Viðreisn leitar að forystukonu fyrir framboð sitt í Reykjavíkurborg Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. febrúar 2018 07:00 Fylla þarf 23 sæti í Ráðhúsi Reykjavíkur í vor. Stjórnmálaflokkarnir eru að manna lista sína. VÍSIR/STEFÁN Forystumenn í Viðreisn leita þessa dagana að konu til að vera í forystu fyrir framboð flokksins í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er meðal annars horft til Jarþrúðar Ásmundsdóttur og Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur. Flokkurinn hefur ákveðið að hafa þann háttinn á að auglýsa eftir einstaklingum sem vilja taka þátt í framboðum flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Forystufólk úr flokknum hefur síðan haft samband við valda einstaklinga og hvatt þá til að gefa kost á sér. Búist er við því að fyrrverandi þingmaður flokksins, Pawel Bartoszek, verði efsti karlmaðurinn á listanum og verði þá annaðhvort í fyrsta eða öðru sætinu. Pawel staðfesti í gær að hann hygðist sækjast eftir sæti ofarlega á lista Viðreisnar fyrir kosningarnar.„Það brennur á mér að gera Reykjavík að enn þá betri borg,“ segir Pawel um framboð sitt. „Ég vil sjá til þess að hér verði gott skólakerfi, frábærar og fjölbreyttar samgöngur og atvinnulíf sem fær allt þetta frábæra fólk í þessum heimi, Íslendinga sem og aðra, til þess að vilja búa hér.“Sjá einnig: Pawel fer fram í borginni Bæði Jarþrúður og Þórdís Lóa hafa verið hvattar til að gefa kost á sér. Jarþrúður hefur áralanga reynslu af trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn en gekk svo til liðs við Viðreisn í aðdraganda síðustu kosninga og tók 4. sæti á lista í Reykjavík norður. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur hins vegar áratugalanga reynslu af störfum hjá Reykjavíkurborg. Hún var meðal annars framkvæmdastjóri þjónustusviðs Reykjavíkur, auk þess að hafa verið formaður Félags kvenna í atvinnulífinu um árabil.Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að lögfræðingurinn Hildur Björnsdóttir hafi verið hvött til að gefa kost á sér í framboð fyrir Viðreisn. Formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hafi meðal annars átt persónuleg samtöl við Hildi um slíkt. Hildur ákvað hins vegar að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins þegar það bauðst. Þá hefur einnig verið rætt við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur. Hún bauð sig fram í kosningum til Alþingis á lista Viðreisnar bæði í kosningunum 2016 og 2017, en náði ekki kjöri. Þorbjörg var aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra. Eftir kosningar 2017 var hún settur saksóknari hjá Ríkissaksóknara, en þar hafði hún starfað áður. Hún mun ekki sækjast eftir sæti á listanum fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Ingvar Mar leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Framsókn kynnir efstu sex sætin í borginni. 22. febrúar 2018 21:11 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Forystumenn í Viðreisn leita þessa dagana að konu til að vera í forystu fyrir framboð flokksins í Reykjavík. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er meðal annars horft til Jarþrúðar Ásmundsdóttur og Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur. Flokkurinn hefur ákveðið að hafa þann háttinn á að auglýsa eftir einstaklingum sem vilja taka þátt í framboðum flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Forystufólk úr flokknum hefur síðan haft samband við valda einstaklinga og hvatt þá til að gefa kost á sér. Búist er við því að fyrrverandi þingmaður flokksins, Pawel Bartoszek, verði efsti karlmaðurinn á listanum og verði þá annaðhvort í fyrsta eða öðru sætinu. Pawel staðfesti í gær að hann hygðist sækjast eftir sæti ofarlega á lista Viðreisnar fyrir kosningarnar.„Það brennur á mér að gera Reykjavík að enn þá betri borg,“ segir Pawel um framboð sitt. „Ég vil sjá til þess að hér verði gott skólakerfi, frábærar og fjölbreyttar samgöngur og atvinnulíf sem fær allt þetta frábæra fólk í þessum heimi, Íslendinga sem og aðra, til þess að vilja búa hér.“Sjá einnig: Pawel fer fram í borginni Bæði Jarþrúður og Þórdís Lóa hafa verið hvattar til að gefa kost á sér. Jarþrúður hefur áralanga reynslu af trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn en gekk svo til liðs við Viðreisn í aðdraganda síðustu kosninga og tók 4. sæti á lista í Reykjavík norður. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur hins vegar áratugalanga reynslu af störfum hjá Reykjavíkurborg. Hún var meðal annars framkvæmdastjóri þjónustusviðs Reykjavíkur, auk þess að hafa verið formaður Félags kvenna í atvinnulífinu um árabil.Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að lögfræðingurinn Hildur Björnsdóttir hafi verið hvött til að gefa kost á sér í framboð fyrir Viðreisn. Formaður flokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hafi meðal annars átt persónuleg samtöl við Hildi um slíkt. Hildur ákvað hins vegar að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins þegar það bauðst. Þá hefur einnig verið rætt við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur. Hún bauð sig fram í kosningum til Alþingis á lista Viðreisnar bæði í kosningunum 2016 og 2017, en náði ekki kjöri. Þorbjörg var aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra. Eftir kosningar 2017 var hún settur saksóknari hjá Ríkissaksóknara, en þar hafði hún starfað áður. Hún mun ekki sækjast eftir sæti á listanum fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Ingvar Mar leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Framsókn kynnir efstu sex sætin í borginni. 22. febrúar 2018 21:11 Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17 Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Ingvar Mar leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Framsókn kynnir efstu sex sætin í borginni. 22. febrúar 2018 21:11
Listi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktur óbreyttur Fundi Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er lokið. 22. febrúar 2018 18:17
Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29