Valgerður verður í titilbardaga í Osló Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. mars 2018 10:16 Valgerður hefur slegið í gegn í hnefaleikaheiminum og fær nú risatækifæri. john terje pedersen Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. Þar mun Valgerður mæta hinni norsku Katarina Thanderz en hún hefur aldrei tapað í sjö bardögum. Valgerður hefur unnið alla sína þrjá bardaga á atvinnumannaferlinum. Thanderz átti að berjast um titilinn gegn hinni frönsku Toussy L'Hadji en hún varð að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla. Hófst þá leit að boxara til að fylla hennar skarð. Valgerður var á meðal þeirra sem leitað var til og hún fær bardagann. Þetta er að sjálfsögðu bæði óvænt og einstakt tækifæri fyrir Valgerði en þessi bardagi verður aðalbardagi kvöldsins á stóru hnefaleikakvöldi.Valgerður fagnar einum af sínum sigrum.christian hestnæsBeltið sem hún er að fara að keppa um er kallað „International title“ og er næststærsta beltið sem hægt er að keppa um hjá WBC sem er eitt af þremur stærstu hnefaleikasamböndum heims. Mikil hefð hefur myndast í Noregi fyrir öflugum hnefaleikakonum. Á toppnum þar trónir Cecilia Brækhus sem er ríkjandi heimsmeistari í fimm hnefaleikasamböndum. Cecilia er súperstjarna í heimalandi sínu, sem og í hnefaleikaheiminum öllum. Hún er ósigruð í 32 atvinnubardögum og hefur jafnframt afar góða og markaðsvæna ímynd. Í kjölfar Ceciliu hafa fjölmargar norskar hnefaleikakonur ruðst fram á sjónarsviðið og er Katarina Thanderz sú sem er næst í röðinni á eftir henni. Hún er 29 ára gömul og ósigruð í sínum 7 atvinnubardögum til þessa. Það er því nokkuð ljóst að veðbankarnir munu telja hana sigurstranglegri. Box Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Sjá meira
Stærsta stund íslenskrar hnefaleikasögu verður í Osló um næstu helgi er Valgerður Guðsteinsdóttir mun berjast um alþjóðlega heimsmeistaratitilinn í léttvigt hjá WBC-hnefaleikasambandinu. Þar mun Valgerður mæta hinni norsku Katarina Thanderz en hún hefur aldrei tapað í sjö bardögum. Valgerður hefur unnið alla sína þrjá bardaga á atvinnumannaferlinum. Thanderz átti að berjast um titilinn gegn hinni frönsku Toussy L'Hadji en hún varð að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla. Hófst þá leit að boxara til að fylla hennar skarð. Valgerður var á meðal þeirra sem leitað var til og hún fær bardagann. Þetta er að sjálfsögðu bæði óvænt og einstakt tækifæri fyrir Valgerði en þessi bardagi verður aðalbardagi kvöldsins á stóru hnefaleikakvöldi.Valgerður fagnar einum af sínum sigrum.christian hestnæsBeltið sem hún er að fara að keppa um er kallað „International title“ og er næststærsta beltið sem hægt er að keppa um hjá WBC sem er eitt af þremur stærstu hnefaleikasamböndum heims. Mikil hefð hefur myndast í Noregi fyrir öflugum hnefaleikakonum. Á toppnum þar trónir Cecilia Brækhus sem er ríkjandi heimsmeistari í fimm hnefaleikasamböndum. Cecilia er súperstjarna í heimalandi sínu, sem og í hnefaleikaheiminum öllum. Hún er ósigruð í 32 atvinnubardögum og hefur jafnframt afar góða og markaðsvæna ímynd. Í kjölfar Ceciliu hafa fjölmargar norskar hnefaleikakonur ruðst fram á sjónarsviðið og er Katarina Thanderz sú sem er næst í röðinni á eftir henni. Hún er 29 ára gömul og ósigruð í sínum 7 atvinnubardögum til þessa. Það er því nokkuð ljóst að veðbankarnir munu telja hana sigurstranglegri.
Box Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Sjá meira