Seinni bylgjan: Nota myndbandsupptökur og fimm leikja bönn Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. febrúar 2018 14:00 Nokkur ljót brot sáust í 20. umferð Olís-deildar karla í handbolta og fóru sömuleiðis nokkur rauð spjöld á loft. Eitt umdeilt leit dagsins ljós í Vestmannaeyjum þar sem Róbert Sigurðarson, leikmaður ÍBV, fékk rautt fyrir að slá Ísak Rafnsson, leikmann FH. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, gjörsamlega brjálaðist þrátt fyrir að leikurinn væri unninn og aðeins 30 sekúndur voru eftir af leiknum enda gæti farið svo að Róbert fari í eins leiks bann. Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, vill að myndbandsupptökur séu notaðar meira hjá aganefnd HSÍ og þá vill hann sjá lengri bönn fyrir ljót brot til að útrýma þessu úr handboltanum. „Við eigum ekki að spila „brútal“ handbolta. Það á að taka á því. Ef það er gert eiga menn að fá rautt og bann,“ sagði Gunnar Berg og fór svo af stað. „Mig langar að spyrja að einu. Nú eru allir leikirnir teknir upp og það gerðist um daginn að Jóhann Birgir sló í typpið á einum og hann fékk eins leiks bann eftir að aganefnd skoðaði það eftir á. Af hverju getur þessi aganefnd ekki komið saman og við getum sýnt þeim allskonar atvik þar sem menn eru slegnir í andlitið.“ „Ef þetta er gert í smá tíma og menn eru dæmdir ekki bara í eins leiks bann heldur kannski fimm leiki fyrir að kýla einhvern í andlitið þá hættir þetta. Það á að taka almennilega á þessu. Suárez nartaði í einhvern Ítala og fékk sex mánaða bann. Þetta verður að vera alvöru mál og við eigum að nota þetta sem hjálpartæki.“ „Það er ekki spurning um að það eigi að nota þetta. Kannski snýst þetta um peninga eða hreinlega bara að nenna þessu hjá HSÍ og dómaranefndinni. Það er einn maður dæmdur eftir upptöku en af hverju hætta þeir þar?“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg um eldræðu Bjarna Fritz: „Kjánalegt væl“ Bjarni Fritzson sendi dómurum leiks Stjörnunnar og ÍR svakalega pillu en fékk eina sjálfur í Seinni bylgjunni. 28. febrúar 2018 11:30 Dómarafarsinn í Safamýri: „Kjánalegt að vita ekki hvaða leikmaður á að fá rautt“ Flautusirkusinn í leik Fram og Vals var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 28. febrúar 2018 10:00 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Sjá meira
Nokkur ljót brot sáust í 20. umferð Olís-deildar karla í handbolta og fóru sömuleiðis nokkur rauð spjöld á loft. Eitt umdeilt leit dagsins ljós í Vestmannaeyjum þar sem Róbert Sigurðarson, leikmaður ÍBV, fékk rautt fyrir að slá Ísak Rafnsson, leikmann FH. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, gjörsamlega brjálaðist þrátt fyrir að leikurinn væri unninn og aðeins 30 sekúndur voru eftir af leiknum enda gæti farið svo að Róbert fari í eins leiks bann. Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, vill að myndbandsupptökur séu notaðar meira hjá aganefnd HSÍ og þá vill hann sjá lengri bönn fyrir ljót brot til að útrýma þessu úr handboltanum. „Við eigum ekki að spila „brútal“ handbolta. Það á að taka á því. Ef það er gert eiga menn að fá rautt og bann,“ sagði Gunnar Berg og fór svo af stað. „Mig langar að spyrja að einu. Nú eru allir leikirnir teknir upp og það gerðist um daginn að Jóhann Birgir sló í typpið á einum og hann fékk eins leiks bann eftir að aganefnd skoðaði það eftir á. Af hverju getur þessi aganefnd ekki komið saman og við getum sýnt þeim allskonar atvik þar sem menn eru slegnir í andlitið.“ „Ef þetta er gert í smá tíma og menn eru dæmdir ekki bara í eins leiks bann heldur kannski fimm leiki fyrir að kýla einhvern í andlitið þá hættir þetta. Það á að taka almennilega á þessu. Suárez nartaði í einhvern Ítala og fékk sex mánaða bann. Þetta verður að vera alvöru mál og við eigum að nota þetta sem hjálpartæki.“ „Það er ekki spurning um að það eigi að nota þetta. Kannski snýst þetta um peninga eða hreinlega bara að nenna þessu hjá HSÍ og dómaranefndinni. Það er einn maður dæmdur eftir upptöku en af hverju hætta þeir þar?“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar Berg um eldræðu Bjarna Fritz: „Kjánalegt væl“ Bjarni Fritzson sendi dómurum leiks Stjörnunnar og ÍR svakalega pillu en fékk eina sjálfur í Seinni bylgjunni. 28. febrúar 2018 11:30 Dómarafarsinn í Safamýri: „Kjánalegt að vita ekki hvaða leikmaður á að fá rautt“ Flautusirkusinn í leik Fram og Vals var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 28. febrúar 2018 10:00 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Sjá meira
Gunnar Berg um eldræðu Bjarna Fritz: „Kjánalegt væl“ Bjarni Fritzson sendi dómurum leiks Stjörnunnar og ÍR svakalega pillu en fékk eina sjálfur í Seinni bylgjunni. 28. febrúar 2018 11:30
Dómarafarsinn í Safamýri: „Kjánalegt að vita ekki hvaða leikmaður á að fá rautt“ Flautusirkusinn í leik Fram og Vals var tekinn fyrir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 28. febrúar 2018 10:00