Fjölgun jepplinga vinnur gegn samdrætti í losun Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2018 15:14 Vinsældir jepplinga hafa farið vaxandi um allan heim. Þeir eyða að jafnaði um 30% meira en minni bílar. Aukin notkun jepplinga vinnur þannig upp á móti ávinningi af minni útblæstri frá sparneytnari bensínbílum, raf- og tvinnbílum. Vísir/AFP Ein af hverjum þremur bifreiðum sem seldar voru í heiminum í fyrra var jepplingur. Vinsældir jepplinganna þýða að hægar gengur að draga úr eldsneytiseyðslu bifreiða en áður og þar með úr losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Samkvæmt tölum bifreiðarannsóknamiðstöðvarinnar JATO Dynamics hefur markaðshlutdeild jepplinga nánast þrefaldast í heiminum á einum áratug. New York Times segir að fjölgun eyðslufrekari jepplinga sé hindrun í vegi minnkandi losunar frá bifreiðum. Jepplingar eyði að jafnaði um 30% meira en minni bílar. Losun frá samgöngum nemur um 14% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Bílar og trukkar valda stærstum hluta losunar frá samgöngum.Fjárfesta mikið í jepplingum þrátt fyrir loforð um grænni bílaNokkur árangur hefur náðst í að takmarka losun frá bifreiðum undanfarin ár, bæði með tækni sem hefur gert hefðbundna bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti sparneytnari en einnig með tilkomu raf- og tvinnbíla. Þannig jókst sparneytni bifreiða um 1,8% á ári frá 2005 til 2008. Síðan þá og fram til 2015 hefur hins vegar hægt á þeim framförum. Sparneytnin jókst þá um 1,1% á ári á heimsvísu. Stórtækar fjárfestingar í þróun eyðslufrekari jepplinga kemur á sama tíma og stórir bílaframleiðendur hafa heitið því að einbeita sér frekar að umhverfisvænni raf- og tvinnbílum. Stórfyrirtæki eins og General Motors og Volkswagen hyggja þannig á stóra landvinninga í sölu jepplinga á næstu árum. Mun meiri hagnaðarvon er í jepplingunum fyrir bílaframleiðendurna en minni bíla. Á sama tíma tapa flestir bílaframleiðendur á framleiðslu rafbíla. Spáð er að svo verði áfram fram eftir byrjun næsta áratugs. Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey áætlar að annar hver seldur bíll í Kína verði jepplingur fyrir árið 2022. Það gæti sett stórt strik í reikninginn þegar stjórnvöld reyna að koma böndum á gríðarlega loftmengun í borgum þar. Loftslagsmál Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Ein af hverjum þremur bifreiðum sem seldar voru í heiminum í fyrra var jepplingur. Vinsældir jepplinganna þýða að hægar gengur að draga úr eldsneytiseyðslu bifreiða en áður og þar með úr losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Samkvæmt tölum bifreiðarannsóknamiðstöðvarinnar JATO Dynamics hefur markaðshlutdeild jepplinga nánast þrefaldast í heiminum á einum áratug. New York Times segir að fjölgun eyðslufrekari jepplinga sé hindrun í vegi minnkandi losunar frá bifreiðum. Jepplingar eyði að jafnaði um 30% meira en minni bílar. Losun frá samgöngum nemur um 14% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Bílar og trukkar valda stærstum hluta losunar frá samgöngum.Fjárfesta mikið í jepplingum þrátt fyrir loforð um grænni bílaNokkur árangur hefur náðst í að takmarka losun frá bifreiðum undanfarin ár, bæði með tækni sem hefur gert hefðbundna bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti sparneytnari en einnig með tilkomu raf- og tvinnbíla. Þannig jókst sparneytni bifreiða um 1,8% á ári frá 2005 til 2008. Síðan þá og fram til 2015 hefur hins vegar hægt á þeim framförum. Sparneytnin jókst þá um 1,1% á ári á heimsvísu. Stórtækar fjárfestingar í þróun eyðslufrekari jepplinga kemur á sama tíma og stórir bílaframleiðendur hafa heitið því að einbeita sér frekar að umhverfisvænni raf- og tvinnbílum. Stórfyrirtæki eins og General Motors og Volkswagen hyggja þannig á stóra landvinninga í sölu jepplinga á næstu árum. Mun meiri hagnaðarvon er í jepplingunum fyrir bílaframleiðendurna en minni bíla. Á sama tíma tapa flestir bílaframleiðendur á framleiðslu rafbíla. Spáð er að svo verði áfram fram eftir byrjun næsta áratugs. Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey áætlar að annar hver seldur bíll í Kína verði jepplingur fyrir árið 2022. Það gæti sett stórt strik í reikninginn þegar stjórnvöld reyna að koma böndum á gríðarlega loftmengun í borgum þar.
Loftslagsmál Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49
Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45