Heimir: Áhættan fyrir mig er að íslenska landsliðið er risastórt og eftirsóknarvert þjálfarastarf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 13:45 Heimir Hallgrímsson ræðir málin við Carlos Quiroz sem þjálfar nú Íran. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fylgist með. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar að halda öllu opnu eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Hann vill sjá hvaða starfstilboð bjóðast honum fyrir utan íslenska landsliðið. „Áhættan fyrir mig er að íslenska landsliðið er risastórt og eftirsóknarvert þjálfarastarf. Það verða þjálfarar sem hafa samband og segjast vera tilbúnir að þjálfa íslenska landsliðið,“ sagði Heimir Hallgrímsson í netþættonum „Í Návígi með Gunnlaugi Jónssyni“ sem birtist á Fótbolta.net í dag. „Ég er í leiðinni að segja við Knattspyrnusambandið að því sé frjálst að skoða eitthvað annað. Ég er að setja mitt starf í hættu. Ég get ekki ætlast til þess að ég ráði því hvað Knattspyrnusambandið gerir,“ sagði Heimir. „Ég er búinn að vera lengi í þessu starfi en ég er langt í frá þreyttur á þessu. Mig langar að halda áfram. Framhaldið hjá karlalandsliðinu er geðveikt næstu ár," sagði Heimir ennfremur en hann segir að íslenska landsliðið hafi aldrei verið í betri stöðu hvað varðar að komast í lokakeppni Evrópukeppninnar. Heimir segist í viðtalinu að hann muni taka ákvörðun innan tveggja vikna eftir að HM í Rússlandi lýkur í sumar. Hann telur sig vera nú í stöðu til að taka skref erlendis sem ekki margir íslenskir þjálfarar hafa náð að taka. „Ég er í þeirri stöðu að kannski verður einhver eftirspurn og mig langar til að sjá hvað verður í boði,“ segir Heimir. „Mig langar að vera áfram og auðvitað myndi ég vilja hafa það þannig að ég gæti bara ákveðið það sjálfur eftir HM hvort ég verði áfram eða ekki. Samningurinn minn væri tilbúinn og enginn ráðinn í staðinn. Ég veit að þannig er þetta ekki í dag. Ég er að taka smá áhættu með því að fá að biðja um það að fá að bíða með þetta,“ segir Heimir en það er hægt að sjá allt viðtalið hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar að halda öllu opnu eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Hann vill sjá hvaða starfstilboð bjóðast honum fyrir utan íslenska landsliðið. „Áhættan fyrir mig er að íslenska landsliðið er risastórt og eftirsóknarvert þjálfarastarf. Það verða þjálfarar sem hafa samband og segjast vera tilbúnir að þjálfa íslenska landsliðið,“ sagði Heimir Hallgrímsson í netþættonum „Í Návígi með Gunnlaugi Jónssyni“ sem birtist á Fótbolta.net í dag. „Ég er í leiðinni að segja við Knattspyrnusambandið að því sé frjálst að skoða eitthvað annað. Ég er að setja mitt starf í hættu. Ég get ekki ætlast til þess að ég ráði því hvað Knattspyrnusambandið gerir,“ sagði Heimir. „Ég er búinn að vera lengi í þessu starfi en ég er langt í frá þreyttur á þessu. Mig langar að halda áfram. Framhaldið hjá karlalandsliðinu er geðveikt næstu ár," sagði Heimir ennfremur en hann segir að íslenska landsliðið hafi aldrei verið í betri stöðu hvað varðar að komast í lokakeppni Evrópukeppninnar. Heimir segist í viðtalinu að hann muni taka ákvörðun innan tveggja vikna eftir að HM í Rússlandi lýkur í sumar. Hann telur sig vera nú í stöðu til að taka skref erlendis sem ekki margir íslenskir þjálfarar hafa náð að taka. „Ég er í þeirri stöðu að kannski verður einhver eftirspurn og mig langar til að sjá hvað verður í boði,“ segir Heimir. „Mig langar að vera áfram og auðvitað myndi ég vilja hafa það þannig að ég gæti bara ákveðið það sjálfur eftir HM hvort ég verði áfram eða ekki. Samningurinn minn væri tilbúinn og enginn ráðinn í staðinn. Ég veit að þannig er þetta ekki í dag. Ég er að taka smá áhættu með því að fá að biðja um það að fá að bíða með þetta,“ segir Heimir en það er hægt að sjá allt viðtalið hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira