Tiger Woods með mestu yfirburðina í íþróttaheiminum á síðustu tuttugu árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2018 12:30 Tiger Woods. Vísir/Getty ESPN The Magazine heldur upp á tuttugu ára útgáfuafmæli sitt þessa dagana og blaðmann hafa við það tilefni reiknað út hvaða íþróttamaður í heiminum hefur sýnt mestu yfirburðina í íþrótt sinni á þessum tíma. Blaðmenn ESPN The Magazine notuðu tölfræði til að rökstyðja val sitt og fundu út svokallaða yfirburðar-einkunn eða „Dominance rating“ eins og þeir kalla þennan stuðul sinn. Sá sem kom bestur út úr þessum útreikningi og tryggði sér titilinn mesti yfirburðar íþróttamaður heims síðustu tuttugu ár er kylfingurinn Tiger Woods. Tiger Woods var vissulega magnaður á árunum 1999 til 2009 þegar hann vann 5,8 PGA-mót á meðaltali á ári og tryggði sér sigur á þrettán risamótum en sá næstbesti vann þrjú risamót á sama tíma. Yfirburðir hans á þessum tíma voru jafn magnaðir og það var erfitt að horfa upp á allskyns erfiðleika hans síðari áratuginn. Tiger Woods hafði betur í baráttunni við NBA-körfuboltamanninn LeBron James, ameríska fótboltamanninn Peyton Manning, NASCAR-ökumanninn Jimmie Johnson og tenniskappann Roger Federer en þeir eru í næstu sætum.It's ESPN the Magazine's 20th anniversary, and to celebrate, we're ranking the most dominant athletes of the past 20 years. Who's No. 1? He's on our cover. pic.twitter.com/rkfAEmsi5K — ESPN (@espn) March 18, 2018 Efsta konan á listanum er sænsku kylfingurinn Annika Sorenstam sem er í sjötta sæti á heildarlistanum. Ein önnur kona er inn á topp tíu og það er hin brasilíska Marta. Tenniskonan Serena Williams, besta tenniskona allra tíma er í tólfta sæti, einu sæti á undan áströslku körfuboltakonunni Lauren Jackson. Marta er bestu fótboltaleikmaðurinn á þessum tuttugu árum því hún er sett ofar en bæði argenínski knattspynumaðurinn Lionel Messi (11. sæti) og portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo (14. sæti). Það vekur þó sérstaklega athygli að jamaíski spretthlauparinn Usain Bolt nær aðeins tíunda sæti á listanum þrátt fyrir að vinna átta Ólympíugull og ellefu heimsmeistaratitla á tíu ára kafla. Það má lesa mjög flotta og vel útlistaða samantekt ESPN á listanum með því að smella hér en topp tuttugu listinn er síðan hér fyrir neðan.Mestu yfirburðir íþróttafólks í heiminum síðustu tuttugu árin: 1. Tiger Woods, golf 2. LeBron James, körfubolti 3. Peyton Manning, amerískur fótbolti 4. Jimmie Johnson, kappakstursökumaður 5. Roger Federer, tennis 6. Annika Sorenstam, golf 7. Michael Schumacher, formúla eitt 8. Floyd Mayweather, box 9. Marta, fótbolti 10. Usain Bolt, frjálsar íþróttir 11. Lionel Messi, fótbolti 12. Serena Williams, tennis 13. Lauren Jackson, körfubolti 14. Cristiano Ronaldo, fótbolti 15. Novak Djokovic, tennis 16. Allyson Felix, frjálsar íþróttir 17. Barry Bonds, hafnarbolti 18. Mike Trout, hafnarbolti 19. Manny Pacquiao, box 20. Tom Brady, amerískur fótboltii Íþróttir Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Loksins vann City Enski boltinn Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
ESPN The Magazine heldur upp á tuttugu ára útgáfuafmæli sitt þessa dagana og blaðmann hafa við það tilefni reiknað út hvaða íþróttamaður í heiminum hefur sýnt mestu yfirburðina í íþrótt sinni á þessum tíma. Blaðmenn ESPN The Magazine notuðu tölfræði til að rökstyðja val sitt og fundu út svokallaða yfirburðar-einkunn eða „Dominance rating“ eins og þeir kalla þennan stuðul sinn. Sá sem kom bestur út úr þessum útreikningi og tryggði sér titilinn mesti yfirburðar íþróttamaður heims síðustu tuttugu ár er kylfingurinn Tiger Woods. Tiger Woods var vissulega magnaður á árunum 1999 til 2009 þegar hann vann 5,8 PGA-mót á meðaltali á ári og tryggði sér sigur á þrettán risamótum en sá næstbesti vann þrjú risamót á sama tíma. Yfirburðir hans á þessum tíma voru jafn magnaðir og það var erfitt að horfa upp á allskyns erfiðleika hans síðari áratuginn. Tiger Woods hafði betur í baráttunni við NBA-körfuboltamanninn LeBron James, ameríska fótboltamanninn Peyton Manning, NASCAR-ökumanninn Jimmie Johnson og tenniskappann Roger Federer en þeir eru í næstu sætum.It's ESPN the Magazine's 20th anniversary, and to celebrate, we're ranking the most dominant athletes of the past 20 years. Who's No. 1? He's on our cover. pic.twitter.com/rkfAEmsi5K — ESPN (@espn) March 18, 2018 Efsta konan á listanum er sænsku kylfingurinn Annika Sorenstam sem er í sjötta sæti á heildarlistanum. Ein önnur kona er inn á topp tíu og það er hin brasilíska Marta. Tenniskonan Serena Williams, besta tenniskona allra tíma er í tólfta sæti, einu sæti á undan áströslku körfuboltakonunni Lauren Jackson. Marta er bestu fótboltaleikmaðurinn á þessum tuttugu árum því hún er sett ofar en bæði argenínski knattspynumaðurinn Lionel Messi (11. sæti) og portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo (14. sæti). Það vekur þó sérstaklega athygli að jamaíski spretthlauparinn Usain Bolt nær aðeins tíunda sæti á listanum þrátt fyrir að vinna átta Ólympíugull og ellefu heimsmeistaratitla á tíu ára kafla. Það má lesa mjög flotta og vel útlistaða samantekt ESPN á listanum með því að smella hér en topp tuttugu listinn er síðan hér fyrir neðan.Mestu yfirburðir íþróttafólks í heiminum síðustu tuttugu árin: 1. Tiger Woods, golf 2. LeBron James, körfubolti 3. Peyton Manning, amerískur fótbolti 4. Jimmie Johnson, kappakstursökumaður 5. Roger Federer, tennis 6. Annika Sorenstam, golf 7. Michael Schumacher, formúla eitt 8. Floyd Mayweather, box 9. Marta, fótbolti 10. Usain Bolt, frjálsar íþróttir 11. Lionel Messi, fótbolti 12. Serena Williams, tennis 13. Lauren Jackson, körfubolti 14. Cristiano Ronaldo, fótbolti 15. Novak Djokovic, tennis 16. Allyson Felix, frjálsar íþróttir 17. Barry Bonds, hafnarbolti 18. Mike Trout, hafnarbolti 19. Manny Pacquiao, box 20. Tom Brady, amerískur fótboltii
Íþróttir Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Loksins vann City Enski boltinn Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira