21 flóttamaður frá Írak og Sýrlandi komu til landsins í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. mars 2018 20:00 Frá og með deginum í dag hafa 42 arabískumælandi kvótaflóttamenn komið til landsins í boði íslenskra stjórnvalda á þessu ári Vísir/Egill Fjórar flóttafjölskyldur komu til landsins í dag en þeirra bíða ný heimili í Fjarðabyggð og á Vestfjörðum. 21 kvótaflóttamaður kom til landsins í síðustu viku en í dag kom 21 til viðbótar, sjö frá Írak og fjórtán frá Sýrlandi. Fólkið, bæði börn og fullorðnir, á það sameiginlegt að hafa þurft að flýja erfiðar aðstæður í heimalandinu og hafðist við í flóttamannabúðum í Jórdaníu áður en það kom hingað til lands í dag. „Aðstæður í Jórdaníu eru mjög erfiðar þrátt fyrir að stjórnvöld þar reyni að gera sitt besta þá hefur fólk ekki alltaf heimild til að vinna, það er spurning alltaf um heilsufar og hvort það hefur aðgang að heilsugæslu en, þetta eru allt einstaklingar sem hafa búið í borgum,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu, í samtali við Stöð 2. Fólkið mun því venjast talsvert ólíku umhverfi á Íslandi en ein fjölskyldan fer austur í Fjarðabyggð og hinar þrjár fara vestur á firði. Árið 2015 var auglýst eftir sveitarfélögum voru tilbúin að taka á móti flóttafólki og kom þá í ljós mikill áhugi að sögn Lindu. „Við skoðum auðvitað þarfir flóttamannanna og getu sveitarfélaganna og pörum það saman og það hefur gengið vel hingað til,“ segir Linda. Frá og með deginum í dag hafa því 42 arabískumælandi kvótaflóttamenn komið til landsins í boði íslenskra stjórnvalda á þessu ári og von er á hópi tíu hinsegin flóttamanna frá Úganda síðar í þessum mánuði. Hefst nú nýr kafli á Íslandi hjá þeim sem komu til landsins í dag. „Þau geta hafið nýtt líf eða haldið kannski áfram. Af því oft er það einkenni flóttamanna að þau hafa þurft að setja pásu á líf sitt og þau geta núna haldið áfram sínu lífi í nýju umhverfi þar sem ég veit að það verður tekið vel á móti þeim.“Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu.Vísir/Egill Flóttamenn Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45 Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Sjá meira
Fjórar flóttafjölskyldur komu til landsins í dag en þeirra bíða ný heimili í Fjarðabyggð og á Vestfjörðum. 21 kvótaflóttamaður kom til landsins í síðustu viku en í dag kom 21 til viðbótar, sjö frá Írak og fjórtán frá Sýrlandi. Fólkið, bæði börn og fullorðnir, á það sameiginlegt að hafa þurft að flýja erfiðar aðstæður í heimalandinu og hafðist við í flóttamannabúðum í Jórdaníu áður en það kom hingað til lands í dag. „Aðstæður í Jórdaníu eru mjög erfiðar þrátt fyrir að stjórnvöld þar reyni að gera sitt besta þá hefur fólk ekki alltaf heimild til að vinna, það er spurning alltaf um heilsufar og hvort það hefur aðgang að heilsugæslu en, þetta eru allt einstaklingar sem hafa búið í borgum,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu, í samtali við Stöð 2. Fólkið mun því venjast talsvert ólíku umhverfi á Íslandi en ein fjölskyldan fer austur í Fjarðabyggð og hinar þrjár fara vestur á firði. Árið 2015 var auglýst eftir sveitarfélögum voru tilbúin að taka á móti flóttafólki og kom þá í ljós mikill áhugi að sögn Lindu. „Við skoðum auðvitað þarfir flóttamannanna og getu sveitarfélaganna og pörum það saman og það hefur gengið vel hingað til,“ segir Linda. Frá og með deginum í dag hafa því 42 arabískumælandi kvótaflóttamenn komið til landsins í boði íslenskra stjórnvalda á þessu ári og von er á hópi tíu hinsegin flóttamanna frá Úganda síðar í þessum mánuði. Hefst nú nýr kafli á Íslandi hjá þeim sem komu til landsins í dag. „Þau geta hafið nýtt líf eða haldið kannski áfram. Af því oft er það einkenni flóttamanna að þau hafa þurft að setja pásu á líf sitt og þau geta núna haldið áfram sínu lífi í nýju umhverfi þar sem ég veit að það verður tekið vel á móti þeim.“Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu.Vísir/Egill
Flóttamenn Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45 Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Sjá meira
52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30
Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. 27. febrúar 2018 19:45
Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39