Innbrotsþjófur skríðandi hinn rólegasti um húsið Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2018 14:38 Þjófurinn skreið um húsið eins og snákur. Hjónunum finnst sem það sé skítugt eftir þessa óvelkomnu heimsókn. „Gott að vera með svona græju sem nær myndum af þrjóti sem þessum en óhugnanlegt að sjá innbrotsþjófa skríða um gólfin heima hjá sér. Þetta er nauðgun á heimilinu, manni finnst það skítugt eftir,“ segir Freysteinn G. Jónsson fyrrverandi flugmaður íbúi við Rauðgerði í Reykjavík. Freysteinn var staddur í Bandaríkjunum þá er Vísir ræddi við hann. Eiginkona hans Björg Magnúsdóttir birti myndir af innbrotsþjófinum á Facebooksíðu sinni, sem vakið hefur mikla athygli og nokkurn óhug.Skreið hinn rólegasti um húsið Þau hjónin eru með öryggismyndavél í húsi sínu og brá illilega í brún þegar þau sáu innbrotsþjóf athafna sig hinn rólegasti í húsi þeirra. Freysteinn á myndbandsupptöku af þjófinum og myndir. Freysteinn tilkynnti innbrotið til lögreglu sem kom á staðinn í gærkvöldi og gerði þá vettvangskönnun og skýrslu. Freysteinn hefur ekkert heyrt í þeim síðan og gerir ekkert frekar ráð fyrir því að þeir nái í skottið á þessum þrjóti þó þeir hafi dreift myndum af honum innan sinna raða.Innbrotsþjófurinn var hinn rólegasti og var í um hálftíma að athafna sig á heimilinu.Þjófurinn var hinn rólegasti, skreið um gólf og lét greipar sópa. Að sögn Freysteins var allt á rúi og stúi í húsinu en þjófurinn var einkum á höttunum eftir skartgripum, úrum og einhverju því sem hann gæti borið með sér á brott. Hann leit ekki við stærri hlutum svo sem sjónvarpi eða öðrum tækjum.Kannaði aðstæður í hverfinu „Það er gott nágrannaeftirlitið í Rauðagerðinu þar sem við búum, fólk er að fylgjast með og vitað er ef einhver er ekki heima í einhvern tíma. Fólk þekkist ágætlega,“ segir Freysteinn. Nágrannakona hans hafi tekið eftir ungum manni á vappi um hverfið, sem var eins klæddur og sjá má á meðfylgjandi myndum. Hún sá hann taka í hurðarhún frístundaheimilis þarna í hverfinu þannig að hann hefur verið að kanna álitlega staði. „Svo hefur hann látið til skara skríða þegar hann áttaði sig á því að það var enginn heima. Þjófavarnakerfið fór í gang en hann beið bara þar til slokknaði á því og svo fór hann skríðandi um húsið. Hann virðist hafa getað athafnað sig í hálftíma. Líklega er hann að skríða til að vera undir geislum skynjaranna í þjófavörninni. En, myndavélin mín tók mynd af honum þarna í stofunni. Hann er ekkert að flýta sér, liggur þarna á gólfinu og er hinn rólegasti að virða fyrir sér aðstæður.“ Þjófurinn lét til sín taka inni á baðherbergi, inni í svefnherbergi en að sögn Freysteins eru engar alvarlegar skemmdir á húsinu sjáanlegar. Þau hjónin eru væntanleg til landsins á miðvikdagsmorgun og þá verður það skoðað betur. Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldinn og sjö hundar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira
„Gott að vera með svona græju sem nær myndum af þrjóti sem þessum en óhugnanlegt að sjá innbrotsþjófa skríða um gólfin heima hjá sér. Þetta er nauðgun á heimilinu, manni finnst það skítugt eftir,“ segir Freysteinn G. Jónsson fyrrverandi flugmaður íbúi við Rauðgerði í Reykjavík. Freysteinn var staddur í Bandaríkjunum þá er Vísir ræddi við hann. Eiginkona hans Björg Magnúsdóttir birti myndir af innbrotsþjófinum á Facebooksíðu sinni, sem vakið hefur mikla athygli og nokkurn óhug.Skreið hinn rólegasti um húsið Þau hjónin eru með öryggismyndavél í húsi sínu og brá illilega í brún þegar þau sáu innbrotsþjóf athafna sig hinn rólegasti í húsi þeirra. Freysteinn á myndbandsupptöku af þjófinum og myndir. Freysteinn tilkynnti innbrotið til lögreglu sem kom á staðinn í gærkvöldi og gerði þá vettvangskönnun og skýrslu. Freysteinn hefur ekkert heyrt í þeim síðan og gerir ekkert frekar ráð fyrir því að þeir nái í skottið á þessum þrjóti þó þeir hafi dreift myndum af honum innan sinna raða.Innbrotsþjófurinn var hinn rólegasti og var í um hálftíma að athafna sig á heimilinu.Þjófurinn var hinn rólegasti, skreið um gólf og lét greipar sópa. Að sögn Freysteins var allt á rúi og stúi í húsinu en þjófurinn var einkum á höttunum eftir skartgripum, úrum og einhverju því sem hann gæti borið með sér á brott. Hann leit ekki við stærri hlutum svo sem sjónvarpi eða öðrum tækjum.Kannaði aðstæður í hverfinu „Það er gott nágrannaeftirlitið í Rauðagerðinu þar sem við búum, fólk er að fylgjast með og vitað er ef einhver er ekki heima í einhvern tíma. Fólk þekkist ágætlega,“ segir Freysteinn. Nágrannakona hans hafi tekið eftir ungum manni á vappi um hverfið, sem var eins klæddur og sjá má á meðfylgjandi myndum. Hún sá hann taka í hurðarhún frístundaheimilis þarna í hverfinu þannig að hann hefur verið að kanna álitlega staði. „Svo hefur hann látið til skara skríða þegar hann áttaði sig á því að það var enginn heima. Þjófavarnakerfið fór í gang en hann beið bara þar til slokknaði á því og svo fór hann skríðandi um húsið. Hann virðist hafa getað athafnað sig í hálftíma. Líklega er hann að skríða til að vera undir geislum skynjaranna í þjófavörninni. En, myndavélin mín tók mynd af honum þarna í stofunni. Hann er ekkert að flýta sér, liggur þarna á gólfinu og er hinn rólegasti að virða fyrir sér aðstæður.“ Þjófurinn lét til sín taka inni á baðherbergi, inni í svefnherbergi en að sögn Freysteins eru engar alvarlegar skemmdir á húsinu sjáanlegar. Þau hjónin eru væntanleg til landsins á miðvikdagsmorgun og þá verður það skoðað betur.
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Kona þungt haldinn og sjö hundar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Sjá meira