Leggja til að stytta vinnuviku leikskólakennara Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2018 14:44 Skortur hefur verið á starfsfólki á leikskólum og frístundaheimilum Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara í Reykjavík leggur til að vinnuvika leikskólakennara verði stytt í 35 stundir, farið verði í sértækar aðgerðir til að fjölga karlmönnum í faginu og búnir til fjárhagslegir hvatar fyrir leikskólakennaranema til að ljúka námi sínu. Hópurinn kynnti í dag 33 tillögur sínar fyrir fulltrúum í skóla- og frístundaráði. Tillögurnar snúa að fjórum meginflokkum; aðgerðum til að bæta starfsumhverfi í leikskólum, efla stuðning við leikskólakennara í starfi, fjölga leikskólakennurum og breyttu skipulagi náms í leikskólakennarafræðum. Lokað í leikskólum milli jóla og áramóta Meðal tillagna starfshópsins sem miða að því að bæta starfsumhverfi er að unnið verði að því að auka rými barna í leikskólum, fjölgað verði stöðugildum í leikskólum vegna fjögurra og fimm ára barna, vinnuvika leikskólakennara verði stytt í 35 stundir, undirbúningstími deildarstjóra og leikskólakennara verði lengdur og að lokað verði í leikskólum á milli jóla og áramóta. Þá er lagt til að farið verði í aðgerðir til að tryggja að húsnæði og umhverfi henti starfsemi leikskóla að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni. „Til að styðja við leikskólakennara í starfi er lagt til að efla móttöku nýliða, að nýir leikskólakennarar fái mentor og aukinn stuðning og að öðrum leikskólakennurum bjóðist handleiðsla í starfi. Þá er lagt til að farið verði í sértækar aðgerðir til að tryggja stöðugleika í starfsmannahópnum,“ segir í tilkynningunni. Tillögur sem miða að því að fjölga leikskólakennurum ganga út á gera laun þeirra sambærileg við aðra sérfræðinga, efla ímynd leikskólakennarastarfsins og efna til heildrænnar kynningar á námi í leikskólakennarafræðum. Einnig að fara í kynningarátak meðal starfsmanna leikskóla um námsleiðir í átt að leikskólakennarafræðum, og búa til fjárhagslega hvata til að starfsmenn ljúki slíku námi. Þá er lagt til að farið verði í sértækar aðgerðir til að fjölga karlkyns leikskólakennurum. Auka tengingu náms Að lokum leggur starfshópurinn til að áfangar í leikskólakennaranáminu leiði til viðurkenningar í starfi og launasetningu og að leikskólakennurum bjóðist fleiri tækifæri til starfsþróunar. Lagt er til að farið verði í sértækar aðgerðir fyrir starfsmenn leikskóla sem ekki hafa lokið formlegu námi til að öðlast leikskólaréttindi og auka tengingu námsins við vettvanginn. Starfshópurinn hefur starfað í rúmt ár og var skipaður kjörnum fulltrúum og fulltrúum Félags leikskólakennara, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Menntavísindasviðs HÍ, Félags stjórnenda í leikskólum, fulltrúum foreldra og sérfræðingum á skóla- og frístundasviði. Formaður hópsins var Hermann Valsson, sem jafnframt er varaformaður í skóla- og frístundaráði. Á fundi sínum í dag fól skóla- og frístundaráð sviðsstjóra að vinna áætlun um innleiðingu á tillögum starfshópsins með kostnaðarmati og áfangaskiptingu og verði hún kynnt innan mánaðar. Skóla - og menntamál Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Þyngja þurfi refsingar og draga úr aðdráttarafli Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira
Starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi leikskólakennara í Reykjavík leggur til að vinnuvika leikskólakennara verði stytt í 35 stundir, farið verði í sértækar aðgerðir til að fjölga karlmönnum í faginu og búnir til fjárhagslegir hvatar fyrir leikskólakennaranema til að ljúka námi sínu. Hópurinn kynnti í dag 33 tillögur sínar fyrir fulltrúum í skóla- og frístundaráði. Tillögurnar snúa að fjórum meginflokkum; aðgerðum til að bæta starfsumhverfi í leikskólum, efla stuðning við leikskólakennara í starfi, fjölga leikskólakennurum og breyttu skipulagi náms í leikskólakennarafræðum. Lokað í leikskólum milli jóla og áramóta Meðal tillagna starfshópsins sem miða að því að bæta starfsumhverfi er að unnið verði að því að auka rými barna í leikskólum, fjölgað verði stöðugildum í leikskólum vegna fjögurra og fimm ára barna, vinnuvika leikskólakennara verði stytt í 35 stundir, undirbúningstími deildarstjóra og leikskólakennara verði lengdur og að lokað verði í leikskólum á milli jóla og áramóta. Þá er lagt til að farið verði í aðgerðir til að tryggja að húsnæði og umhverfi henti starfsemi leikskóla að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni. „Til að styðja við leikskólakennara í starfi er lagt til að efla móttöku nýliða, að nýir leikskólakennarar fái mentor og aukinn stuðning og að öðrum leikskólakennurum bjóðist handleiðsla í starfi. Þá er lagt til að farið verði í sértækar aðgerðir til að tryggja stöðugleika í starfsmannahópnum,“ segir í tilkynningunni. Tillögur sem miða að því að fjölga leikskólakennurum ganga út á gera laun þeirra sambærileg við aðra sérfræðinga, efla ímynd leikskólakennarastarfsins og efna til heildrænnar kynningar á námi í leikskólakennarafræðum. Einnig að fara í kynningarátak meðal starfsmanna leikskóla um námsleiðir í átt að leikskólakennarafræðum, og búa til fjárhagslega hvata til að starfsmenn ljúki slíku námi. Þá er lagt til að farið verði í sértækar aðgerðir til að fjölga karlkyns leikskólakennurum. Auka tengingu náms Að lokum leggur starfshópurinn til að áfangar í leikskólakennaranáminu leiði til viðurkenningar í starfi og launasetningu og að leikskólakennurum bjóðist fleiri tækifæri til starfsþróunar. Lagt er til að farið verði í sértækar aðgerðir fyrir starfsmenn leikskóla sem ekki hafa lokið formlegu námi til að öðlast leikskólaréttindi og auka tengingu námsins við vettvanginn. Starfshópurinn hefur starfað í rúmt ár og var skipaður kjörnum fulltrúum og fulltrúum Félags leikskólakennara, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Menntavísindasviðs HÍ, Félags stjórnenda í leikskólum, fulltrúum foreldra og sérfræðingum á skóla- og frístundasviði. Formaður hópsins var Hermann Valsson, sem jafnframt er varaformaður í skóla- og frístundaráði. Á fundi sínum í dag fól skóla- og frístundaráð sviðsstjóra að vinna áætlun um innleiðingu á tillögum starfshópsins með kostnaðarmati og áfangaskiptingu og verði hún kynnt innan mánaðar.
Skóla - og menntamál Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Þyngja þurfi refsingar og draga úr aðdráttarafli Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Sjá meira