Ari Ólafsson hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2018 11:45 Ari Ólafsson söng sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í gærkvöldi. RÚV Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari er aðeins 19 ára en hefur komið víða við á sínum ferli sem listamaður. Lokakeppnin í Eurovision fer fram í byrjun maí og það í Lissabon í Portúgal. „Ég hef aldrei komið til Portúgal, en hef oft komið til Spánar eins og flestir Íslendingar. Ég er mjög spenntur að fara út,“ segir Ari Ólafsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ari mætti í hljóðverið ásamt Þórunni Ernu Clausen sem samdi lag og texta. „Þetta er þriðja árið í röð sem ég á lag í Söngvakeppninni og í fyrsta skipti sem ég vinn þessa keppni sem laga- og textahöfundur. Þetta er eins árs gamalt lag og það var reyndar Aron Hannes sem söng demo-ið til að byrja með. Ég get sagt ykkur það núna,“ segir Þórunn sem samdi lagið ekki með Eurovision í huga.Kynnast í Borgarleikhúsinu „Við kynnumst fyrst þegar Þórunn var aðstoðarleikstjóri í Galdrakarlinum í OZ í Borgarleikhúsinu árið 2011. Þar var ég aðeins 13 ára. Nokkrum árum seinna eða í október hittumst við aftur. Ég er semsagt nemandi Bergþór Pálssonar og hann hélt upp á 60 ára afmælistónleika sína í Eldborg. Þar söng ég með honum lagið sem ég söng með Sissel Kyrkjebø á tónleikum,“ segir Ari. Þórunn tekur þá við sögunni: „Hann birtist á sviðinu í þessu rauða jakka og í rauðum skóm og gæsahúðin var svo mikil þegar hann byrjaði að syngja og tárin byrjuðu strax að streyma og algjörlega einstök upplifun að vera í salnum.“Kom ekki á óvart Þórunn segir að það hafi ekki komið henni á óvart að Ari hafi unnið á laugardagskvöldið. „Ég hef alltaf trúað virkilega á hann Ara og lagið. Hinsvegar þegar maður er á móti svona frábæru lagi og söngvara, þá getur þetta farið á hvaða veg sem er. Ég hef oft lent í því í lífinu að hlutirnir fara ekki eins og maður ætlar sér.“ Ari segist í raun hafa farið út úr líkama sínum þegar Jón Jónsson tilkynnti að hann hefði unnið keppnina. „Ég fór bara út úr líkamanum í smá stund og horfði á sjálfan mig. Svo komu allir að knúsa mig og ég bara hugsaði vá hvað þetta er yndislegt.“ Mikið var talað um það á samfélagsmiðlum þegar Ari brotnaði niður í viðtali eftir fyrri flutninginn á laugardagskvöldið. „Mín helsta gjöf sem söngvari er að geta gefið frá mér tilfinningar í lagi. Þetta lag er með stórkostlegan boðskap og með yndislega fallega nærveru. Að fá svona fallega nærveru og ást til baka frá áhorfendum hitti mig svo beint í hjartastað og ég réði ekki við mig.“ Eins og áður segir hefur Ari komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hann lék Oliver Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009, þá aðeins 11 ára. Árið 2011 var hann síðan mættur í Galdrakarlinum í OZ í Borgarleikhúsinu en hér að neðan má sjá hann fara á kostum sem Oliver.Ari kom fyrst fram Sissel Kyrkjebø árið 2012 á jólatónleikum Frostrósa og þótti hann standa sig einstaklega vel eins og sjá má hér að neðan.Árið 2015 kom hann síðan fram í The Voice og tók til að mynd lagið Lay Me Down með Sam Smith í blindu áheyrnaprufunum og heillaði hann þar sjálfan Helga Björns eins og sjá má hér að neðan.Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau tvö í heild sinni. Eurovision Tengdar fréttir Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. 4. mars 2018 10:50 Engin sjáanleg vandamál í símakosningunni Útilokað er með öllu að kosningakerfið hafi getað hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni. 5. mars 2018 11:25 Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45 Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision. 3. mars 2018 22:32 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari er aðeins 19 ára en hefur komið víða við á sínum ferli sem listamaður. Lokakeppnin í Eurovision fer fram í byrjun maí og það í Lissabon í Portúgal. „Ég hef aldrei komið til Portúgal, en hef oft komið til Spánar eins og flestir Íslendingar. Ég er mjög spenntur að fara út,“ segir Ari Ólafsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ari mætti í hljóðverið ásamt Þórunni Ernu Clausen sem samdi lag og texta. „Þetta er þriðja árið í röð sem ég á lag í Söngvakeppninni og í fyrsta skipti sem ég vinn þessa keppni sem laga- og textahöfundur. Þetta er eins árs gamalt lag og það var reyndar Aron Hannes sem söng demo-ið til að byrja með. Ég get sagt ykkur það núna,“ segir Þórunn sem samdi lagið ekki með Eurovision í huga.Kynnast í Borgarleikhúsinu „Við kynnumst fyrst þegar Þórunn var aðstoðarleikstjóri í Galdrakarlinum í OZ í Borgarleikhúsinu árið 2011. Þar var ég aðeins 13 ára. Nokkrum árum seinna eða í október hittumst við aftur. Ég er semsagt nemandi Bergþór Pálssonar og hann hélt upp á 60 ára afmælistónleika sína í Eldborg. Þar söng ég með honum lagið sem ég söng með Sissel Kyrkjebø á tónleikum,“ segir Ari. Þórunn tekur þá við sögunni: „Hann birtist á sviðinu í þessu rauða jakka og í rauðum skóm og gæsahúðin var svo mikil þegar hann byrjaði að syngja og tárin byrjuðu strax að streyma og algjörlega einstök upplifun að vera í salnum.“Kom ekki á óvart Þórunn segir að það hafi ekki komið henni á óvart að Ari hafi unnið á laugardagskvöldið. „Ég hef alltaf trúað virkilega á hann Ara og lagið. Hinsvegar þegar maður er á móti svona frábæru lagi og söngvara, þá getur þetta farið á hvaða veg sem er. Ég hef oft lent í því í lífinu að hlutirnir fara ekki eins og maður ætlar sér.“ Ari segist í raun hafa farið út úr líkama sínum þegar Jón Jónsson tilkynnti að hann hefði unnið keppnina. „Ég fór bara út úr líkamanum í smá stund og horfði á sjálfan mig. Svo komu allir að knúsa mig og ég bara hugsaði vá hvað þetta er yndislegt.“ Mikið var talað um það á samfélagsmiðlum þegar Ari brotnaði niður í viðtali eftir fyrri flutninginn á laugardagskvöldið. „Mín helsta gjöf sem söngvari er að geta gefið frá mér tilfinningar í lagi. Þetta lag er með stórkostlegan boðskap og með yndislega fallega nærveru. Að fá svona fallega nærveru og ást til baka frá áhorfendum hitti mig svo beint í hjartastað og ég réði ekki við mig.“ Eins og áður segir hefur Ari komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hann lék Oliver Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009, þá aðeins 11 ára. Árið 2011 var hann síðan mættur í Galdrakarlinum í OZ í Borgarleikhúsinu en hér að neðan má sjá hann fara á kostum sem Oliver.Ari kom fyrst fram Sissel Kyrkjebø árið 2012 á jólatónleikum Frostrósa og þótti hann standa sig einstaklega vel eins og sjá má hér að neðan.Árið 2015 kom hann síðan fram í The Voice og tók til að mynd lagið Lay Me Down með Sam Smith í blindu áheyrnaprufunum og heillaði hann þar sjálfan Helga Björns eins og sjá má hér að neðan.Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau tvö í heild sinni.
Eurovision Tengdar fréttir Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. 4. mars 2018 10:50 Engin sjáanleg vandamál í símakosningunni Útilokað er með öllu að kosningakerfið hafi getað hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni. 5. mars 2018 11:25 Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45 Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision. 3. mars 2018 22:32 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. 4. mars 2018 10:50
Engin sjáanleg vandamál í símakosningunni Útilokað er með öllu að kosningakerfið hafi getað hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni. 5. mars 2018 11:25
Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45