Var að selja krakk en komst inn í NBA-deildina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. mars 2018 22:00 Francis segir sínum mönnum í Rockets til. vísir/getty Fyrrum NBA-stjarnan Steve Francis var sjálfur hissa á því að hafa komist í NBA-deildina á sínum tíma enda var hann krakksali nokkrum árum áður en hann komst í deildina. Francis kom inn í deildina árið 1999 og sló í gegn hjá Houston Rockets. Þar var hann í fimm ár áður en hann fór til Orlando og NY Knicks. Hann tók svo eitt lokaár hjá Rockets tímabilið 2007-08 áður en hann hætti í boltanum. Hann reif reyndar skóna fram árið 2010 til þess að spila í Kína og næla sér í smá pening í leiðinni. „Ég gleymi aldrei að vera í flugvélinni með Rockets og Hakeem Olajuwon segir við mig að við séum að fara að versla kasmír-jakkaföt saman. Ég var líka að fara að spila við Gary Payton. Fjórum árum áður stóð ég á götuhorni að selja krakk,“ sagði Francis í flottri opinberun við Players Tribune þar sem leikmenn stíga fram og segja magnaða sögu sína. Francis er alinn upp í Washington D.C. á þeim tíma sem allir voru á krakki. Faðir hans sat í fangelsi og móðir hans var látin. Það var því bara gatan sem beið hans. „Krakkið eyðilagði samfélagið okkar. Þetta var eins og plága. Ég horfði á það, upplifði það og seldi það.“Francis er hann kom til Kína til þess að klára ferilinn. Frekar lifaður.vísir/gettyHann var ekki eins mikið í körfubolta og aðrir. Spilaði varla í framhaldsskóla og komst svo inn í lítinn skóla í Texas. Þar sá Maryland hann spila og tók hann yfir. Það endaði með því að Francis fór annar í nýliðavalinu árið 1999. „18 ára gamall er ég að selja dóp út á götuhorni og það er verið að ræna mig og beina að mér byssum. 22 ára er ég svo kominn í NBA-deildina,“ sagði Francis sem sló strax í gegn og var valinn nýliði ársins í deildinni. Eftir nokkur góð ár hjá Rockets var Francis skipt til Orlando Magic fyrir Tracy McGrady árið 2004. Tveimur árum síðar var hann sendur til NY Knicks fyrir Penny Hardaway. Fljótlega eftir það var eins og Francis hefði horfið af yfirborði jarðar. „Ég veit að margir voru að spyrja hvað í fjandanum hefði orðið um Steve Francis? Það var samt erfitt að lesa tómt bull á netinu um að ég væri farinn í krakkið. Ég seldi krakk en ég notaði það aldrei,“ segir Francis. „Ég var aftur að móti að drekka mjög mikið. Það getur verið jafn slæmt. Ég týndi mér í ruglinu en fór svo í meðferð.“ NBA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Fyrrum NBA-stjarnan Steve Francis var sjálfur hissa á því að hafa komist í NBA-deildina á sínum tíma enda var hann krakksali nokkrum árum áður en hann komst í deildina. Francis kom inn í deildina árið 1999 og sló í gegn hjá Houston Rockets. Þar var hann í fimm ár áður en hann fór til Orlando og NY Knicks. Hann tók svo eitt lokaár hjá Rockets tímabilið 2007-08 áður en hann hætti í boltanum. Hann reif reyndar skóna fram árið 2010 til þess að spila í Kína og næla sér í smá pening í leiðinni. „Ég gleymi aldrei að vera í flugvélinni með Rockets og Hakeem Olajuwon segir við mig að við séum að fara að versla kasmír-jakkaföt saman. Ég var líka að fara að spila við Gary Payton. Fjórum árum áður stóð ég á götuhorni að selja krakk,“ sagði Francis í flottri opinberun við Players Tribune þar sem leikmenn stíga fram og segja magnaða sögu sína. Francis er alinn upp í Washington D.C. á þeim tíma sem allir voru á krakki. Faðir hans sat í fangelsi og móðir hans var látin. Það var því bara gatan sem beið hans. „Krakkið eyðilagði samfélagið okkar. Þetta var eins og plága. Ég horfði á það, upplifði það og seldi það.“Francis er hann kom til Kína til þess að klára ferilinn. Frekar lifaður.vísir/gettyHann var ekki eins mikið í körfubolta og aðrir. Spilaði varla í framhaldsskóla og komst svo inn í lítinn skóla í Texas. Þar sá Maryland hann spila og tók hann yfir. Það endaði með því að Francis fór annar í nýliðavalinu árið 1999. „18 ára gamall er ég að selja dóp út á götuhorni og það er verið að ræna mig og beina að mér byssum. 22 ára er ég svo kominn í NBA-deildina,“ sagði Francis sem sló strax í gegn og var valinn nýliði ársins í deildinni. Eftir nokkur góð ár hjá Rockets var Francis skipt til Orlando Magic fyrir Tracy McGrady árið 2004. Tveimur árum síðar var hann sendur til NY Knicks fyrir Penny Hardaway. Fljótlega eftir það var eins og Francis hefði horfið af yfirborði jarðar. „Ég veit að margir voru að spyrja hvað í fjandanum hefði orðið um Steve Francis? Það var samt erfitt að lesa tómt bull á netinu um að ég væri farinn í krakkið. Ég seldi krakk en ég notaði það aldrei,“ segir Francis. „Ég var aftur að móti að drekka mjög mikið. Það getur verið jafn slæmt. Ég týndi mér í ruglinu en fór svo í meðferð.“
NBA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum