Metall, rapp og karókívænir smellir í Laugardalnum Stefán Þór Hjartarson skrifar 22. febrúar 2018 21:00 Amerísku rokkararnir í Slayer eru upphafsmenn thrash metal stefnunnar ásamt Íslandsvinunum í Metallica og Megadeth. Íslendingar virðast ákaflega hrifnir af stefnunni. Secret Solstice hefur sent frá sér sína aðra tilkynningu fyrir hátíðina sem fer fram í Laugardalnum 21.-24. júní í sumar. Hér verður rennt í stórum dráttum yfir það sem tilkynnt hefur verið hingað til á hátíðina og skoðað það helsta sem er að frétta þar á bæ. „Það er mikil fjölbreytni í gangi. Við höfum alltaf reynt að gera eitthvað fyrir sem flesta hópa í gegnum tíðina og mér finnst það hafa gengið sérstaklega vel í ár,“ segir Bjarni Jónsson hjá Secret Solstice um hátíðina eins og hún lítur út núna. Í gær var send út önnur tilkynningin af þremur, en þar bar hæst amerísku thrash metal sveitina Slayer, en Slayer ásamt Metallica, Megadeth og Anthrax eru þær sveitir sem oftast eru sagðar hafa búið til og gert þessa tónlistarstefnu eins stóra og hún er. Thrash metall er aggressív og hröð útgáfa af metal og textagerðin hefur pönkelement. Slayer munu vera að halda í sína hinstu tónleikaferð og mögulega gæti orðið erfitt að ná í miða á tónleika í þessu ferðalagi. „Þetta eru einu tónleikarnir sem eru tilkynntir hjá þeim í Evrópu og það er svo nánast allt uppselt hjá þeim í Ameríku.“Gucci Mane er löngu orðin goðsögn í rappheiminum enda hefur hann haft gífurleg áhrif á samt því að vera mikill og stór persónuleiki - eins og ís-tattúið í andlitinu á honum sýnir fram á.Áhrifavaldur frá Atlanta Rapparinn Gucci Mane er einn af þeim sem komu trap rappinu frá Atlanta í sviðsljósið. Plötufyrirtæki hans, 1017 Records, hefur gefið út þvílíkt magn af þekktum nöfnum í senunni eins og Waka Flocka Flame, sem var eins konar lífvörður Gucci Mane áður en hann byrjaði að rappa, OJ da Juiceman, sem hætti í glæpum til að rappa en ákvað svo að snúa sér aftur að glæpunum, Chief Keef sem þrátt fyrir ungan aldur er faðir nánast alls þess sem er að gerast í nýja rappinu – þessu sem sumir kalla „mumble“ rapp, Young Scooter og fleiri. Hann átti líka þátt í því að gera Íslandsvinina í Migos að því sem þeir eru í dag ásamt því að hafa sjálfur gefið út ógrynnin öll af sóló efni. Gucci Mane er nýlega kominn úr fangelsi, er edrú og hefur aldrei litið betur út. Hann gekk í hjónaband nýverið og virðist vera á mjög góðum stað. „Það er náttúrulega geðveikt að fá Gucci, svona fyrst hann má fljúga aftur. Hann er auðvitað algjört „legend“ sem hefur gefið út endalaust af efni í gegnum tíðina. Hann er líka einn stærsti persónuleiki sem maður hefur séð í rappinu.“ Var ekkert erfitt að fá hann, hann nýkominn úr steininum og svona? „Nei, alls ekki – við töluðum við hann á akkúrat réttum tíma og vorum mjög heppnir að geta gripið hann.“Stormzy spilaði á Solstice hátíðinni 2015, þá tiltölulega óþekktur listamaður. Í dag er hann einn vinsælasti tónlistarmaður Bretlands og líklegt að hann þurfi aðeins hærri greiðslu í þetta sinn.Spilaði á Solstice áður en þú hafðir heyrt um hann Breski rapparinn Stormzy spilaði fyrst á Solstice árið 2015. Hann hafði mjög gaman af dvöl sinni á landinu og var duglegur að skella inn glensi á Snapchat-reikninginn sinn – hann virtist meðal annars vera mjög hrifinn af Sauðkrækingunum í Úlfur Úlfur. „Hann spilaði fyrsta festival giggið sitt ever hjá okkur árið 2015. Við borguðum honum einhver 600 pund þá – það er svona aaaðeins annar verðmiði á honum í dag.“Karókídrottningin og Grammy tilnefningar Einnig hefur verið tilkynnt um Bonnie Tyler, sem allir ættu að þekkja, a.m.k þeir sem hafa tekið lag í karókí í lífinu. 6lack er upprennandi listamaður sem fékk tvær tilnefningar til Grammy-verðlaunanna – besta urban platan og besta frammistaðan í röppuðu/sungnu lagi (en Kendrick Lamar og Bruno Mars hirtu, eins og annað á þessari blessuðu hátíð.) Goldlink er einnig upprennandi rappari sem hefur fengið Grammy tilnefningu, fyrir lagið Crew. Svo er það J Hus sem er tilnefndur sem besti nýliðinn á komandi Brit Awards hátíð. Total Eclipse of the Heart með Bonnie Tyler er lag sem hefur alveg verið tekið einu sinni eða tvisvar í karókí.Fleiri upprennandi listamenn munu spila í dalnum í sumar: Masego er sjálflærður saxófón- og píanóleikari sem syngur, pródúserar og er þekktur fyrir að fara með gamanmál á sviði. „Ég elska þegar fólk gerir hluti læf og að sjá Masego performa er ruglað. Hann á það til að live loopa heilu lögin á meðan hann performar,“ segir Bjarni. Hér fyrir neðan má hlusta á lagalista sem útbúinn hefur verið með þeim listamönnum sem fram koma á hátíðinni í sumar. Birtist í Fréttablaðinu Secret Solstice Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Sjá meira
Secret Solstice hefur sent frá sér sína aðra tilkynningu fyrir hátíðina sem fer fram í Laugardalnum 21.-24. júní í sumar. Hér verður rennt í stórum dráttum yfir það sem tilkynnt hefur verið hingað til á hátíðina og skoðað það helsta sem er að frétta þar á bæ. „Það er mikil fjölbreytni í gangi. Við höfum alltaf reynt að gera eitthvað fyrir sem flesta hópa í gegnum tíðina og mér finnst það hafa gengið sérstaklega vel í ár,“ segir Bjarni Jónsson hjá Secret Solstice um hátíðina eins og hún lítur út núna. Í gær var send út önnur tilkynningin af þremur, en þar bar hæst amerísku thrash metal sveitina Slayer, en Slayer ásamt Metallica, Megadeth og Anthrax eru þær sveitir sem oftast eru sagðar hafa búið til og gert þessa tónlistarstefnu eins stóra og hún er. Thrash metall er aggressív og hröð útgáfa af metal og textagerðin hefur pönkelement. Slayer munu vera að halda í sína hinstu tónleikaferð og mögulega gæti orðið erfitt að ná í miða á tónleika í þessu ferðalagi. „Þetta eru einu tónleikarnir sem eru tilkynntir hjá þeim í Evrópu og það er svo nánast allt uppselt hjá þeim í Ameríku.“Gucci Mane er löngu orðin goðsögn í rappheiminum enda hefur hann haft gífurleg áhrif á samt því að vera mikill og stór persónuleiki - eins og ís-tattúið í andlitinu á honum sýnir fram á.Áhrifavaldur frá Atlanta Rapparinn Gucci Mane er einn af þeim sem komu trap rappinu frá Atlanta í sviðsljósið. Plötufyrirtæki hans, 1017 Records, hefur gefið út þvílíkt magn af þekktum nöfnum í senunni eins og Waka Flocka Flame, sem var eins konar lífvörður Gucci Mane áður en hann byrjaði að rappa, OJ da Juiceman, sem hætti í glæpum til að rappa en ákvað svo að snúa sér aftur að glæpunum, Chief Keef sem þrátt fyrir ungan aldur er faðir nánast alls þess sem er að gerast í nýja rappinu – þessu sem sumir kalla „mumble“ rapp, Young Scooter og fleiri. Hann átti líka þátt í því að gera Íslandsvinina í Migos að því sem þeir eru í dag ásamt því að hafa sjálfur gefið út ógrynnin öll af sóló efni. Gucci Mane er nýlega kominn úr fangelsi, er edrú og hefur aldrei litið betur út. Hann gekk í hjónaband nýverið og virðist vera á mjög góðum stað. „Það er náttúrulega geðveikt að fá Gucci, svona fyrst hann má fljúga aftur. Hann er auðvitað algjört „legend“ sem hefur gefið út endalaust af efni í gegnum tíðina. Hann er líka einn stærsti persónuleiki sem maður hefur séð í rappinu.“ Var ekkert erfitt að fá hann, hann nýkominn úr steininum og svona? „Nei, alls ekki – við töluðum við hann á akkúrat réttum tíma og vorum mjög heppnir að geta gripið hann.“Stormzy spilaði á Solstice hátíðinni 2015, þá tiltölulega óþekktur listamaður. Í dag er hann einn vinsælasti tónlistarmaður Bretlands og líklegt að hann þurfi aðeins hærri greiðslu í þetta sinn.Spilaði á Solstice áður en þú hafðir heyrt um hann Breski rapparinn Stormzy spilaði fyrst á Solstice árið 2015. Hann hafði mjög gaman af dvöl sinni á landinu og var duglegur að skella inn glensi á Snapchat-reikninginn sinn – hann virtist meðal annars vera mjög hrifinn af Sauðkrækingunum í Úlfur Úlfur. „Hann spilaði fyrsta festival giggið sitt ever hjá okkur árið 2015. Við borguðum honum einhver 600 pund þá – það er svona aaaðeins annar verðmiði á honum í dag.“Karókídrottningin og Grammy tilnefningar Einnig hefur verið tilkynnt um Bonnie Tyler, sem allir ættu að þekkja, a.m.k þeir sem hafa tekið lag í karókí í lífinu. 6lack er upprennandi listamaður sem fékk tvær tilnefningar til Grammy-verðlaunanna – besta urban platan og besta frammistaðan í röppuðu/sungnu lagi (en Kendrick Lamar og Bruno Mars hirtu, eins og annað á þessari blessuðu hátíð.) Goldlink er einnig upprennandi rappari sem hefur fengið Grammy tilnefningu, fyrir lagið Crew. Svo er það J Hus sem er tilnefndur sem besti nýliðinn á komandi Brit Awards hátíð. Total Eclipse of the Heart með Bonnie Tyler er lag sem hefur alveg verið tekið einu sinni eða tvisvar í karókí.Fleiri upprennandi listamenn munu spila í dalnum í sumar: Masego er sjálflærður saxófón- og píanóleikari sem syngur, pródúserar og er þekktur fyrir að fara með gamanmál á sviði. „Ég elska þegar fólk gerir hluti læf og að sjá Masego performa er ruglað. Hann á það til að live loopa heilu lögin á meðan hann performar,“ segir Bjarni. Hér fyrir neðan má hlusta á lagalista sem útbúinn hefur verið með þeim listamönnum sem fram koma á hátíðinni í sumar.
Birtist í Fréttablaðinu Secret Solstice Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Sjá meira