Rauður augnskuggi og neongul hárkolla Ritstjórn skrifar 15. mars 2018 15:00 Emily Ratajkowski Glamour/Getty Það er svo margt að gerast um helgina, Sónar í Hörpu og svo ýmislegt í boði á Hönnunarmars. Sama hvað þú hefur í hyggju að gera um helgina, þá erum við með förðunina fyrir þig. Hvort sem það er frá Jennifer Lawrence eða frá tískupalli Off-White, þá er hér förðun fyrir hvert tilefni.Jourdan Dunn hjá Jeremy Scott.Ertu á leiðinni á Sónar? Þá er þetta útlitið fyrir þig. Neongul hárkolla og bleikur augnskuggi, það passar alveg saman. Kaia Gerber á sýningu Off-WhiteKaia Gerber var flott máluð á sýningu Off-White, þar sem hennar sterku augabrúnir hennar nutu sín. Einnig er mikill glans á vörum hennar og á húðinni, og er útlit hennar ferskt fyrir vikið. Jennifer LawrenceJennifer Lawrence var mjög flott máluð á Óskarverðlaunahátíðinni, með gull á augum og brúnrauðum varalit. Fullkomið útlit fyrir þá sem eru að fara út á lífið. Margot RobbieMargot Robbie er yfirleitt glæsilega máluð, og þarna var engin undantekning. Rauður varalitur í aðalhlutverki og augnmálningin látlaus. Þetta útlit hentar fyrir hvaða tilefni sem er. ChromatLitir, litir, litir! Blár litur undir augum og appelsínurauður varalitur. Þetta er sannkallað vor útlit. Bella Hadid hjá Alberta FerrettiAugnblýanturinn fær að njóta sín á Bellu Hadid, og öll önnur förðun er í lágmarki. Carolina HerreraDökk augu og sterkar augabrúnir voru þemað á sýningu Carolina Herrera, þar sem silfurlitaður var hafður í augnkrókunum og dekkri litur á augnlokinu. HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Balenciaga fær innblástur frá Bernie Sanders Glamour Pallíetturnar eru heitar um jólin Glamour Stjarna fagnar 30 ára afmæli í dag Glamour Heiða bar af á rauða dreglinum Glamour Heiða Rún vekur athygli á tískuvikunni í London Glamour Leðurjakkar, rúllukragar og netasokkar á fyrsta degi Airwaves Glamour Airwaves: Síðir frakkar og bros á vör Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Af tískupallinum og í partýið Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour
Það er svo margt að gerast um helgina, Sónar í Hörpu og svo ýmislegt í boði á Hönnunarmars. Sama hvað þú hefur í hyggju að gera um helgina, þá erum við með förðunina fyrir þig. Hvort sem það er frá Jennifer Lawrence eða frá tískupalli Off-White, þá er hér förðun fyrir hvert tilefni.Jourdan Dunn hjá Jeremy Scott.Ertu á leiðinni á Sónar? Þá er þetta útlitið fyrir þig. Neongul hárkolla og bleikur augnskuggi, það passar alveg saman. Kaia Gerber á sýningu Off-WhiteKaia Gerber var flott máluð á sýningu Off-White, þar sem hennar sterku augabrúnir hennar nutu sín. Einnig er mikill glans á vörum hennar og á húðinni, og er útlit hennar ferskt fyrir vikið. Jennifer LawrenceJennifer Lawrence var mjög flott máluð á Óskarverðlaunahátíðinni, með gull á augum og brúnrauðum varalit. Fullkomið útlit fyrir þá sem eru að fara út á lífið. Margot RobbieMargot Robbie er yfirleitt glæsilega máluð, og þarna var engin undantekning. Rauður varalitur í aðalhlutverki og augnmálningin látlaus. Þetta útlit hentar fyrir hvaða tilefni sem er. ChromatLitir, litir, litir! Blár litur undir augum og appelsínurauður varalitur. Þetta er sannkallað vor útlit. Bella Hadid hjá Alberta FerrettiAugnblýanturinn fær að njóta sín á Bellu Hadid, og öll önnur förðun er í lágmarki. Carolina HerreraDökk augu og sterkar augabrúnir voru þemað á sýningu Carolina Herrera, þar sem silfurlitaður var hafður í augnkrókunum og dekkri litur á augnlokinu.
HönnunarMars Tíska og hönnun Mest lesið Balenciaga fær innblástur frá Bernie Sanders Glamour Pallíetturnar eru heitar um jólin Glamour Stjarna fagnar 30 ára afmæli í dag Glamour Heiða bar af á rauða dreglinum Glamour Heiða Rún vekur athygli á tískuvikunni í London Glamour Leðurjakkar, rúllukragar og netasokkar á fyrsta degi Airwaves Glamour Airwaves: Síðir frakkar og bros á vör Glamour Fimmta Vogue-forsíða Cara Delevnigne Glamour Af tískupallinum og í partýið Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour