Ákveðin í að verða læknir frá því hún var þriggja ára Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2018 07:00 Góð stækkunargleraugu eru grundvallaratriði þegar hárfínar æðar eru saumaðar. Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir er fyrst íslenskra kvenna til að leggja fyrir sig hjarta- og lungnaskurðlækningar. Fyrir rúmri viku framkvæmdi hún sína fyrstu hjartaaðgerð. Hún kveðst hafa beðið lengi eftir þessum tímamótum. Ragnheiður Martha er nývöknuð þegar slegið er á þráðinn til hennar síðdegis einn daginn. Hún hafði verið á næturvakt á sjúkrahúsinu í Umeå í Svíþjóð þar sem hún er með stöðu á hjarta- og lungnaskurðdeildinni og sérhæfir sig í þeirri grein lækninga sem þar er stunduð. Fyrsta spurning til hennar er: Er ekki kalt í Umeå? „Það voru mínus 30 gráður í morgun, svo var sól í dag en þegar hún hvarf varð skítkalt aftur. En það er stillilogn. Ég geng bara um með trefil fyrir andlitinu.“ Fyrstu hjartaaðgerðina gerði Ragnheiður Martha fyrir rúmri viku. Var það ekki sérstök tilfinning? „Jú, það er eitthvað sem ég er búin að bíða eftir lengi. Er auðvitað búin að aðstoða við margar aðgerðir og hef gert nokkrar minni lungnaaðgerðir en aldrei heila hjartaaðgerð frá upphafi til enda, svo það var stórt skref á ferlinum. Þetta var kransæðahjáveituaðgerð. Þá tekur maður æðar annars staðar frá og tengir fram hjá stíflunni. Saumar æðarnar saman með mjög þunnum þræði og fínum nálum því þær eru bara einn til tveir millimetrar á breidd. Ég var með sérfræðing sem leiðbeindi mér og fleira fagfólk kringum mig sem ég hef unnið með síðustu mánuðina, andrúmsloftið var þægilegt og allt gekk vel.“Ragnheiður Martha JóhannesdóttirRagnheiður Martha er 31 árs. Hún kveðst hafa verið í skóla síðan hún var sex ára, fyrst í Grafarvoginum, svo í menntaskóla þaðan sem hún fór beint í læknisfræðina. Nú á hún tvö til þrjú ár eftir af sérnáminu. Var hún snemma ákveðin í að verða læknir? „Já, eiginlega frá því ég man eftir mér. Ég var einmitt að tala við ömmu fyrir helgi og hún man að þriggja, fjögurra ára sagðist ég ætla að verða læknir.“ Hún hefur búið í Svíþjóð frá því í apríl 2015. „Ég er mjög ánægð og á deildinni hér í Umeå, þar er mér tekið eins og einni úr fjölskyldunni. Svo er maðurinn minn hér í byggingarvinnu og hefur nóg að gera. Við erum búin að kaupa okkur lóð úti í skógi og ætlum að byggja þar yfir okkur og hundinn en verðum að byrja á skógarhöggi.“ En komist þið í heimsóknir til Íslands fyrst þið fenguð ykkur hund? „Já, það er úrval af fólki hér með próf í að passa hunda og hefur aðstöðu til þess. Við komum síðast heim í fyrrasumar. En það er nóg að gera hjá okkur. Svo eru tvö flug heim. Fyrst klukkutíma flug frá Umeå til Stokkhólms og svo þaðan heim. Þetta er smá spölur.“ Ragnheiður kveðst aðeins byrjuð að iðka skíðasport, enda segir hún nauðsynlegt að nýta snjóinn. „Hér eru allir á gönguskíðum og það eru flottar leiðir út um allt. Svo er mikil hokkímenning hérna og allir krakkar á skautum. Nokkur ísilögð vötn eru í nágrenninu svo aðstæður til iðkunar eru góðar,“ segir Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir skurðlæknir að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir er fyrst íslenskra kvenna til að leggja fyrir sig hjarta- og lungnaskurðlækningar. Fyrir rúmri viku framkvæmdi hún sína fyrstu hjartaaðgerð. Hún kveðst hafa beðið lengi eftir þessum tímamótum. Ragnheiður Martha er nývöknuð þegar slegið er á þráðinn til hennar síðdegis einn daginn. Hún hafði verið á næturvakt á sjúkrahúsinu í Umeå í Svíþjóð þar sem hún er með stöðu á hjarta- og lungnaskurðdeildinni og sérhæfir sig í þeirri grein lækninga sem þar er stunduð. Fyrsta spurning til hennar er: Er ekki kalt í Umeå? „Það voru mínus 30 gráður í morgun, svo var sól í dag en þegar hún hvarf varð skítkalt aftur. En það er stillilogn. Ég geng bara um með trefil fyrir andlitinu.“ Fyrstu hjartaaðgerðina gerði Ragnheiður Martha fyrir rúmri viku. Var það ekki sérstök tilfinning? „Jú, það er eitthvað sem ég er búin að bíða eftir lengi. Er auðvitað búin að aðstoða við margar aðgerðir og hef gert nokkrar minni lungnaaðgerðir en aldrei heila hjartaaðgerð frá upphafi til enda, svo það var stórt skref á ferlinum. Þetta var kransæðahjáveituaðgerð. Þá tekur maður æðar annars staðar frá og tengir fram hjá stíflunni. Saumar æðarnar saman með mjög þunnum þræði og fínum nálum því þær eru bara einn til tveir millimetrar á breidd. Ég var með sérfræðing sem leiðbeindi mér og fleira fagfólk kringum mig sem ég hef unnið með síðustu mánuðina, andrúmsloftið var þægilegt og allt gekk vel.“Ragnheiður Martha JóhannesdóttirRagnheiður Martha er 31 árs. Hún kveðst hafa verið í skóla síðan hún var sex ára, fyrst í Grafarvoginum, svo í menntaskóla þaðan sem hún fór beint í læknisfræðina. Nú á hún tvö til þrjú ár eftir af sérnáminu. Var hún snemma ákveðin í að verða læknir? „Já, eiginlega frá því ég man eftir mér. Ég var einmitt að tala við ömmu fyrir helgi og hún man að þriggja, fjögurra ára sagðist ég ætla að verða læknir.“ Hún hefur búið í Svíþjóð frá því í apríl 2015. „Ég er mjög ánægð og á deildinni hér í Umeå, þar er mér tekið eins og einni úr fjölskyldunni. Svo er maðurinn minn hér í byggingarvinnu og hefur nóg að gera. Við erum búin að kaupa okkur lóð úti í skógi og ætlum að byggja þar yfir okkur og hundinn en verðum að byrja á skógarhöggi.“ En komist þið í heimsóknir til Íslands fyrst þið fenguð ykkur hund? „Já, það er úrval af fólki hér með próf í að passa hunda og hefur aðstöðu til þess. Við komum síðast heim í fyrrasumar. En það er nóg að gera hjá okkur. Svo eru tvö flug heim. Fyrst klukkutíma flug frá Umeå til Stokkhólms og svo þaðan heim. Þetta er smá spölur.“ Ragnheiður kveðst aðeins byrjuð að iðka skíðasport, enda segir hún nauðsynlegt að nýta snjóinn. „Hér eru allir á gönguskíðum og það eru flottar leiðir út um allt. Svo er mikil hokkímenning hérna og allir krakkar á skautum. Nokkur ísilögð vötn eru í nágrenninu svo aðstæður til iðkunar eru góðar,“ segir Ragnheiður Martha Jóhannesdóttir skurðlæknir að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira