Heimsótti Messi og þeir fóru saman yfir Íslandsleikinn og HM-plönin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 09:30 Lionel Messi fagnar marki með Barcelona um síðustu helgi. Vísir/Getty Flestir Íslendingar eru orðnir mjög spenntir fyrir fyrsta leik íslenska fótboltalandsliðsins í úrslitakeppni HM sem verður á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu 16. júní næstkomandi. Forseti argentínska sambandsins er líka orðinn mjög spenntur. Claudio Tapia, forseti argentínska sambandins, mætti til Barcelona í þessari viku og heimsótti landsliðsfyrirliðann Lionel Messi. Messi bauð Tapia heim til sína og þar fóru þeir saman yfir Íslandsleikinn og öll HM-plönin. Argentínumenn komust alla leið í úrslitaleikinn fyrir fjórum árum síðan en töpuðu þá í framlengdum úrslitaleik á móti Þýskalandi. Þeir urðu síðast heimsmeistarar 1986 en töpuðu úrslitaleiknum líka árið 1990. Claudio Tapia lét heiminn vita af fundinum með því að birta mynd af þeim félögum á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.Una linda mañana de charla, mates y unos regalitos para el capitán de nuestra selección @argentina#messi @TeamMessipic.twitter.com/XMBw17RwVe — Chiqui Tapia (@tapiachiqui) February 26, 2018 Undirbúningur Argentínska landsliðsins fer í gegnum Barcelona því argentínska landsliðið mun eyða átta dögum í Katalóníu, frá 1. til 8. júní, áður en liðið flýgur áfram til Rússlands. Liðið mun væntanlega spilað vináttulandsleik við landslið Katalóníu á þessari viku sinni í Barcelona. Claudio Tapia hitti einnig Josep Maria Bartomeu, forseta Barcelona, í ferð sinni yfir Atlantshafið. Tapia hefur væntanlega reynt að pressa á það að Lionel Messi fái meiri hvíld á lokakafla tímabilsins en það er mikilvægt fyrir argentínska landsliðið að Messi mæti frískur inn á HM í sumar. Lionel Messi hefur skorað 22 mörk og gefið 12 stoðsendingar í 25 leikjum í spænsku deildinni en þar er Barcelona með sjö stiga forskot á Atletico Madrid. Vinni Barcelona Atletico Madrid á sunndaginn þá ætti titilinn að vera svo gott sem tryggður. Það ætti að gefa Barcelona fínt tækifæri til að hvíla Messi í síðustu deildarleikjum tímabilsins en þeir þurfa á honum að halda í hinum keppnunum eins og Meisataradeildinni þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Chelsea í fyrri leik 16 liða úrslita Meistaradeildarinnar. HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Sjá meira
Flestir Íslendingar eru orðnir mjög spenntir fyrir fyrsta leik íslenska fótboltalandsliðsins í úrslitakeppni HM sem verður á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu 16. júní næstkomandi. Forseti argentínska sambandsins er líka orðinn mjög spenntur. Claudio Tapia, forseti argentínska sambandins, mætti til Barcelona í þessari viku og heimsótti landsliðsfyrirliðann Lionel Messi. Messi bauð Tapia heim til sína og þar fóru þeir saman yfir Íslandsleikinn og öll HM-plönin. Argentínumenn komust alla leið í úrslitaleikinn fyrir fjórum árum síðan en töpuðu þá í framlengdum úrslitaleik á móti Þýskalandi. Þeir urðu síðast heimsmeistarar 1986 en töpuðu úrslitaleiknum líka árið 1990. Claudio Tapia lét heiminn vita af fundinum með því að birta mynd af þeim félögum á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.Una linda mañana de charla, mates y unos regalitos para el capitán de nuestra selección @argentina#messi @TeamMessipic.twitter.com/XMBw17RwVe — Chiqui Tapia (@tapiachiqui) February 26, 2018 Undirbúningur Argentínska landsliðsins fer í gegnum Barcelona því argentínska landsliðið mun eyða átta dögum í Katalóníu, frá 1. til 8. júní, áður en liðið flýgur áfram til Rússlands. Liðið mun væntanlega spilað vináttulandsleik við landslið Katalóníu á þessari viku sinni í Barcelona. Claudio Tapia hitti einnig Josep Maria Bartomeu, forseta Barcelona, í ferð sinni yfir Atlantshafið. Tapia hefur væntanlega reynt að pressa á það að Lionel Messi fái meiri hvíld á lokakafla tímabilsins en það er mikilvægt fyrir argentínska landsliðið að Messi mæti frískur inn á HM í sumar. Lionel Messi hefur skorað 22 mörk og gefið 12 stoðsendingar í 25 leikjum í spænsku deildinni en þar er Barcelona með sjö stiga forskot á Atletico Madrid. Vinni Barcelona Atletico Madrid á sunndaginn þá ætti titilinn að vera svo gott sem tryggður. Það ætti að gefa Barcelona fínt tækifæri til að hvíla Messi í síðustu deildarleikjum tímabilsins en þeir þurfa á honum að halda í hinum keppnunum eins og Meisataradeildinni þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Chelsea í fyrri leik 16 liða úrslita Meistaradeildarinnar.
HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Sjá meira