Slysi afstýrt Hörður Ægisson skrifar 2. mars 2018 09:00 Ríkisstjórnin, sem var ekki síst mynduð í því skyni að tryggja frið á vinnumarkaði, hefur staðist fyrstu alvöru prófraunina. Stærsta áskorun hennar er að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára þannig að – ólíkt því sem Íslendingar hafa jafnan mátt venjast í gegnum hagsöguna – mjúk lending verði niðurstaðan nú þegar hápunktur uppsveiflunnar er að baki. Eigi það markmið að nást var ljóst að kjaralota þessa vetrar myndi skipta þar sköpum. Gera þyrfti skynsamlega kjarasamninga við opinbera starfsmenn sem tækju mið af þeirri staðreynd að engin innstæða er fyrir miklum launahækkunum og um leið koma í veg fyrir að samningum á almennum vinnumarkaði yrði sagt upp í lok febrúar. Þetta virðist ætla að ganga eftir. Skynsemin hafði yfirhöndina hjá meirihluta formanna aðildarfélaga ASÍ í vikunni þegar þeir greiddu atkvæði gegn því að segja upp kjarasamningi sambandsins við SA. Allt fólk með sæmilega jarðtengingu, sem augljóslega á ekki við um suma forystumenn í verkalýðshreyfingunni, getur séð í hendi sér hversu misráðið það er að skipta núna um kúrs og láta reyna á enn eitt höfrungahlaupið. Vanhugsaðar ákvarðanir kjararáðs um tuga prósenta launahækkanir til ýmissa hópa sem heyra undir ráðið eiga ekki að vera réttlæting fyrir því að rjúfa þá launastefnu sem mörkuð hefur verið og miðar að því að læra af reynslu hinna Norðurlandanna. Kaupmáttur aukist þannig á grundvelli lítillar verðbólgu, lágra vaxta, stöðugs gengis – og hóflegra launahækkana. Atvinnulífið stendur ekki undir stórauknum launakostnaði við núverandi aðstæður. Staðreyndin er sú – og það sjá allir sem vilja – að það eru ýmsar vísbendingar um að það séu blikur á lofti. Hagvöxtur er tekinn að minnka hraðar en reikna hefði mátt með og atvinnuleysi er farið að aukast. Rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar, þeirrar atvinnugreinar sem skapar mestar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, hefur versnað til muna sem endurspeglast meðal annars í uppsögnum og að óvíst er um framgang sumra stórra hótelverkefna. Þessi staða á ekki að koma á óvart. Útflutningsgreinar landsins eru almennt í aðþrengdri stöðu eftir linnulausa gengisstyrkingu og miklar nafnlaunahækkanir. Lengra verður ekki haldið á sömu braut nema eitthvað gefi eftir. Hið endanlega markmið kjarasamninga hlýtur að vera að bæta kjör launafólks. Fyrir liggur að það hefur tekist – og gerst hraðar en nokkur hefði getað ímyndað sér – en kaupmáttur hefur aukist um liðlega 20 prósent á aðeins þremur árum. Laun á Íslandi eru orðin þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja. Að slíkur árangur hafi náðst á jafn skömmum tíma, samhliða því að verðbólga hefur haldist undir markmiði Seðlabankans samfleytt í fjögur ár, er raunar fáheyrt. Það hefði því verið eins og hvert annað öfugmæli að ætla að stefna þessum fordæmalausa ávinningi í voða með því að segja upp samningum á almennum vinnumarkaði og efna til óskiljanlegs kjarastríðs – þar sem allir hefðu að lokum tapað. Sem betur fer var því slysi afstýrt. Þeir sem virðast hafa það eitt að leiðarljósi að sækjast eftir átökum höfðu í þetta sinn ekki erindi sem erfiði. Því ber að fagna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin, sem var ekki síst mynduð í því skyni að tryggja frið á vinnumarkaði, hefur staðist fyrstu alvöru prófraunina. Stærsta áskorun hennar er að festa í sessi efnahagsstöðugleika síðustu ára þannig að – ólíkt því sem Íslendingar hafa jafnan mátt venjast í gegnum hagsöguna – mjúk lending verði niðurstaðan nú þegar hápunktur uppsveiflunnar er að baki. Eigi það markmið að nást var ljóst að kjaralota þessa vetrar myndi skipta þar sköpum. Gera þyrfti skynsamlega kjarasamninga við opinbera starfsmenn sem tækju mið af þeirri staðreynd að engin innstæða er fyrir miklum launahækkunum og um leið koma í veg fyrir að samningum á almennum vinnumarkaði yrði sagt upp í lok febrúar. Þetta virðist ætla að ganga eftir. Skynsemin hafði yfirhöndina hjá meirihluta formanna aðildarfélaga ASÍ í vikunni þegar þeir greiddu atkvæði gegn því að segja upp kjarasamningi sambandsins við SA. Allt fólk með sæmilega jarðtengingu, sem augljóslega á ekki við um suma forystumenn í verkalýðshreyfingunni, getur séð í hendi sér hversu misráðið það er að skipta núna um kúrs og láta reyna á enn eitt höfrungahlaupið. Vanhugsaðar ákvarðanir kjararáðs um tuga prósenta launahækkanir til ýmissa hópa sem heyra undir ráðið eiga ekki að vera réttlæting fyrir því að rjúfa þá launastefnu sem mörkuð hefur verið og miðar að því að læra af reynslu hinna Norðurlandanna. Kaupmáttur aukist þannig á grundvelli lítillar verðbólgu, lágra vaxta, stöðugs gengis – og hóflegra launahækkana. Atvinnulífið stendur ekki undir stórauknum launakostnaði við núverandi aðstæður. Staðreyndin er sú – og það sjá allir sem vilja – að það eru ýmsar vísbendingar um að það séu blikur á lofti. Hagvöxtur er tekinn að minnka hraðar en reikna hefði mátt með og atvinnuleysi er farið að aukast. Rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar, þeirrar atvinnugreinar sem skapar mestar gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, hefur versnað til muna sem endurspeglast meðal annars í uppsögnum og að óvíst er um framgang sumra stórra hótelverkefna. Þessi staða á ekki að koma á óvart. Útflutningsgreinar landsins eru almennt í aðþrengdri stöðu eftir linnulausa gengisstyrkingu og miklar nafnlaunahækkanir. Lengra verður ekki haldið á sömu braut nema eitthvað gefi eftir. Hið endanlega markmið kjarasamninga hlýtur að vera að bæta kjör launafólks. Fyrir liggur að það hefur tekist – og gerst hraðar en nokkur hefði getað ímyndað sér – en kaupmáttur hefur aukist um liðlega 20 prósent á aðeins þremur árum. Laun á Íslandi eru orðin þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja. Að slíkur árangur hafi náðst á jafn skömmum tíma, samhliða því að verðbólga hefur haldist undir markmiði Seðlabankans samfleytt í fjögur ár, er raunar fáheyrt. Það hefði því verið eins og hvert annað öfugmæli að ætla að stefna þessum fordæmalausa ávinningi í voða með því að segja upp samningum á almennum vinnumarkaði og efna til óskiljanlegs kjarastríðs – þar sem allir hefðu að lokum tapað. Sem betur fer var því slysi afstýrt. Þeir sem virðast hafa það eitt að leiðarljósi að sækjast eftir átökum höfðu í þetta sinn ekki erindi sem erfiði. Því ber að fagna.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun