Hysknir hundaeigendur láta dýr sín drulla á Drafnarborg Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2018 11:24 Óvandaðir og latir hundaeigendur stunda það að fara inn á leikskólalóðir, þar sem þeir geta lokað hliðinu. Fara svo sjálfir í símann og leyfa hundunum að fara um, en þeir gera meira en bara hlaupa og leika sér. Dæmi eru um að hysknir hundaeigendur láti það eftir sér að senda rakka sína inn á leikskólalóðir til að gera stykki sín. Þetta vandamál er til umræðu í Facebookhópnum Vesturbærinn og er þeim sem þar kannast við málið ekki skemmt, sem von er. „Langar til að benda á að leikskólalóðir eru ekki til þess að hundaeigendur geti sleppt þeim lausum til að gera stykkin sín,“ segir málshefjandinn Halldóra Guðmundsdóttir. Hún birtir tvær fremur ókræsilegar myndir með, af hundaskít. „Þetta blasti við okkur í Drafnarborginni í morgun, ekki í fyrsta sinn og þetta þurfum við að þrífa áður en börnin okkar fara út að leika. Það hefur sést til fólks gera þetta, þannig að þetta er ekki eitthvað sem við erum að geta til um,“ segir Halldóra.Leikskólabörn útötuð í hundaskít Halldóra er aðstoðarleikskólastjóri á Drafnarborg og hún segir, í samtali við Vísi þetta vera ógeðslegt. Hún hafi sannarlega ekkert á móti hundum og hundaeigendum en velferð barnanna er henni efst í huga. Hún segir þetta viðvarandi vanda og hafi lengi verið. Og á fleiri leikskólum.Halldóra aðstoðarleiksskólastjóri á Drafnarborg segir að mælirinn sé fullur. Hún hefur ekkert á móti hundum en þessir hundaeigendur eru ekki hægt.„Mælirinn er fullur. Við skönnum útisvæðið áður en börnin eru send út. Og erum alltaf að hirða kúk upp á morgnana. En það getur verið erfitt að sjá þetta í myrkrinu. Og við erum með unga rannsakendur, allt niður í tveggja ára gamla sem eru að fara yfir þetta svæði. Ég veit ekki hvað þessum sömu hundeigendum þætti um það ef börnin þeirra kæmu heim útötuð í hundakít?“ Halldóra segir það svo að sumir hundaeigendur leiti á leikskóla, inná svæði sem hægt er að loka, sleppi hundum sínum og fari svo í símann. Þeir eru svo ekkert að spá í hvort þeir skíti í garðinn.Elskan mín farðu bara í leikskólann Ljóst er að ýmsum er brugðið og margir kannast við þetta vandamál. Ásta Kristín Svavarsdóttir segir sögu sem lýsir því svo ekki verður um villst að meðal hundaeigenda er misjafn sauður í mörgu fé. „Heyrði á tal tveggja kvenna í búð ekki alls fyrir löngu þar sem önnur þeirra var að tala um hvað það er erfitt að fara út með hundinn í þessari færð þegar hin sagði elskan mín farðu bara í leikskólann þar er hægt að loka hliðunum og þú þarft ekkert að labba, hundurinn sér um það sjálfur.“Ömurlegt að hysknir hundaeigendur eyðileggi fyrir öðrum Ásta Kristín segir svo frá að þær konur hafi fengið yfirhalningu af sinni hálfu. „Þær fengu ágætis fyrirlestur hjá mér sem var mjög skýr og hnitmiðaður,“ segir Ásta Kristín og spyr hvað sé eiginlega að fólki? „Ömurlegt hvað svona fólk eyðileggur fyrir öðrum hundaeigendum. Ekki skrýtið að það sé ekki samþykkt á nóinu að leyfa hunda í strætisvögnum, veitingahúsum og fjölbýlum. En dapurlegt fyrir þá sem hugsa vel um dýrin sín og umhverfið.“ Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
Dæmi eru um að hysknir hundaeigendur láti það eftir sér að senda rakka sína inn á leikskólalóðir til að gera stykki sín. Þetta vandamál er til umræðu í Facebookhópnum Vesturbærinn og er þeim sem þar kannast við málið ekki skemmt, sem von er. „Langar til að benda á að leikskólalóðir eru ekki til þess að hundaeigendur geti sleppt þeim lausum til að gera stykkin sín,“ segir málshefjandinn Halldóra Guðmundsdóttir. Hún birtir tvær fremur ókræsilegar myndir með, af hundaskít. „Þetta blasti við okkur í Drafnarborginni í morgun, ekki í fyrsta sinn og þetta þurfum við að þrífa áður en börnin okkar fara út að leika. Það hefur sést til fólks gera þetta, þannig að þetta er ekki eitthvað sem við erum að geta til um,“ segir Halldóra.Leikskólabörn útötuð í hundaskít Halldóra er aðstoðarleikskólastjóri á Drafnarborg og hún segir, í samtali við Vísi þetta vera ógeðslegt. Hún hafi sannarlega ekkert á móti hundum og hundaeigendum en velferð barnanna er henni efst í huga. Hún segir þetta viðvarandi vanda og hafi lengi verið. Og á fleiri leikskólum.Halldóra aðstoðarleiksskólastjóri á Drafnarborg segir að mælirinn sé fullur. Hún hefur ekkert á móti hundum en þessir hundaeigendur eru ekki hægt.„Mælirinn er fullur. Við skönnum útisvæðið áður en börnin eru send út. Og erum alltaf að hirða kúk upp á morgnana. En það getur verið erfitt að sjá þetta í myrkrinu. Og við erum með unga rannsakendur, allt niður í tveggja ára gamla sem eru að fara yfir þetta svæði. Ég veit ekki hvað þessum sömu hundeigendum þætti um það ef börnin þeirra kæmu heim útötuð í hundakít?“ Halldóra segir það svo að sumir hundaeigendur leiti á leikskóla, inná svæði sem hægt er að loka, sleppi hundum sínum og fari svo í símann. Þeir eru svo ekkert að spá í hvort þeir skíti í garðinn.Elskan mín farðu bara í leikskólann Ljóst er að ýmsum er brugðið og margir kannast við þetta vandamál. Ásta Kristín Svavarsdóttir segir sögu sem lýsir því svo ekki verður um villst að meðal hundaeigenda er misjafn sauður í mörgu fé. „Heyrði á tal tveggja kvenna í búð ekki alls fyrir löngu þar sem önnur þeirra var að tala um hvað það er erfitt að fara út með hundinn í þessari færð þegar hin sagði elskan mín farðu bara í leikskólann þar er hægt að loka hliðunum og þú þarft ekkert að labba, hundurinn sér um það sjálfur.“Ömurlegt að hysknir hundaeigendur eyðileggi fyrir öðrum Ásta Kristín segir svo frá að þær konur hafi fengið yfirhalningu af sinni hálfu. „Þær fengu ágætis fyrirlestur hjá mér sem var mjög skýr og hnitmiðaður,“ segir Ásta Kristín og spyr hvað sé eiginlega að fólki? „Ömurlegt hvað svona fólk eyðileggur fyrir öðrum hundaeigendum. Ekki skrýtið að það sé ekki samþykkt á nóinu að leyfa hunda í strætisvögnum, veitingahúsum og fjölbýlum. En dapurlegt fyrir þá sem hugsa vel um dýrin sín og umhverfið.“
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira