðnaðinum nú við tóbaksiðnaðinn á seinni hluta 20. aldar. Tóbaksiðnaðurinn hafi vitað í fleiri áratugi að reykingar yllu krabbameini en földu það fyrir almenningi og höfnuðu rannsóknum sem bentu til þess. Á endanum hafi þau neyðst til að greiða hundruð milljóna dollara í skaðabætur. „Olíufyrirtækin vissu frá 1959, þau gerðu sínar eigin rannsóknir um að það yrði hnattræn hlýnun vegna jarðefnaeldsneytis, og til viðbótar að það yrði hættulegt lífi fólks, að það myndi valda dauða,“ sagði Schwarzenegger sem ekki síst þekktur fyrir túlkun sína á „Tortímandanum“ í samnefndri kvikmynd. Vísindamenn spá því að meðalhiti jarðar muni hækka um allt frá 2-5°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Orsökin er stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti; kolum, olíu og gasi. Líkt og sígarettupakkar vill Schwarzenegger að viðvörunarmerki verði á bensínstöðvum og bílum um skaðleg áhrif jarðefnaeldsneytis, að því er segir í frétt Politico. Loftslagsmál Tengdar fréttir Arnold skýtur föstum skotum að Trump „Oh Donald. Tölurnar eru komnar í hús og þú ert í ræsinu.“ 21. mars 2017 13:46 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Arnold Schwarzenegger, fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu, segist undirbúa málsókn gegn stórum olíufyrirtækjum. Hann sakar þau um að valda vísvitandi dauða fjölda fólks um allan heim með því að valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Frá þessu greindi Schwarzenegger á kvikmyndahátíðinni South by Southwest í Texas um helgina. Schwarzenegger er einn örfárra repúblikana í Bandaríkjunum sem hefur verið ötull talsmaður aðgerða í loftslagsmálum. Hann segist vinna með nokkrum lögmannsstofum að málsókninni og opinberri herferð í tengslum við hana. Líkir hann olíuiðnaðinum nú við tóbaksiðnaðinn á seinni hluta 20. aldar. Tóbaksiðnaðurinn hafi vitað í fleiri áratugi að reykingar yllu krabbameini en földu það fyrir almenningi og höfnuðu rannsóknum sem bentu til þess. Á endanum hafi þau neyðst til að greiða hundruð milljóna dollara í skaðabætur. „Olíufyrirtækin vissu frá 1959, þau gerðu sínar eigin rannsóknir um að það yrði hnattræn hlýnun vegna jarðefnaeldsneytis, og til viðbótar að það yrði hættulegt lífi fólks, að það myndi valda dauða,“ sagði Schwarzenegger sem ekki síst þekktur fyrir túlkun sína á „Tortímandanum“ í samnefndri kvikmynd. Vísindamenn spá því að meðalhiti jarðar muni hækka um allt frá 2-5°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Orsökin er stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti; kolum, olíu og gasi. Líkt og sígarettupakkar vill Schwarzenegger að viðvörunarmerki verði á bensínstöðvum og bílum um skaðleg áhrif jarðefnaeldsneytis, að því er segir í frétt Politico.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Arnold skýtur föstum skotum að Trump „Oh Donald. Tölurnar eru komnar í hús og þú ert í ræsinu.“ 21. mars 2017 13:46 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Arnold skýtur föstum skotum að Trump „Oh Donald. Tölurnar eru komnar í hús og þú ert í ræsinu.“ 21. mars 2017 13:46