#metoo – hvernig breytum við menningu? Albertína Friðbjörg Elíasdóttir skrifar 2. mars 2018 09:43 Síðustu vikur og mánuði höfum við fylgst með frásögnum hundruð kvenna úr fjölmörgum stéttum alls staðar að af landinu þar sem þær hafa sagt frá upplifun sinni af hverskonar kynbundnu ofbeldi og/eða kynferðislegri áreitni. Sérstaklega sláandi voru sögur kvenna af erlendum uppruna en staða þeirra til að fá hjálp eða sækja réttlæti er verri en margra annarra þar sem margar þeirra kunna ekki tungumálið og eiga ekki fjölskyldu á landinu til að styðja sig við. Staða kvenna sem búa í smærri samfélögum getur oft verið sömuleiðis snúin og erfitt að stíga fram.Málefni okkar allraVandinn er djúpstæður. Hver er raunveruleg staða kvenna í samfélagi sem sættir sig við jafn víðfemt kynbundið ofbeldi og kynferðislegt áreiti og kemur fram í þessum frásögnum? Við þurfum að breyta viðhorfum gagnvart kynbundnu ofbeldi og áreitni og við þurfum að breyta því saman. Þó að við séum að tala hér um mál sem snertir konur sérstaklega þá er þetta ekki eingöngu málefni kvenna. Við þurfum öll, bæði karlar og konur, að standa upp og láta vita að þetta er ekki í lagi og þetta eigi ekki að líðast. Við þurfum öll að leggja okkar að mörkum til að raunveruleg menningarleg breyting eigi sér stað. #metoo 2.0Nú þegar umræðan um #metoo hefur þroskast aðeins er tímabært að velta fyrir okkur, hvað næst? Það eru fjölmörg atriði sem við sem samfélag getum gert til breyta hlutunum. Löggjafinn, vinnustaðir og félagasamtök þurfa að setja fram skýr viðurlög og tryggja hröð viðbrögð. Það þarf að vinna að forvörnum sem mikilvægt er að hefjist strax hjá börnunum okkar. Þá er mikilvægt að fórnarlömb ofbeldis fái stuðning og aðstoð. Þó er líklega það mikilvægasta okkar eigin framlag: Stöndum upp og gerum athugasemdir þegar við verðum vitni að kynbundnu ofbeldi eða kynferðislegri áreitni.Þetta mikilvæga málefni verður til umræðu á Landsfundi Samfylkingarinnar á Hotel Reykjavík Natura 2. – 3. mars og ný stefna og viðbragðsáætlun flokksins vegna kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni kynnt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Sjá meira
Síðustu vikur og mánuði höfum við fylgst með frásögnum hundruð kvenna úr fjölmörgum stéttum alls staðar að af landinu þar sem þær hafa sagt frá upplifun sinni af hverskonar kynbundnu ofbeldi og/eða kynferðislegri áreitni. Sérstaklega sláandi voru sögur kvenna af erlendum uppruna en staða þeirra til að fá hjálp eða sækja réttlæti er verri en margra annarra þar sem margar þeirra kunna ekki tungumálið og eiga ekki fjölskyldu á landinu til að styðja sig við. Staða kvenna sem búa í smærri samfélögum getur oft verið sömuleiðis snúin og erfitt að stíga fram.Málefni okkar allraVandinn er djúpstæður. Hver er raunveruleg staða kvenna í samfélagi sem sættir sig við jafn víðfemt kynbundið ofbeldi og kynferðislegt áreiti og kemur fram í þessum frásögnum? Við þurfum að breyta viðhorfum gagnvart kynbundnu ofbeldi og áreitni og við þurfum að breyta því saman. Þó að við séum að tala hér um mál sem snertir konur sérstaklega þá er þetta ekki eingöngu málefni kvenna. Við þurfum öll, bæði karlar og konur, að standa upp og láta vita að þetta er ekki í lagi og þetta eigi ekki að líðast. Við þurfum öll að leggja okkar að mörkum til að raunveruleg menningarleg breyting eigi sér stað. #metoo 2.0Nú þegar umræðan um #metoo hefur þroskast aðeins er tímabært að velta fyrir okkur, hvað næst? Það eru fjölmörg atriði sem við sem samfélag getum gert til breyta hlutunum. Löggjafinn, vinnustaðir og félagasamtök þurfa að setja fram skýr viðurlög og tryggja hröð viðbrögð. Það þarf að vinna að forvörnum sem mikilvægt er að hefjist strax hjá börnunum okkar. Þá er mikilvægt að fórnarlömb ofbeldis fái stuðning og aðstoð. Þó er líklega það mikilvægasta okkar eigin framlag: Stöndum upp og gerum athugasemdir þegar við verðum vitni að kynbundnu ofbeldi eða kynferðislegri áreitni.Þetta mikilvæga málefni verður til umræðu á Landsfundi Samfylkingarinnar á Hotel Reykjavík Natura 2. – 3. mars og ný stefna og viðbragðsáætlun flokksins vegna kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni kynnt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar