Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 19:45 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Um er að ræða fimm fjölskyldur sem þurftu að flýja erfiðar aðstæður í heimalandinu og hafa sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. Um er að ræða fyrsta hópinn af þeim 52 kvótaflóttamönnum sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst að taka á móti. Á næstunni er einnig von á 10 hinsegin flóttamönnum frá Úganda, 21 einstaklingum í viðbót frá Írak og Súr sem nú bíða í flóttamannabúðum í Jórdaníu en þar voru fjölskyldurnar sem komu til landsins í dag áður en ferðalagið til Íslands hófst. „Það er búið að finna húsnæði handa þeim og tryggja allt hið nauðsynlega til að byrja með og síðan fara þau í íslenskukennslu og hefja bara nýjan kafla í sínu lífi,“ sagði Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá Velferðarráðuneytinu, í samtali við Stöð 2 við komu fólksins til landsins. Í október síðastliðnum fór Linda ásamt öðrum fulltrúum Íslands til Jórdaníu þar sem hópurinn var búinn undir komuna til Íslands. „Aðstæður fólksins eru geisilega mismunandi. Sumir hafa lengi verið á flótta, þeir hafa jafnvel verið á flótta, farið til annarra landa og endað þarna. Aðrir eru nýkomnir til Jórdaníu en það sem einkennir þau öll er að þetta eru einstaklingar í einstaklega viðkvæmri stöðu og eiga ekki möguleika á mannsæmandi lífi þar sem þau eru stödd,“ segir Linda. Öll hafa þau verið mislengi á flótta. „Ef ég man eftir rétt þá er fólkið búið að vera á flótta allt frá 11 árum og í eitt og hálft ár,“ segir Linda. Það verða því eflaust mikil viðbrigði að setjast að á Íslandi en Linda segir mikla eftirvæntingu ríkja í hópnum. „Þau eru gífurlega spennt og hafa miklar væntingar, það er vitað og þau eru mjög þakklát að komast úr þeim aðstæðum. En við vitum einnig að þetta er erfitt ferðalag þegar þú ert þvingaður frá þínu heimalandi sem að þú varst ánægður að búa á þá er þetta ávalt erfitt ferðalag,“ segir Linda. Flóttamenn Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Um er að ræða fimm fjölskyldur sem þurftu að flýja erfiðar aðstæður í heimalandinu og hafa sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. Um er að ræða fyrsta hópinn af þeim 52 kvótaflóttamönnum sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst að taka á móti. Á næstunni er einnig von á 10 hinsegin flóttamönnum frá Úganda, 21 einstaklingum í viðbót frá Írak og Súr sem nú bíða í flóttamannabúðum í Jórdaníu en þar voru fjölskyldurnar sem komu til landsins í dag áður en ferðalagið til Íslands hófst. „Það er búið að finna húsnæði handa þeim og tryggja allt hið nauðsynlega til að byrja með og síðan fara þau í íslenskukennslu og hefja bara nýjan kafla í sínu lífi,“ sagði Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá Velferðarráðuneytinu, í samtali við Stöð 2 við komu fólksins til landsins. Í október síðastliðnum fór Linda ásamt öðrum fulltrúum Íslands til Jórdaníu þar sem hópurinn var búinn undir komuna til Íslands. „Aðstæður fólksins eru geisilega mismunandi. Sumir hafa lengi verið á flótta, þeir hafa jafnvel verið á flótta, farið til annarra landa og endað þarna. Aðrir eru nýkomnir til Jórdaníu en það sem einkennir þau öll er að þetta eru einstaklingar í einstaklega viðkvæmri stöðu og eiga ekki möguleika á mannsæmandi lífi þar sem þau eru stödd,“ segir Linda. Öll hafa þau verið mislengi á flótta. „Ef ég man eftir rétt þá er fólkið búið að vera á flótta allt frá 11 árum og í eitt og hálft ár,“ segir Linda. Það verða því eflaust mikil viðbrigði að setjast að á Íslandi en Linda segir mikla eftirvæntingu ríkja í hópnum. „Þau eru gífurlega spennt og hafa miklar væntingar, það er vitað og þau eru mjög þakklát að komast úr þeim aðstæðum. En við vitum einnig að þetta er erfitt ferðalag þegar þú ert þvingaður frá þínu heimalandi sem að þú varst ánægður að búa á þá er þetta ávalt erfitt ferðalag,“ segir Linda.
Flóttamenn Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30
Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39