Nú er lag Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. mars 2018 07:00 Eftir hartnær hundrað ár af samfelldum framförum í heilbrigðisvísindum hefur okkur tekist að útrýma skelfilegum sjúkdómum og bæta lífsgæði okkar til muna. Í þessu samhengi er það sláandi hversu litlar framfarir hafa orðið í baráttunni við krabbamein. Þó svo að mikið hafi áunnist í meðhöndlun krabbameina þá erum við álíka vel upplýst um hvernig megi koma í veg fyrir krabbamein og vísindamenn voru við upphaf 20. aldarinnar. Krabbamein er ekki nýr sjúkdómur. Hann er ævaforn og birtingarmyndir hans ótal margar. Ein slík birtingarmynd er krabbamein í blöðruhálskirtli. Að meðaltali greinast 214 karlar á Íslandi með krabbameinið á ári og á árunum 2012 til 2016 dró sjúkdómurinn 56 karlmenn að meðaltali til dauða á ári. Þetta er langsamlega algengasta krabbameinið hjá íslenskum körlum. Krabbameinsfélagið beinir í marsmánuði sjónum sínum að krabbameini í blöðruhálskirtli, þar sem félagið kallar um leið eftir nauðsynlegum stuðningi almennings og fyrirtækja og hvetur karla til að kynna sér þennan lúmska og oft lífshættulega sjúkdóm. Árvekni almennings er mikilvæg. Heilsusamlegt líferni hans sömuleiðis. En ekkert getur komið í veg fyrir sjúkdóminn, enda er hann í grunninn háður sömu lögmálum þróunarinnar og hjálpuðu okkur að sigrast á eigin veikleikum og áskorunum. Krafan um lækningu við krabbameini er eðlileg og sanngjörn. Enn brýnni er krafan um að sú þekking sem er til staðar sé nýtt til góðs. Tíunda hvert krabbamein má rekja til erfða og það hlutfall er sömuleiðis hátt þegar blöðruhálskirtilskrabbamein er annars vegar. Eins og áður hefur verið fjallað um á síðum Fréttablaðsins eru Íslendingar í einstakri stöðu til að gerast brautryðjendur í notkun erfðaupplýsinga í heilbrigðisþjónustu. Í tilfelli krabbameins í blöðruhálskirtli er vitað að tvær tegundir landnemastökkbreytinga auka líkur á meininu, þetta eru stökkbreytingar í BRCA2 og breytingar sem kenndar hafa verið við Lynch-heilkenni (MLH1, MSH2 og MSH56) en vísbendingar eru um að heilkennið sé hvergi algengara en hér. Þó svo að stóran hluta krabbameina í blöðruhálskirtli megi ekki rekja til erfða er ljóst að á Íslandi er stór hópur karla með auknar líkur á að fá sjúkdóminn, einfaldlega út frá genum sínum. Þennan hóp þarf að halda utan um, jafnvel koma til bjargar, og boða í reglubundna skimun fyrir hækkuðu gildi mótefnavaka úr blöðruhálskirtli. Nú þegar eru í gangi umfangsmiklar rannsóknir sem rýna í hvernig hægt er að framkvæma skilvirkari skimanir á þeim sem bera þessar stökkbreytingar. Við höfum daðrað við að nota þessar upplýsingar í almennri heilbrigðisþjónustu og þá sem einstaklingsmiðaðar forvarnir. Starfshópur var skipaður til að móta stefnu á þessu sviði. Þetta var í desember árið 2016 og átti niðurstaða að liggja fyrir 1. nóvember árið 2017. Enn hefur ekkert heyrst frá starfshópnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Eftir hartnær hundrað ár af samfelldum framförum í heilbrigðisvísindum hefur okkur tekist að útrýma skelfilegum sjúkdómum og bæta lífsgæði okkar til muna. Í þessu samhengi er það sláandi hversu litlar framfarir hafa orðið í baráttunni við krabbamein. Þó svo að mikið hafi áunnist í meðhöndlun krabbameina þá erum við álíka vel upplýst um hvernig megi koma í veg fyrir krabbamein og vísindamenn voru við upphaf 20. aldarinnar. Krabbamein er ekki nýr sjúkdómur. Hann er ævaforn og birtingarmyndir hans ótal margar. Ein slík birtingarmynd er krabbamein í blöðruhálskirtli. Að meðaltali greinast 214 karlar á Íslandi með krabbameinið á ári og á árunum 2012 til 2016 dró sjúkdómurinn 56 karlmenn að meðaltali til dauða á ári. Þetta er langsamlega algengasta krabbameinið hjá íslenskum körlum. Krabbameinsfélagið beinir í marsmánuði sjónum sínum að krabbameini í blöðruhálskirtli, þar sem félagið kallar um leið eftir nauðsynlegum stuðningi almennings og fyrirtækja og hvetur karla til að kynna sér þennan lúmska og oft lífshættulega sjúkdóm. Árvekni almennings er mikilvæg. Heilsusamlegt líferni hans sömuleiðis. En ekkert getur komið í veg fyrir sjúkdóminn, enda er hann í grunninn háður sömu lögmálum þróunarinnar og hjálpuðu okkur að sigrast á eigin veikleikum og áskorunum. Krafan um lækningu við krabbameini er eðlileg og sanngjörn. Enn brýnni er krafan um að sú þekking sem er til staðar sé nýtt til góðs. Tíunda hvert krabbamein má rekja til erfða og það hlutfall er sömuleiðis hátt þegar blöðruhálskirtilskrabbamein er annars vegar. Eins og áður hefur verið fjallað um á síðum Fréttablaðsins eru Íslendingar í einstakri stöðu til að gerast brautryðjendur í notkun erfðaupplýsinga í heilbrigðisþjónustu. Í tilfelli krabbameins í blöðruhálskirtli er vitað að tvær tegundir landnemastökkbreytinga auka líkur á meininu, þetta eru stökkbreytingar í BRCA2 og breytingar sem kenndar hafa verið við Lynch-heilkenni (MLH1, MSH2 og MSH56) en vísbendingar eru um að heilkennið sé hvergi algengara en hér. Þó svo að stóran hluta krabbameina í blöðruhálskirtli megi ekki rekja til erfða er ljóst að á Íslandi er stór hópur karla með auknar líkur á að fá sjúkdóminn, einfaldlega út frá genum sínum. Þennan hóp þarf að halda utan um, jafnvel koma til bjargar, og boða í reglubundna skimun fyrir hækkuðu gildi mótefnavaka úr blöðruhálskirtli. Nú þegar eru í gangi umfangsmiklar rannsóknir sem rýna í hvernig hægt er að framkvæma skilvirkari skimanir á þeim sem bera þessar stökkbreytingar. Við höfum daðrað við að nota þessar upplýsingar í almennri heilbrigðisþjónustu og þá sem einstaklingsmiðaðar forvarnir. Starfshópur var skipaður til að móta stefnu á þessu sviði. Þetta var í desember árið 2016 og átti niðurstaða að liggja fyrir 1. nóvember árið 2017. Enn hefur ekkert heyrst frá starfshópnum.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar