Svona lítur HM-búningur Íslands út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2018 15:30 Íslenski landsliðsbúningurinn. KSÍ Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að blái liturinn er allsráðandi í nýjum búningi íslenska landsliðsins. Nú er rauði liturinn í ermunum og það er engin rönd niður eftir treyjunni. Myndband með nýju treyjunni er hér fyrir neðan.The new kit is here #fyririsland#TeamIcelandpic.twitter.com/kFaq9mOrga — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 15, 2018 „Við erum búin að bíða eftir þessu ansi lengi,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í ræðu á Melvellinum eins og svæðið heitir undir aðalstúkunni á Laugardalsvellinum. „Ég er viss um að þessi búningur muni hreyfa við okkur og skapa mikla umræðu,“ sagði Guðni um það sem Errea kynnti sem næsta sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk afhenta fyrstu treyjuna. Búningurinn sem íslenska liðið spilaði í á EM í Frakklandi 2016 og hefur haldið áfram að spila í síðan þá var með einni áberandi hvítri og rauðri rönd í gegnum merki KSÍ og niður allan búninginn að framan. Íslenska liðið er á leiðinni í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem liðið mætir bæði Mexíkó og Perú í vináttulandsleikjum í New Jersey og San Francicso. Í ferðinni verður einnig unnið allskonar kynningarefni á íslenska landsliðinu fyrir komandi sumar. Nýr búningur þurfti því að vera klár fyrir Bandaríkjaferðina og hann var kynntur með viðhöfn og á beinni á Vísi í dag. Nýi búningurinn.KSÍÍsland er á leiðinni á sitt fyrsta heimsmeistaramót í Rússlandi í sumar þar sem fyrsti leikurinn verður á móti Lionel Messi og félögum í argentínska landsliðinu 16. júní næskomandi. Íslensku strákarnir mæta einnig Nígeríu og Króatíu í riðlinum og vonandi verða leikirnir fleiri en þrír. Ísland setur heimsmet í fyrsta leik sem fámennasta þjóð sem hefur átt lið í úrslitakeppnni HM í fótbolta. Ísland bætir þar met Trínidad og Tóbagó. Þar búa 1,3 milljónir manna en aðeins tæplega 340 þúsund búa á Íslandi. Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslenski landsliðsbúningurinn hefur þróast frá fyrsta landsleik Íslands sem var á móti Danmörku á Melavellinumn 17. júlí 1946.Our kit launches tomorrow Here is a look at the history of our kit. March 15 15:15 PM (GMT)#fyririsland #TeamIceland pic.twitter.com/36rgN8toJG — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 14, 2018
Knattspyrnusamband Íslands og Errea Sport kynntu í dag nýjan búning íslenska knattspyrnulandsliðsins en það var gert í dag með viðhöfn í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að blái liturinn er allsráðandi í nýjum búningi íslenska landsliðsins. Nú er rauði liturinn í ermunum og það er engin rönd niður eftir treyjunni. Myndband með nýju treyjunni er hér fyrir neðan.The new kit is here #fyririsland#TeamIcelandpic.twitter.com/kFaq9mOrga — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 15, 2018 „Við erum búin að bíða eftir þessu ansi lengi,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í ræðu á Melvellinum eins og svæðið heitir undir aðalstúkunni á Laugardalsvellinum. „Ég er viss um að þessi búningur muni hreyfa við okkur og skapa mikla umræðu,“ sagði Guðni um það sem Errea kynnti sem næsta sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fékk afhenta fyrstu treyjuna. Búningurinn sem íslenska liðið spilaði í á EM í Frakklandi 2016 og hefur haldið áfram að spila í síðan þá var með einni áberandi hvítri og rauðri rönd í gegnum merki KSÍ og niður allan búninginn að framan. Íslenska liðið er á leiðinni í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem liðið mætir bæði Mexíkó og Perú í vináttulandsleikjum í New Jersey og San Francicso. Í ferðinni verður einnig unnið allskonar kynningarefni á íslenska landsliðinu fyrir komandi sumar. Nýr búningur þurfti því að vera klár fyrir Bandaríkjaferðina og hann var kynntur með viðhöfn og á beinni á Vísi í dag. Nýi búningurinn.KSÍÍsland er á leiðinni á sitt fyrsta heimsmeistaramót í Rússlandi í sumar þar sem fyrsti leikurinn verður á móti Lionel Messi og félögum í argentínska landsliðinu 16. júní næskomandi. Íslensku strákarnir mæta einnig Nígeríu og Króatíu í riðlinum og vonandi verða leikirnir fleiri en þrír. Ísland setur heimsmet í fyrsta leik sem fámennasta þjóð sem hefur átt lið í úrslitakeppnni HM í fótbolta. Ísland bætir þar met Trínidad og Tóbagó. Þar búa 1,3 milljónir manna en aðeins tæplega 340 þúsund búa á Íslandi. Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslenski landsliðsbúningurinn hefur þróast frá fyrsta landsleik Íslands sem var á móti Danmörku á Melavellinumn 17. júlí 1946.Our kit launches tomorrow Here is a look at the history of our kit. March 15 15:15 PM (GMT)#fyririsland #TeamIceland pic.twitter.com/36rgN8toJG — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 14, 2018
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“ Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. 15. mars 2018 16:00 HM-búningur Íslands fer í sölu í dag Nýr búningur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er nú orðinn opinber og það má búast við mikilli eftirspurn allstaðar að úr heiminum. 15. mars 2018 15:45 Bein útsending: HM-búningur Íslands afhjúpaður Biðin langa er á enda. Í dag verður hulunni loksins svipt af búningunum sem strákarnir okkar spila í er þeir mæta til leiks á HM í Rússlandi. 15. mars 2018 14:45 Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sjá meira
„Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“ Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. 15. mars 2018 16:00
HM-búningur Íslands fer í sölu í dag Nýr búningur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er nú orðinn opinber og það má búast við mikilli eftirspurn allstaðar að úr heiminum. 15. mars 2018 15:45
Bein útsending: HM-búningur Íslands afhjúpaður Biðin langa er á enda. Í dag verður hulunni loksins svipt af búningunum sem strákarnir okkar spila í er þeir mæta til leiks á HM í Rússlandi. 15. mars 2018 14:45