Líbanskur leikari hreinsaður af ásökunum um njósnir fyrir Ísraelsmenn Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2018 23:43 Ziad Itani var sigri hrósandi þegar honum var sleppt úr haldi. Vísir/EPA Dómari í Líbanon hefur fellt niður mál gegn líbönskum leikara sem hefur verið í haldi þar í landi í nokkra mánuði grunaður um njósnir fyrir Ísraelsmenn.Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Þar kemur fram að leikarinn, Ziad Itani, hafi verið grunaður um að safna upplýsingum um líbanska stjórnmálamenn fyrir Ísraelsmenn. Líbanon á strangt til tekið í stríði við Ísrael og liggur dauðarefsing við því í Líbanon að vinna með Ísraelsmönnum. Itani var handtekinn í nóvember síðastliðnum grunaður um að starfa með og eiga í samskiptum við Ísraelsmenn. Embættismenn á vegum líbanskra yfirvalda sögðust hafa fylgst með leikaranum í nokkra mánuði og rannsakað hans mál. Því var haldið fram að Itani hefði gengist við þessum ásökunum en síðar meir bárust fregnir um að sú játning hefði verið þvinguð fram. Yfirvöld í Líbanon hafa hins vegar neitað þeim ásökunum. Málið hefur fengið mikla umfjöllun í Líbanon og beint sjónum að hvernig þjóðaröryggismálum er háttað þar í landi.„Ég er listamaður og sonur sviðsins. Hvernig gat ég verið sakaður um svo ljótan hlut?,“ sagði Itani þegar fjölmiðlar ræddu við hann eftir að honum var sleppt úr haldi. Dómarinn í máli Itani fyrirskipaði lögreglumönnum að handtaka embættismanninn sem hafði yfirumsjón með rannsókninni á Itani. Sú sem var handtekin heitir Suzan Hobeiche en fyrr í mánuðinum hafði hún verið handtekin grunuðu um að hafa falsað sönnunargögn sem notuð voru gegn leikaranum. BBC segir ekki ljóst fyrir hvað hún var handtekin í dag. Ísrael Líbanon Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Sjá meira
Dómari í Líbanon hefur fellt niður mál gegn líbönskum leikara sem hefur verið í haldi þar í landi í nokkra mánuði grunaður um njósnir fyrir Ísraelsmenn.Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Þar kemur fram að leikarinn, Ziad Itani, hafi verið grunaður um að safna upplýsingum um líbanska stjórnmálamenn fyrir Ísraelsmenn. Líbanon á strangt til tekið í stríði við Ísrael og liggur dauðarefsing við því í Líbanon að vinna með Ísraelsmönnum. Itani var handtekinn í nóvember síðastliðnum grunaður um að starfa með og eiga í samskiptum við Ísraelsmenn. Embættismenn á vegum líbanskra yfirvalda sögðust hafa fylgst með leikaranum í nokkra mánuði og rannsakað hans mál. Því var haldið fram að Itani hefði gengist við þessum ásökunum en síðar meir bárust fregnir um að sú játning hefði verið þvinguð fram. Yfirvöld í Líbanon hafa hins vegar neitað þeim ásökunum. Málið hefur fengið mikla umfjöllun í Líbanon og beint sjónum að hvernig þjóðaröryggismálum er háttað þar í landi.„Ég er listamaður og sonur sviðsins. Hvernig gat ég verið sakaður um svo ljótan hlut?,“ sagði Itani þegar fjölmiðlar ræddu við hann eftir að honum var sleppt úr haldi. Dómarinn í máli Itani fyrirskipaði lögreglumönnum að handtaka embættismanninn sem hafði yfirumsjón með rannsókninni á Itani. Sú sem var handtekin heitir Suzan Hobeiche en fyrr í mánuðinum hafði hún verið handtekin grunuðu um að hafa falsað sönnunargögn sem notuð voru gegn leikaranum. BBC segir ekki ljóst fyrir hvað hún var handtekin í dag.
Ísrael Líbanon Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Sjá meira