Tokens gjaldmiðillinn á Sónar Reykjavík Stefán Árni Pálsson skrifar 13. mars 2018 16:00 Sónar hefst á föstudaginn í Hörpunni. Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram með pompi og prakt í Hörpu dagana 16. og 17. mars. Það fer því heldur betur að styttast í herlegheitin en alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Aldarfjórðungs afmæli Sónar verður fagnað á hátíðinni í Reykjavík en Sónar hófst í Barcelona árið 1994 og síðan hafa Sónar hátíðir farið fram á nokkrum vel völdum stöðum í heiminum. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár eru Underworld, Danny Brown, Nadia Rose og TOKiMONSTA auk fjölda annarra innlendra og erlendra listamanna. Til þess að þjónusta gesti hátíðarinnar enn betur hefur verið brugðið á það ráð að taka upp nýjan gjaldmiðil á hátíðinni, svokölluð token. „Við náðum samkomulagi við Hörpu og KH veitingar að taka upp nýtt fyrirkomulag á veitingasölunni á meðan á hátíðinni stendur. Þetta er gert með það að augnamiði að stytta afgreiðslutíma í Hörpu þegar kemur að veitingum umtalsvert,” segir Ásgeir Guðmundsson framkvæmdarstjóri Sónar Reykjavík. „Það er okkur mikilvægt að gestir Sónar Reykjavík eyði sem allra minnstum tíma í það að bíða eftir eins einum bjór og nýti sem mestan tíma í að fylgjast með þeim frábæru atriðum sem hátíðin býður upp á og njóta.”Ekki verið áberandi hér á landi Fyrirkomulagið sem um ræðir eru hin fyrrnefndu token og segir Ásgeir að fólk sem sótt hefur hátíðir og ráðstefnur ætti að kannast við fyrirkomulagið þrátt fyrir að það hafi kannski ekki verið eins áberandi hér á landi. Sala á tokenum verður á sama stað og afhending armbanda í Hörpu og því fleiri token sem keypt eru í einu því lægra er verðið. „Við mælum við auðvitað með því að byrgja sig upp á sama tíma og armböndin eru sótt. En auk þess að afgreiða token hjá afhendingu armbanda verðum við líka með þrjár sölustöðvar á hátíðarsvæðinu í Hörpu þar sem fólk getur keypt meira.” Eina leiðin til þess að versla veitingar á hátíðarsvæðinu verður með fyrrnefndum hætti og segir Ásgeir það því eiga að heyra sögunni til að gestir hátíðarinnar þurfi að bíða lengi eftir afgreiðslu á börum Hörpu. „Þetta eru náttúrulega bara almannahagsmunir, það er engin spurning um það,” segir Ásgeir og hlær.Íslendingar ekki sérlega þolinmóðir „Það er kannski að einhverju leyti skrítið að þetta hafi ekki verið tekið upp á hátíðum hér á Íslandi fyrr því ef ég þekki hinn venjulega Íslending rétt þá er hann ekki sérlega þolinmóður þegar kemur að því að bíða í röðum heldur vill hann frekar eyða tíma með vinum sínum að dansa við góða tónlist. Og það skil ég svosem ósköp vel.” Líkt og fyrr segir hefst Sónar Reykjavík í Hörpu næstkomandi föstudag og byrja fyrstu tónleikarnir klukkan 19.00. „Þá er kannski líka ágætt að minna fólk á að Sónar Center, sala á token og varningi tengdum hátíðinni hefst í Hörpu á morgun, miðvikudag, klukkan 14.00 og er opið til 20.00. Það sama á við um fimmtudag en svo á föstudag og laugardag opnar fyrr og er opið enn lengur. En við hvetjum auðvitað fólk til þess að mæta snemma og ná í armböndin, kaupa token og fara svo áhyggjulaust á djammið.” Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefsíðu Sónar Reykjavík og miðasala fer fram á midi.is. Sónar Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram með pompi og prakt í Hörpu dagana 16. og 17. mars. Það fer því heldur betur að styttast í herlegheitin en alls verður boðið upp á tónleika rúmlega 50 hjómsveita og listamanna á hátíðinni, m.a. í bílakjallara hússins sem breytt verður í næturklúbb. Aldarfjórðungs afmæli Sónar verður fagnað á hátíðinni í Reykjavík en Sónar hófst í Barcelona árið 1994 og síðan hafa Sónar hátíðir farið fram á nokkrum vel völdum stöðum í heiminum. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár eru Underworld, Danny Brown, Nadia Rose og TOKiMONSTA auk fjölda annarra innlendra og erlendra listamanna. Til þess að þjónusta gesti hátíðarinnar enn betur hefur verið brugðið á það ráð að taka upp nýjan gjaldmiðil á hátíðinni, svokölluð token. „Við náðum samkomulagi við Hörpu og KH veitingar að taka upp nýtt fyrirkomulag á veitingasölunni á meðan á hátíðinni stendur. Þetta er gert með það að augnamiði að stytta afgreiðslutíma í Hörpu þegar kemur að veitingum umtalsvert,” segir Ásgeir Guðmundsson framkvæmdarstjóri Sónar Reykjavík. „Það er okkur mikilvægt að gestir Sónar Reykjavík eyði sem allra minnstum tíma í það að bíða eftir eins einum bjór og nýti sem mestan tíma í að fylgjast með þeim frábæru atriðum sem hátíðin býður upp á og njóta.”Ekki verið áberandi hér á landi Fyrirkomulagið sem um ræðir eru hin fyrrnefndu token og segir Ásgeir að fólk sem sótt hefur hátíðir og ráðstefnur ætti að kannast við fyrirkomulagið þrátt fyrir að það hafi kannski ekki verið eins áberandi hér á landi. Sala á tokenum verður á sama stað og afhending armbanda í Hörpu og því fleiri token sem keypt eru í einu því lægra er verðið. „Við mælum við auðvitað með því að byrgja sig upp á sama tíma og armböndin eru sótt. En auk þess að afgreiða token hjá afhendingu armbanda verðum við líka með þrjár sölustöðvar á hátíðarsvæðinu í Hörpu þar sem fólk getur keypt meira.” Eina leiðin til þess að versla veitingar á hátíðarsvæðinu verður með fyrrnefndum hætti og segir Ásgeir það því eiga að heyra sögunni til að gestir hátíðarinnar þurfi að bíða lengi eftir afgreiðslu á börum Hörpu. „Þetta eru náttúrulega bara almannahagsmunir, það er engin spurning um það,” segir Ásgeir og hlær.Íslendingar ekki sérlega þolinmóðir „Það er kannski að einhverju leyti skrítið að þetta hafi ekki verið tekið upp á hátíðum hér á Íslandi fyrr því ef ég þekki hinn venjulega Íslending rétt þá er hann ekki sérlega þolinmóður þegar kemur að því að bíða í röðum heldur vill hann frekar eyða tíma með vinum sínum að dansa við góða tónlist. Og það skil ég svosem ósköp vel.” Líkt og fyrr segir hefst Sónar Reykjavík í Hörpu næstkomandi föstudag og byrja fyrstu tónleikarnir klukkan 19.00. „Þá er kannski líka ágætt að minna fólk á að Sónar Center, sala á token og varningi tengdum hátíðinni hefst í Hörpu á morgun, miðvikudag, klukkan 14.00 og er opið til 20.00. Það sama á við um fimmtudag en svo á föstudag og laugardag opnar fyrr og er opið enn lengur. En við hvetjum auðvitað fólk til þess að mæta snemma og ná í armböndin, kaupa token og fara svo áhyggjulaust á djammið.” Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefsíðu Sónar Reykjavík og miðasala fer fram á midi.is.
Sónar Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira