Gattuso fyrir Arsenal-leikinn: Við erum ekki Brad Pitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2018 16:00 Gennaro Gattuso og leikmenn hans. Vísir/Getty Gennaro Gattuso hefur gert flotta hluti síðan að hann tók við AC Milan liðinu í desember og á morgun mætir liðið Arsenal í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Ummæli Ítalans fyrir leikinn hafa vakið nokkra athygli. AC Milan hefur ekki tapað í þrettán leikjum í röð og hefur ekki fengið á sig mark í síðustu sex leikjum í öllum keppnum. Gattuso talaði liðið sitt aðeins niður fyrir leikinn og bætti sjálfgagnrýni við í kjölfarið. „Við erum ekki Brad Pitt. Við verðum að halda áfram að vera eins ljótir og ég með mitt skegg og dökka bauga undir augunum,“ sagði Gennaro Gattuso við Mirror. „Ég vil líka að eitt sé á hreinu. Ég er ekki góður þjálfari og bara rétt að byrja minn þjálfaraferil. Ég enginn gúru á bekknum og hef ekki afrekað neitt ennþá. Að sama skapi þá er ég ekki persónan sem sumir virðast halda að ég sé,“ sagði Gattuso.#Arsenal promised another "ugly" night in #EuropaLeague last-16 opener by famously feisty #ACMilan boss Gennaro Gattu https://t.co/RCWTnJuqVU — Arsenal Addict (@ArsenalFCAddict) March 6, 2018 AC Milan tapaði síðast á móti Atalanta á Þorláksmessu. Það var sjötti leikur liðsins undir stjórn Gattuso og þriðja tapið. Síðan þá hefur liðið unnið tíu sigra og gert þrjú jafntefli í þrettán leikjum í öllum keppnum. Gattuso átti bara að taka við liði AC Milan tímabundið á meðan félagið leitaði að eftirmanni Vincenzo Montella sem var rekinn í lok nóvember. En frábær árangur hefur komið honum sjálfum inn í myndina. AC Milan nálgast efstu liðin í deildinni heima fyrir og komið í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Gennaro Gattuso hefur gert flotta hluti síðan að hann tók við AC Milan liðinu í desember og á morgun mætir liðið Arsenal í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Ummæli Ítalans fyrir leikinn hafa vakið nokkra athygli. AC Milan hefur ekki tapað í þrettán leikjum í röð og hefur ekki fengið á sig mark í síðustu sex leikjum í öllum keppnum. Gattuso talaði liðið sitt aðeins niður fyrir leikinn og bætti sjálfgagnrýni við í kjölfarið. „Við erum ekki Brad Pitt. Við verðum að halda áfram að vera eins ljótir og ég með mitt skegg og dökka bauga undir augunum,“ sagði Gennaro Gattuso við Mirror. „Ég vil líka að eitt sé á hreinu. Ég er ekki góður þjálfari og bara rétt að byrja minn þjálfaraferil. Ég enginn gúru á bekknum og hef ekki afrekað neitt ennþá. Að sama skapi þá er ég ekki persónan sem sumir virðast halda að ég sé,“ sagði Gattuso.#Arsenal promised another "ugly" night in #EuropaLeague last-16 opener by famously feisty #ACMilan boss Gennaro Gattu https://t.co/RCWTnJuqVU — Arsenal Addict (@ArsenalFCAddict) March 6, 2018 AC Milan tapaði síðast á móti Atalanta á Þorláksmessu. Það var sjötti leikur liðsins undir stjórn Gattuso og þriðja tapið. Síðan þá hefur liðið unnið tíu sigra og gert þrjú jafntefli í þrettán leikjum í öllum keppnum. Gattuso átti bara að taka við liði AC Milan tímabundið á meðan félagið leitaði að eftirmanni Vincenzo Montella sem var rekinn í lok nóvember. En frábær árangur hefur komið honum sjálfum inn í myndina. AC Milan nálgast efstu liðin í deildinni heima fyrir og komið í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Fótbolti Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira