Eiður Smári lék, eins og flestum er kunnugt um, með bæði Chelsa og Barcelona á sínum ferli, en í tilefni þess tók Facebook-síðan Dream Team saman helstu atburði á fótboltaferli Eiðs Smára sem var afar litríkur.
Meðal þess sem Dream Team rifjar upp er þegar Eiður Smári kom inná fyrir Arnór Guðjohnsen, pabba sinn, í landsleik og fyrir hvaða lið Eiður hefur spilað með í gegnum tíðina.
Þar var einnig farið yfir það helsta sem Eiður gerði með þessum tveimur stórkostlegu liðum sem mætast eins og áður segir í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin leika nú á Brúnni.
Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan.