Eina klappstýran sem klappaði gæti verið í slæmum málum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 12:30 Klappstýrurnar frá Norður-Kóreu. Vísir/Getty Ung kona frá Norður-Kóreu missti einbeitinguna í smástund í stúkunni og sér mikið eftir því í dag enda væntanlega í slæmum málum í heimalandi sínu. Klappstýrusveitin frá Norður-Kóreu vakti talsverða athygli á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Samtaka eru þær og augljóstlega þrautþjálfaðar í því að hvetja sitt íþróttafólk allar sem ein. Þær eiga hinsvegar ekki að klappa fyrir öðrum keppendum frá öðrum löndum. Það varð samt eitt „slys“ og það náðist á myndband. Það sást líka þegar félagar hennar í klappliðinu gefa henni olnbogaskot til að fá hana til að hætta að klappa. Stór hluti umfjöllunnar norður-kóreskrar sjónvarpsstöðvar um keppni dagsins var það ein klappstýran frá Norður-Kóreu hafi klappað á vitlaustum tímapunkti eða þegar bandaríska skautaparið var kynnt til leiks. Myndbandið er hér fyrir neðan. Norður-kóresku klappstýrunni varð á að klappa fyrir bandaríska skautaparinu Alexa Knierim og Chris Knierim en þær voru mættar í höllinna til að styðja við bakið á Ryom Tae-ok og Kim Ju-sik frá Norður Kóreu. Ryom Tae-ok og Kim Ju-sik enduðu í 12. sæti eða þremur sætum ofar en bandaríska parið. Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN sagði frá því að norður-kóresku klappstýrurnar séu vaktaðar af mönnum allan sólarhringinn. Þær fá ekki einu sinni að fara einar á klósettið. Ástæðan er ótti við að þær flúi land.North Korea's cheerleading squad has been out in force at the Winter Olympics pic.twitter.com/ntVoAjPOp6 — The Telegraph (@Telegraph) February 11, 2018 Þær mega heldur ekki tala við hvern sem er og þurfa að fylgja mjög ströngum reglum. Það er nefnilega kkert grín að vera í klappstýrusveitinni frá Norður-Kóreu. New York Times fjallaði líka um klappstýrusveitina og sagði frá reynlu konu af svona sveit. Hún er 35 ára í dag en var í klappstýrusveit sem táningur. Sú segir að þessar stelpur hafi örugglega þurft að æfa í marga mánuði fyrir leikana. „Stelpurnar eru valdar út frá hæð, aldri og útliti en umfram allt þurfa þær að koma frá réttu fjölskyldununm,“ saðgi þessi ónefnda kona við blaðamann New York Times.A fascinating look at the culture behind North Korea's Olympic cheerleaders #letsgetcultured2018 https://t.co/3OEOwijXUi — Mary Montgomery (@ML_Montgomery91) February 21, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu Sjá meira
Ung kona frá Norður-Kóreu missti einbeitinguna í smástund í stúkunni og sér mikið eftir því í dag enda væntanlega í slæmum málum í heimalandi sínu. Klappstýrusveitin frá Norður-Kóreu vakti talsverða athygli á vetrarólympíuleikunum í PyeongChang í Suður-Kóreu. Samtaka eru þær og augljóstlega þrautþjálfaðar í því að hvetja sitt íþróttafólk allar sem ein. Þær eiga hinsvegar ekki að klappa fyrir öðrum keppendum frá öðrum löndum. Það varð samt eitt „slys“ og það náðist á myndband. Það sást líka þegar félagar hennar í klappliðinu gefa henni olnbogaskot til að fá hana til að hætta að klappa. Stór hluti umfjöllunnar norður-kóreskrar sjónvarpsstöðvar um keppni dagsins var það ein klappstýran frá Norður-Kóreu hafi klappað á vitlaustum tímapunkti eða þegar bandaríska skautaparið var kynnt til leiks. Myndbandið er hér fyrir neðan. Norður-kóresku klappstýrunni varð á að klappa fyrir bandaríska skautaparinu Alexa Knierim og Chris Knierim en þær voru mættar í höllinna til að styðja við bakið á Ryom Tae-ok og Kim Ju-sik frá Norður Kóreu. Ryom Tae-ok og Kim Ju-sik enduðu í 12. sæti eða þremur sætum ofar en bandaríska parið. Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN sagði frá því að norður-kóresku klappstýrurnar séu vaktaðar af mönnum allan sólarhringinn. Þær fá ekki einu sinni að fara einar á klósettið. Ástæðan er ótti við að þær flúi land.North Korea's cheerleading squad has been out in force at the Winter Olympics pic.twitter.com/ntVoAjPOp6 — The Telegraph (@Telegraph) February 11, 2018 Þær mega heldur ekki tala við hvern sem er og þurfa að fylgja mjög ströngum reglum. Það er nefnilega kkert grín að vera í klappstýrusveitinni frá Norður-Kóreu. New York Times fjallaði líka um klappstýrusveitina og sagði frá reynlu konu af svona sveit. Hún er 35 ára í dag en var í klappstýrusveit sem táningur. Sú segir að þessar stelpur hafi örugglega þurft að æfa í marga mánuði fyrir leikana. „Stelpurnar eru valdar út frá hæð, aldri og útliti en umfram allt þurfa þær að koma frá réttu fjölskyldununm,“ saðgi þessi ónefnda kona við blaðamann New York Times.A fascinating look at the culture behind North Korea's Olympic cheerleaders #letsgetcultured2018 https://t.co/3OEOwijXUi — Mary Montgomery (@ML_Montgomery91) February 21, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu Sjá meira