Birkir Már: Erum að leita í Noregi og Svíþjóð Anton Ingi Leifsson skrifar 26. febrúar 2018 20:00 Birkir Már Sævarsson, bakvörður Vals og íslenska landsliðsins, er ekki búinn að gefa upp vonina um að komast út til Skandinavíu á láni í rúman mánuð áður en Pepsi-deildin hefst í lok apríl. Birkir meiddist á öxl undir lok tímans hjá Hammarby, en hefur nú náð sér af þeim. Þegar hann samdi við Val var greint frá því að það væri möguleiki á að hann myndi fara á láni út og það er enn möguleiki á því. „Það varð aðeins erfiðara þegar meiðslin voru svona lengi. Ég hefði getað komist út í janúar til Englands eða Danmerkur. Það var bæði í boði,” sagði Birkir Már í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Vegna þess að meiðslin voru í svona langan tíma og ég var ekki klár fyrr en um miðjan febrúar þá voru gluggarnir lokaðir þar. Liðin voru búin að finna leikmenn og það datt upp fyrir.” Birkir Már er þó ekki búinn að gefa upp vonina um að komast út í smá deildarkeppnisfótbolta áður en íslenska deildin hefst í lok apríl. „Við erum að leita í Noregi og Svíþjóð ef einhvern vantar hægri bakvörð fyrsta mánuðinn eða fyrsta eina og hálfan mánuðinn vegna meiðsla þá er ég opin fyrir því,” sagði Birkir um það og bætti við: „Það væri betra fyrir mig persónulega að spila deildarleiki á aðeins betra leveli en hér heima en eins og levelið er á æfingum hjá Val og leikmannahópurinn það góður að þá hef ég engar áhyggjur af því að það hafi áhrif á mig.” Hann spilaði sinn fyrsta mótsleik fyrir Val í Lengjubikarnum gegn Fram á dögunum og var þetta fyrsti mótsleikur hans fyrir Val í um tíu ár. „Ég hef aldrei verið jafn spenntur fyrir undirbúningsleik. Það var frábært að komast aftur í bolta eftir þrjá til fjóra mánuði á hliðarlínunni. Mér líst mjög vel á þetta. Það er ekkert svo mikill munur á því þar sem ég hef verið í Skandinavíu og á Valsliðinu,” sagði Birkir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Birkir Már Sævarsson, bakvörður Vals og íslenska landsliðsins, er ekki búinn að gefa upp vonina um að komast út til Skandinavíu á láni í rúman mánuð áður en Pepsi-deildin hefst í lok apríl. Birkir meiddist á öxl undir lok tímans hjá Hammarby, en hefur nú náð sér af þeim. Þegar hann samdi við Val var greint frá því að það væri möguleiki á að hann myndi fara á láni út og það er enn möguleiki á því. „Það varð aðeins erfiðara þegar meiðslin voru svona lengi. Ég hefði getað komist út í janúar til Englands eða Danmerkur. Það var bæði í boði,” sagði Birkir Már í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Vegna þess að meiðslin voru í svona langan tíma og ég var ekki klár fyrr en um miðjan febrúar þá voru gluggarnir lokaðir þar. Liðin voru búin að finna leikmenn og það datt upp fyrir.” Birkir Már er þó ekki búinn að gefa upp vonina um að komast út í smá deildarkeppnisfótbolta áður en íslenska deildin hefst í lok apríl. „Við erum að leita í Noregi og Svíþjóð ef einhvern vantar hægri bakvörð fyrsta mánuðinn eða fyrsta eina og hálfan mánuðinn vegna meiðsla þá er ég opin fyrir því,” sagði Birkir um það og bætti við: „Það væri betra fyrir mig persónulega að spila deildarleiki á aðeins betra leveli en hér heima en eins og levelið er á æfingum hjá Val og leikmannahópurinn það góður að þá hef ég engar áhyggjur af því að það hafi áhrif á mig.” Hann spilaði sinn fyrsta mótsleik fyrir Val í Lengjubikarnum gegn Fram á dögunum og var þetta fyrsti mótsleikur hans fyrir Val í um tíu ár. „Ég hef aldrei verið jafn spenntur fyrir undirbúningsleik. Það var frábært að komast aftur í bolta eftir þrjá til fjóra mánuði á hliðarlínunni. Mér líst mjög vel á þetta. Það er ekkert svo mikill munur á því þar sem ég hef verið í Skandinavíu og á Valsliðinu,” sagði Birkir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Enski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Í beinni: KR - Víkingur | Víkingar geta skotist á toppinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira