Ter Stegen fékk nauðungarkost 10 ára: „Ferð í mark eða yfirgefur klúbbinn“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 14:00 Ter Stegen er markvörður númer eitt hjá Barcelona. vísir/getty Marc-Andre ter Stegen er einn fremsti markmaður heims, ver mark Barcelona og þýska landsliðsins. En hann má þakka furðulegum hlaupastíl fyrir það að hann varð markvörður. Afi hans sendi ter Stegen til æfinga hjá þýska félaginu Borussia Moenchengladbach þegar hann var aðeins fjögurra ára og hann var sín fyrstu ár að læra stöðu framherja. Þegar hann var 10 ára var hann beðinn um að fara í markið því markmaðurinn var með blóðnasir. „Ég var sá eini sem vildi fara í markið svo ég leysti hann af tvo leiki. Eftir þá sagði þjálfarinn við mig að ef ég yrði ekki markmaður þá þyrfti ég að yfirgefa félagið því honum líkaði ekki hlaupastíllinn minn,“ sagði ter Stegen í viðtali við Telegraph. „Mér leið vel í marki og vildi vera áfram með félögum mínum svo þetta var aldrei spurning.“ Stuðningsmenn Barcelona þakka þessum þjálfara væntanlega vel fyrir en Þjóðverjinn hefur verið frábær í vetur. Það líða að meðaltali 450 mínútur á milli marka hjá honum í Meistaradeild Evrópu í vetur, en það eru 5 heilir fótboltaleikir. Enginn markmaður nær betri tölfræði, David de Gea hjá Manchester United er næstur með 360 mínútur á milli marka. Þá er hann með næst besta hlutfall markvarsla í stærstu deildunum 5 í Evrópu og jafn de Gea í 2.-3. sæti yfir leiki þar sem hann nær að halda marki sínu hreinu, einum leik á eftir Jan Oblak hjá Atletico Madrid sem hefur haldið hreinu í 16 leikjum á Spáni. „Þeir sem hafa ekki reynt fyrir sér í marki vita ekki hversu erfitt það er. Allar stöður eru erfiðar en sem markmaður ertu í sviðsljósinu í öllum stóru sénsum andstæðingsins. Þú getur átt 10 frábærar vörslur en svo missiru af einu skoti eða hleypir sendingu inn og það er það sem allir sjá,“ sagði Marc-Andre ter Stegen. Þjóðverjinn verður að öllum líkindum á milli stanganna í kvöld þegar Barcelona mætir á Stamford Bridge og leikur við Chelsea í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:15. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Sjá meira
Marc-Andre ter Stegen er einn fremsti markmaður heims, ver mark Barcelona og þýska landsliðsins. En hann má þakka furðulegum hlaupastíl fyrir það að hann varð markvörður. Afi hans sendi ter Stegen til æfinga hjá þýska félaginu Borussia Moenchengladbach þegar hann var aðeins fjögurra ára og hann var sín fyrstu ár að læra stöðu framherja. Þegar hann var 10 ára var hann beðinn um að fara í markið því markmaðurinn var með blóðnasir. „Ég var sá eini sem vildi fara í markið svo ég leysti hann af tvo leiki. Eftir þá sagði þjálfarinn við mig að ef ég yrði ekki markmaður þá þyrfti ég að yfirgefa félagið því honum líkaði ekki hlaupastíllinn minn,“ sagði ter Stegen í viðtali við Telegraph. „Mér leið vel í marki og vildi vera áfram með félögum mínum svo þetta var aldrei spurning.“ Stuðningsmenn Barcelona þakka þessum þjálfara væntanlega vel fyrir en Þjóðverjinn hefur verið frábær í vetur. Það líða að meðaltali 450 mínútur á milli marka hjá honum í Meistaradeild Evrópu í vetur, en það eru 5 heilir fótboltaleikir. Enginn markmaður nær betri tölfræði, David de Gea hjá Manchester United er næstur með 360 mínútur á milli marka. Þá er hann með næst besta hlutfall markvarsla í stærstu deildunum 5 í Evrópu og jafn de Gea í 2.-3. sæti yfir leiki þar sem hann nær að halda marki sínu hreinu, einum leik á eftir Jan Oblak hjá Atletico Madrid sem hefur haldið hreinu í 16 leikjum á Spáni. „Þeir sem hafa ekki reynt fyrir sér í marki vita ekki hversu erfitt það er. Allar stöður eru erfiðar en sem markmaður ertu í sviðsljósinu í öllum stóru sénsum andstæðingsins. Þú getur átt 10 frábærar vörslur en svo missiru af einu skoti eða hleypir sendingu inn og það er það sem allir sjá,“ sagði Marc-Andre ter Stegen. Þjóðverjinn verður að öllum líkindum á milli stanganna í kvöld þegar Barcelona mætir á Stamford Bridge og leikur við Chelsea í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:15.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Fleiri fréttir Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Sagði höfuðið í lagi en tekur enga sénsa með Glódísi stríðskonu Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Fullorðnir menn grétu á Ölveri Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Leifur Andri leggur skóna á hilluna María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Víkingur missir undanúrslitasætið Aðeins þúsund geta mætt á leikina mikilvægu við Noreg og Sviss Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Sjá meira