Ari Ólafsson hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2018 11:45 Ari Ólafsson söng sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í gærkvöldi. RÚV Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari er aðeins 19 ára en hefur komið víða við á sínum ferli sem listamaður. Lokakeppnin í Eurovision fer fram í byrjun maí og það í Lissabon í Portúgal. „Ég hef aldrei komið til Portúgal, en hef oft komið til Spánar eins og flestir Íslendingar. Ég er mjög spenntur að fara út,“ segir Ari Ólafsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ari mætti í hljóðverið ásamt Þórunni Ernu Clausen sem samdi lag og texta. „Þetta er þriðja árið í röð sem ég á lag í Söngvakeppninni og í fyrsta skipti sem ég vinn þessa keppni sem laga- og textahöfundur. Þetta er eins árs gamalt lag og það var reyndar Aron Hannes sem söng demo-ið til að byrja með. Ég get sagt ykkur það núna,“ segir Þórunn sem samdi lagið ekki með Eurovision í huga.Kynnast í Borgarleikhúsinu „Við kynnumst fyrst þegar Þórunn var aðstoðarleikstjóri í Galdrakarlinum í OZ í Borgarleikhúsinu árið 2011. Þar var ég aðeins 13 ára. Nokkrum árum seinna eða í október hittumst við aftur. Ég er semsagt nemandi Bergþór Pálssonar og hann hélt upp á 60 ára afmælistónleika sína í Eldborg. Þar söng ég með honum lagið sem ég söng með Sissel Kyrkjebø á tónleikum,“ segir Ari. Þórunn tekur þá við sögunni: „Hann birtist á sviðinu í þessu rauða jakka og í rauðum skóm og gæsahúðin var svo mikil þegar hann byrjaði að syngja og tárin byrjuðu strax að streyma og algjörlega einstök upplifun að vera í salnum.“Kom ekki á óvart Þórunn segir að það hafi ekki komið henni á óvart að Ari hafi unnið á laugardagskvöldið. „Ég hef alltaf trúað virkilega á hann Ara og lagið. Hinsvegar þegar maður er á móti svona frábæru lagi og söngvara, þá getur þetta farið á hvaða veg sem er. Ég hef oft lent í því í lífinu að hlutirnir fara ekki eins og maður ætlar sér.“ Ari segist í raun hafa farið út úr líkama sínum þegar Jón Jónsson tilkynnti að hann hefði unnið keppnina. „Ég fór bara út úr líkamanum í smá stund og horfði á sjálfan mig. Svo komu allir að knúsa mig og ég bara hugsaði vá hvað þetta er yndislegt.“ Mikið var talað um það á samfélagsmiðlum þegar Ari brotnaði niður í viðtali eftir fyrri flutninginn á laugardagskvöldið. „Mín helsta gjöf sem söngvari er að geta gefið frá mér tilfinningar í lagi. Þetta lag er með stórkostlegan boðskap og með yndislega fallega nærveru. Að fá svona fallega nærveru og ást til baka frá áhorfendum hitti mig svo beint í hjartastað og ég réði ekki við mig.“ Eins og áður segir hefur Ari komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hann lék Oliver Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009, þá aðeins 11 ára. Árið 2011 var hann síðan mættur í Galdrakarlinum í OZ í Borgarleikhúsinu en hér að neðan má sjá hann fara á kostum sem Oliver.Ari kom fyrst fram Sissel Kyrkjebø árið 2012 á jólatónleikum Frostrósa og þótti hann standa sig einstaklega vel eins og sjá má hér að neðan.Árið 2015 kom hann síðan fram í The Voice og tók til að mynd lagið Lay Me Down með Sam Smith í blindu áheyrnaprufunum og heillaði hann þar sjálfan Helga Björns eins og sjá má hér að neðan.Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau tvö í heild sinni. Eurovision Tengdar fréttir Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. 4. mars 2018 10:50 Engin sjáanleg vandamál í símakosningunni Útilokað er með öllu að kosningakerfið hafi getað hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni. 5. mars 2018 11:25 Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45 Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision. 3. mars 2018 22:32 Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira
Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari er aðeins 19 ára en hefur komið víða við á sínum ferli sem listamaður. Lokakeppnin í Eurovision fer fram í byrjun maí og það í Lissabon í Portúgal. „Ég hef aldrei komið til Portúgal, en hef oft komið til Spánar eins og flestir Íslendingar. Ég er mjög spenntur að fara út,“ segir Ari Ólafsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ari mætti í hljóðverið ásamt Þórunni Ernu Clausen sem samdi lag og texta. „Þetta er þriðja árið í röð sem ég á lag í Söngvakeppninni og í fyrsta skipti sem ég vinn þessa keppni sem laga- og textahöfundur. Þetta er eins árs gamalt lag og það var reyndar Aron Hannes sem söng demo-ið til að byrja með. Ég get sagt ykkur það núna,“ segir Þórunn sem samdi lagið ekki með Eurovision í huga.Kynnast í Borgarleikhúsinu „Við kynnumst fyrst þegar Þórunn var aðstoðarleikstjóri í Galdrakarlinum í OZ í Borgarleikhúsinu árið 2011. Þar var ég aðeins 13 ára. Nokkrum árum seinna eða í október hittumst við aftur. Ég er semsagt nemandi Bergþór Pálssonar og hann hélt upp á 60 ára afmælistónleika sína í Eldborg. Þar söng ég með honum lagið sem ég söng með Sissel Kyrkjebø á tónleikum,“ segir Ari. Þórunn tekur þá við sögunni: „Hann birtist á sviðinu í þessu rauða jakka og í rauðum skóm og gæsahúðin var svo mikil þegar hann byrjaði að syngja og tárin byrjuðu strax að streyma og algjörlega einstök upplifun að vera í salnum.“Kom ekki á óvart Þórunn segir að það hafi ekki komið henni á óvart að Ari hafi unnið á laugardagskvöldið. „Ég hef alltaf trúað virkilega á hann Ara og lagið. Hinsvegar þegar maður er á móti svona frábæru lagi og söngvara, þá getur þetta farið á hvaða veg sem er. Ég hef oft lent í því í lífinu að hlutirnir fara ekki eins og maður ætlar sér.“ Ari segist í raun hafa farið út úr líkama sínum þegar Jón Jónsson tilkynnti að hann hefði unnið keppnina. „Ég fór bara út úr líkamanum í smá stund og horfði á sjálfan mig. Svo komu allir að knúsa mig og ég bara hugsaði vá hvað þetta er yndislegt.“ Mikið var talað um það á samfélagsmiðlum þegar Ari brotnaði niður í viðtali eftir fyrri flutninginn á laugardagskvöldið. „Mín helsta gjöf sem söngvari er að geta gefið frá mér tilfinningar í lagi. Þetta lag er með stórkostlegan boðskap og með yndislega fallega nærveru. Að fá svona fallega nærveru og ást til baka frá áhorfendum hitti mig svo beint í hjartastað og ég réði ekki við mig.“ Eins og áður segir hefur Ari komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hann lék Oliver Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009, þá aðeins 11 ára. Árið 2011 var hann síðan mættur í Galdrakarlinum í OZ í Borgarleikhúsinu en hér að neðan má sjá hann fara á kostum sem Oliver.Ari kom fyrst fram Sissel Kyrkjebø árið 2012 á jólatónleikum Frostrósa og þótti hann standa sig einstaklega vel eins og sjá má hér að neðan.Árið 2015 kom hann síðan fram í The Voice og tók til að mynd lagið Lay Me Down með Sam Smith í blindu áheyrnaprufunum og heillaði hann þar sjálfan Helga Björns eins og sjá má hér að neðan.Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau tvö í heild sinni.
Eurovision Tengdar fréttir Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. 4. mars 2018 10:50 Engin sjáanleg vandamál í símakosningunni Útilokað er með öllu að kosningakerfið hafi getað hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni. 5. mars 2018 11:25 Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45 Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision. 3. mars 2018 22:32 Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira
Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. 4. mars 2018 10:50
Engin sjáanleg vandamál í símakosningunni Útilokað er með öllu að kosningakerfið hafi getað hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni. 5. mars 2018 11:25
Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45