Skjálfti að stærð 3,6 í Öxarfirði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 09:53 Staðsetnings skjálftans er merkt með grænni stjörnu. Stöðug skjálftahrina hefur verið í kringum Grímsey síðustu daga. Skjálfti að stærð 3,6 varð úti á Öxarfirði í morgun klukkan 07:34, um 15 kílómetra vestsuðvestur af Kópaskeri. Minni skjálftar hafa orðið í kjölfarið á svæðinu. Skjálftinn fannst í Skíðadal, nærri Dalvík, í um 90 kílómetra fjarlægð. Líkt og hrinan sem staðið hefur yfir við Grímsey, er skjálftavirknin í Öxarfirði staðsett á Grímseyjarbeltinu. „Hann var að stærðinni 3,6. Það hafa verið eftirskjálftar en ekki stórir. Það voru tveir litlir forskjálftar og svo hefur verið stöðug eftirskjálftavirkni,“ segir Sigurlaug Hjaltadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Það hafa orðið stórir skjálftar á þessu svæði, árið 1976 varð skjálfti að stærðinni 6,4 í kjölfar Kröfluelda. „Það er ólíklegt að við séum að fá stóran skjálfta þar aftur.“ Sigurlaug segir að hrinan sé ekki jafn áköf og hrinan við Grímsey. „Það getur vel verið að hrinan í Grímsey hafi hrundið af stað þessari en ég get ekki fullyrt það, en það er alveg líklegt.“ Mikil skjálftavirkni var norðaustur af Grímsey í nótt, en engin skjálftanna náði þó þriggja stiga styrkleika. Vitað er um eldvirkni á upptakasvæðinu, sem er aðeins tíu til 15 kílómetra norðaustur af eynni en vísindamenn hafa ekki séð vísbendingar um kvikuhlaup, sem gæti verið undanfari eldgoss. „Hrinan í Grímsey stendur enn yfir en hún er ekki jafn áköf og eftir stóra skjálftann eða í kringum hann. Það verða ennþá fjöldi skjálfta þar á dag,“ segir Sigurlaug. Búist er við stórum skjálfta við Grímsey en erfitt er að spá fyrir um hvenær hann verður. „Því miður er ekki hægt að segja til um það. Skjálftasagan er ekki svo vel þekkt þar sem þetta er svo fjarri landi. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá.“ Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45 Íbúarnir við öllu búnir þó að skjálftahrinan virðist vera í rénun Jarðskjálftahrinan úti fyrir Grímsey virðist vera í rénun. Íbúar í eynni eru þó við öllu búnir enda þekkt að stærri skjálftar geti orðið á þessu svæði. 20. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Skjálfti að stærð 3,6 varð úti á Öxarfirði í morgun klukkan 07:34, um 15 kílómetra vestsuðvestur af Kópaskeri. Minni skjálftar hafa orðið í kjölfarið á svæðinu. Skjálftinn fannst í Skíðadal, nærri Dalvík, í um 90 kílómetra fjarlægð. Líkt og hrinan sem staðið hefur yfir við Grímsey, er skjálftavirknin í Öxarfirði staðsett á Grímseyjarbeltinu. „Hann var að stærðinni 3,6. Það hafa verið eftirskjálftar en ekki stórir. Það voru tveir litlir forskjálftar og svo hefur verið stöðug eftirskjálftavirkni,“ segir Sigurlaug Hjaltadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Það hafa orðið stórir skjálftar á þessu svæði, árið 1976 varð skjálfti að stærðinni 6,4 í kjölfar Kröfluelda. „Það er ólíklegt að við séum að fá stóran skjálfta þar aftur.“ Sigurlaug segir að hrinan sé ekki jafn áköf og hrinan við Grímsey. „Það getur vel verið að hrinan í Grímsey hafi hrundið af stað þessari en ég get ekki fullyrt það, en það er alveg líklegt.“ Mikil skjálftavirkni var norðaustur af Grímsey í nótt, en engin skjálftanna náði þó þriggja stiga styrkleika. Vitað er um eldvirkni á upptakasvæðinu, sem er aðeins tíu til 15 kílómetra norðaustur af eynni en vísindamenn hafa ekki séð vísbendingar um kvikuhlaup, sem gæti verið undanfari eldgoss. „Hrinan í Grímsey stendur enn yfir en hún er ekki jafn áköf og eftir stóra skjálftann eða í kringum hann. Það verða ennþá fjöldi skjálfta þar á dag,“ segir Sigurlaug. Búist er við stórum skjálfta við Grímsey en erfitt er að spá fyrir um hvenær hann verður. „Því miður er ekki hægt að segja til um það. Skjálftasagan er ekki svo vel þekkt þar sem þetta er svo fjarri landi. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá.“
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45 Íbúarnir við öllu búnir þó að skjálftahrinan virðist vera í rénun Jarðskjálftahrinan úti fyrir Grímsey virðist vera í rénun. Íbúar í eynni eru þó við öllu búnir enda þekkt að stærri skjálftar geti orðið á þessu svæði. 20. febrúar 2018 21:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands. 20. febrúar 2018 19:45
Íbúarnir við öllu búnir þó að skjálftahrinan virðist vera í rénun Jarðskjálftahrinan úti fyrir Grímsey virðist vera í rénun. Íbúar í eynni eru þó við öllu búnir enda þekkt að stærri skjálftar geti orðið á þessu svæði. 20. febrúar 2018 21:00