Guðmundar- og Geirfinnsmálið: „Búið að grafa svo mikið undan nánast einu sönnunargögnum í málunum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 19:30 Endurupptökunefnd féllst í febrúar á síðasta ári á endurupptöku í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu, en aðeins á þeim ákæruliðum er vörðuðu aðild að manndrápi. Davíð Þór Björgvinsson er settur ríkissaksóknari í málinu en hann skilaði greinagerð sinni til Hæstaréttar í dag þar sem farið er fram á sýknu í öllum þeim ákæruliðum sem voru enduruppteknir.„Sú vinna sem hefur verið lögð í þetta mál undanfarin ár með skýrslu innanríkisráðherra, starfshóps innanríkisráðherra, með vinnu endurupptökunefndar og með minni vinnu, þá er það niðurstaða mín að það sé búið að grafa svo mikið undan nánast einu sönnunargögnum í málunum, sem eru játningar og framburðir vitna, að það sé ekki lengur hægt að segja að sekt sakborninganna, að því er varðar manndrápsákærurnar, hafi verið hafin yfir skynsamlegan vafa,“ segir Davíð Þór, í samtali við Stöð 2. Nú hafa verjendur sakborninganna, þeirra Tryggva Rúnars Leifssonar, Sævars Marinós Ciesielski, Kristjáns Viðars Júlíussonar ,Guðjóns Skarphéðinssonar og Alberts Klahn Skaftasonar, frest til þess að skila greinagerð af sinni hálfu. Í framhaldi af því verður málið væntanlega sett á dagskrá Hæstaréttar. Davíð segir erfitt að segja til um hversu langan tíma það ferli muni taka. Ekki var fallist á beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku en hún var á sínum tíma ekki sakfelld fyrir aðild að manndrápi. „Það eru ýmis gögn sem að hafa komið fram og ef ég á að taka eitthvað út úr þá eru það ýtarleg úttekt á fangelsisdagbókum Síðumúlafangelsisins sem eru kannski mikilvægust í þessu en það þarf ansi langt mál til að taka það út,“ segir Davíð Þór, um ný gögn sem fram hafa komið í málinu. Segja verður að staðan sé nokkuð óvenjuleg og án fordæma þar sem bæði verjendur sakborninganna og saksóknari fara fram á sýknu. Aðspurður segir Davíð Þór ekki geta sagt til um hvort málflutningur muni fara aftur fram í málinu, sú ákvörðun liggi í höndum Hæstiréttar. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Endurupptökunefnd féllst í febrúar á síðasta ári á endurupptöku í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum svokölluðu, en aðeins á þeim ákæruliðum er vörðuðu aðild að manndrápi. Davíð Þór Björgvinsson er settur ríkissaksóknari í málinu en hann skilaði greinagerð sinni til Hæstaréttar í dag þar sem farið er fram á sýknu í öllum þeim ákæruliðum sem voru enduruppteknir.„Sú vinna sem hefur verið lögð í þetta mál undanfarin ár með skýrslu innanríkisráðherra, starfshóps innanríkisráðherra, með vinnu endurupptökunefndar og með minni vinnu, þá er það niðurstaða mín að það sé búið að grafa svo mikið undan nánast einu sönnunargögnum í málunum, sem eru játningar og framburðir vitna, að það sé ekki lengur hægt að segja að sekt sakborninganna, að því er varðar manndrápsákærurnar, hafi verið hafin yfir skynsamlegan vafa,“ segir Davíð Þór, í samtali við Stöð 2. Nú hafa verjendur sakborninganna, þeirra Tryggva Rúnars Leifssonar, Sævars Marinós Ciesielski, Kristjáns Viðars Júlíussonar ,Guðjóns Skarphéðinssonar og Alberts Klahn Skaftasonar, frest til þess að skila greinagerð af sinni hálfu. Í framhaldi af því verður málið væntanlega sett á dagskrá Hæstaréttar. Davíð segir erfitt að segja til um hversu langan tíma það ferli muni taka. Ekki var fallist á beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku en hún var á sínum tíma ekki sakfelld fyrir aðild að manndrápi. „Það eru ýmis gögn sem að hafa komið fram og ef ég á að taka eitthvað út úr þá eru það ýtarleg úttekt á fangelsisdagbókum Síðumúlafangelsisins sem eru kannski mikilvægust í þessu en það þarf ansi langt mál til að taka það út,“ segir Davíð Þór, um ný gögn sem fram hafa komið í málinu. Segja verður að staðan sé nokkuð óvenjuleg og án fordæma þar sem bæði verjendur sakborninganna og saksóknari fara fram á sýknu. Aðspurður segir Davíð Þór ekki geta sagt til um hvort málflutningur muni fara aftur fram í málinu, sú ákvörðun liggi í höndum Hæstiréttar.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14
„Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10