Ólafía jafnaði besta hring mótsins │ Valdís Þóra í þriðja sæti Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 09:12 Íslandsmeistarinn 2017 hefur byrjað árið frábærlega mynd/let Valdís Þóra Jónsdóttir hélt áfram frábærri spilamennsku sinni í Ástralíu á þriðja hringnum á Ladies Classic Bonville mótinu í nótt. Skagakonan spilaði hringinn á pari vallarins, 72 höggum, og er samtals á fimm höggum undir pari. Hún fékk einn fugl og tvo skolla á fyrri níu holunum en seinni níu voru mjög skrautlegar þar sem hún fékk þrjá fugla og tvo skolla. Spilamennskan skilaði Valdísi í 3. - 6. sæti, en fjórir kylfingar eru jafnir á fimm höggum undir pari. Aðeins eitt högg er í hina ensku Holly Clyburn sem er í öðru sæti en Frakkinn Celine Boutier er efst á ellefu höggum undir pari og ætti að vera nokkuð örugg með sigurinn nema eitthvað stórkostlegt gerist á lokahringnum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti stórkostlegan hring í nótt þar sem hún lék á fimm höggum undir pari. Hún fékk örn á sjöundu holu eftir að hafa fengið skolla á sjöttu og fugl á þeirri fjórðu. Hún fékk svo fjóra fugla á seinni níu holunum en einn skolla. Ljóst er að Íþróttamaður ársins 2017 væri að berjast á toppnum, ef ekki bara í toppsætinu, ef hún hefði ekki átt hrikalegan fyrsta hring. Hún er eins og er í 20.-23. sætinu á einu höggi yfir pari, en ef hún spilar lokahringinn eins og hringinn í dag þá gæti hún blandað sér í toppbaráttuna. Það spilaði enginn kylfingur betur en Ólafía í nótt, aðeins sú franska Boutier var á sama skori og Ólafía, 67 höggum. Clyburn náði einnig sama skori á fyrsta hringnum sínum en enginn hefur farið betri hring á öllum þremur keppnisdögum mótsins. Lokahringurinn verður spilaður næstu nótt og hefst útsending frá mótinu klukkan 02:00 á Golfstöðinni. Golf Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir hélt áfram frábærri spilamennsku sinni í Ástralíu á þriðja hringnum á Ladies Classic Bonville mótinu í nótt. Skagakonan spilaði hringinn á pari vallarins, 72 höggum, og er samtals á fimm höggum undir pari. Hún fékk einn fugl og tvo skolla á fyrri níu holunum en seinni níu voru mjög skrautlegar þar sem hún fékk þrjá fugla og tvo skolla. Spilamennskan skilaði Valdísi í 3. - 6. sæti, en fjórir kylfingar eru jafnir á fimm höggum undir pari. Aðeins eitt högg er í hina ensku Holly Clyburn sem er í öðru sæti en Frakkinn Celine Boutier er efst á ellefu höggum undir pari og ætti að vera nokkuð örugg með sigurinn nema eitthvað stórkostlegt gerist á lokahringnum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti stórkostlegan hring í nótt þar sem hún lék á fimm höggum undir pari. Hún fékk örn á sjöundu holu eftir að hafa fengið skolla á sjöttu og fugl á þeirri fjórðu. Hún fékk svo fjóra fugla á seinni níu holunum en einn skolla. Ljóst er að Íþróttamaður ársins 2017 væri að berjast á toppnum, ef ekki bara í toppsætinu, ef hún hefði ekki átt hrikalegan fyrsta hring. Hún er eins og er í 20.-23. sætinu á einu höggi yfir pari, en ef hún spilar lokahringinn eins og hringinn í dag þá gæti hún blandað sér í toppbaráttuna. Það spilaði enginn kylfingur betur en Ólafía í nótt, aðeins sú franska Boutier var á sama skori og Ólafía, 67 höggum. Clyburn náði einnig sama skori á fyrsta hringnum sínum en enginn hefur farið betri hring á öllum þremur keppnisdögum mótsins. Lokahringurinn verður spilaður næstu nótt og hefst útsending frá mótinu klukkan 02:00 á Golfstöðinni.
Golf Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira