Assad-liðar á leið til Afrin Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2018 16:17 Tyrkir líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn og vilja reka þá Afrinhéraði Sýrlands. Vísir/AFP Herdeildir hliðhollar Sýrlandsstjórn hafa farið inn í Afrinhérað við landamæri Tyrklands en héraðið lútar stjórn Sýrlenskra Kúrda sem verjast nú árásum Tyrkja og uppreisnarmanna sem þeir standa við bakið á. Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. Stjórnarher Sýrlands kemur þó ekki að samkomulaginu, heldur er um að ræða vopnaðar sveitir sem studdar eru af Íran. Samkomulagið er til marks um hið gífurlega flókna stjórnmálalandslag Sýrlands og gæti mögulega leitt til átaka á milli Assad, Íran og mögulega Rússlands gegn Tyrklandi. Ríkismiðlar Sýrlands segja að Tyrkir hafi gert loftárásir og stórskotaárásir á Assad-liða skömmu eftir að þeir fóru inn í héraðið. Tyrkir segja þær árásir hafa verið gerðar í viðvörunarskyni og eru Assad-liðar sagðir hafa snúið við. Þá væru Assad-liðar að berjast með sýrlenskum Kúrdum, sem eru bandamenn Bandaríkjanna, gegn Tyrkjum, sem eru einnig bandamenn Bandaríkjanna í gegnum Atlantshafsbandalagið. Kúrdar sendu frá sér tilkynningu um að Assad-liðarnir myndu taka þátt í vörninni gegn Tyrkjum. Áður höfðu þeir sagt að samkomulag hefði verið gert um að stjórnarherinn myndi fara til Afrin. Þeir segjast hafa neyðst til að leita til Assad þar sem ekkert annað ríki væri tilbúið til að hjálpa þeim að verjast Tyrkjum í héraðinu.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði þó i dag að hann hefði komið í veg fyrir það samkomulag með því að hringja í Vladimir Putin, forseta Rússlands.Government militias officially entered #Afrin pic.twitter.com/CsBcoFALIk— Syrian Civil War Map (@CivilWarMap) February 20, 2018 Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Herdeildir hliðhollar Sýrlandsstjórn hafa farið inn í Afrinhérað við landamæri Tyrklands en héraðið lútar stjórn Sýrlenskra Kúrda sem verjast nú árásum Tyrkja og uppreisnarmanna sem þeir standa við bakið á. Svo virðist sem að Kúrdar og Assad-liðar hafi gert samkomulag um að stöðva sókn Tyrkja. Stjórnarher Sýrlands kemur þó ekki að samkomulaginu, heldur er um að ræða vopnaðar sveitir sem studdar eru af Íran. Samkomulagið er til marks um hið gífurlega flókna stjórnmálalandslag Sýrlands og gæti mögulega leitt til átaka á milli Assad, Íran og mögulega Rússlands gegn Tyrklandi. Ríkismiðlar Sýrlands segja að Tyrkir hafi gert loftárásir og stórskotaárásir á Assad-liða skömmu eftir að þeir fóru inn í héraðið. Tyrkir segja þær árásir hafa verið gerðar í viðvörunarskyni og eru Assad-liðar sagðir hafa snúið við. Þá væru Assad-liðar að berjast með sýrlenskum Kúrdum, sem eru bandamenn Bandaríkjanna, gegn Tyrkjum, sem eru einnig bandamenn Bandaríkjanna í gegnum Atlantshafsbandalagið. Kúrdar sendu frá sér tilkynningu um að Assad-liðarnir myndu taka þátt í vörninni gegn Tyrkjum. Áður höfðu þeir sagt að samkomulag hefði verið gert um að stjórnarherinn myndi fara til Afrin. Þeir segjast hafa neyðst til að leita til Assad þar sem ekkert annað ríki væri tilbúið til að hjálpa þeim að verjast Tyrkjum í héraðinu.Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði þó i dag að hann hefði komið í veg fyrir það samkomulag með því að hringja í Vladimir Putin, forseta Rússlands.Government militias officially entered #Afrin pic.twitter.com/CsBcoFALIk— Syrian Civil War Map (@CivilWarMap) February 20, 2018
Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira