Ástralski sundkappinn George Corones setti heimsmet í skriðsundi í áströlsku undankeppni Samveldisleikanna, 99 ára að aldri.
Corones heldur upp á hundrað ára afmæli sitt í næsta mánuði en það stoppaði hann ekki frá því að bæta heimsmetið í 50m skriðsundi um 35 sekúndur.
Hann var eini keppandinn í flokki 100-104 ára og synti metrana 50 á 56,12 sekúndum. Sundið var sett á sérstaklega í þeim tilgangi að leyfa Corones að reyna við metið áður en undankeppni Samveldisleikanna hófst formlega.
Fyrra metið var 1:31,19 og átti Bretinn John Harrison það.
Corones synti þegar hann var yngri þar til seinni heimstyrjöldin varð þess valdandi að hann gat ekki einbeitt sér að sundinu lengur. Hann fór aftur í laugina þegar hann var áttræður.
Setti heimsmet mánuði áður en hann verður 100 ára
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti


Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn




„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

