Sér veggi borgarinnar sem striga listamanna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 08:00 Þórdísi finnst Reykjavík skemmtilegri borg en fyrir nokkrum árum. Visir/anton Hverju máli skipta lýsing, litir og list í borgum? Þeirri spurningu verður leitast við að svara á fundi á Kjarvalsstöðum í kvöld sem hefst klukkan 20. Listakonan Þórdís Erla Zoëga er meðal þeirra sem þar halda erindi. Fundurinn er liður í fundaröðinni Borgin, heimkynni okkar sem umhverfis- og skipulagssvið stendur fyrir. „Ég ætla að reyna að vera mjög dipló og reyna að taka sem flest sjónarhorn,“ segir Þórdís. Hún kveðst sjá veggi borgarinnar sem striga listamanna. Það hljómar vel. Vill hún meira af útimálverkum? Þórdís segir útimálverk virkilega farin að setja svip á borgina, sérstaklega í miðbænum. „Þar eru margir gaflar með verkum á. Sumir málaðir í samstarfi við borgina en húseigendur velja líka stundum sjálfir að láta skreyta veggina hjá sér, meðal annars til að hindra krot.“ Henni finnst ófært þegar flottum listaverkjum er komið fyrir á veggjum sem ekki sjást, eins og raunin er uppi í Breiðholti, þar sem Erró er falinn bak við hátt hús. „Það verður nefnilega að velja réttu veggina.“ Sjálf skreytti Þórdís vegg við Smiðjustíginn í fyrra og listamaðurinn Arnór Kári annan við Klapparstíginn. Meiningin er að þau verk lifi fram á næsta sumar. En það tók langan tíma að klára svæðið í kring þannig að kannski verða þau uppi lengur. Annars á götulist ekkert endilega að hafa langan líftíma.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hverju máli skipta lýsing, litir og list í borgum? Þeirri spurningu verður leitast við að svara á fundi á Kjarvalsstöðum í kvöld sem hefst klukkan 20. Listakonan Þórdís Erla Zoëga er meðal þeirra sem þar halda erindi. Fundurinn er liður í fundaröðinni Borgin, heimkynni okkar sem umhverfis- og skipulagssvið stendur fyrir. „Ég ætla að reyna að vera mjög dipló og reyna að taka sem flest sjónarhorn,“ segir Þórdís. Hún kveðst sjá veggi borgarinnar sem striga listamanna. Það hljómar vel. Vill hún meira af útimálverkum? Þórdís segir útimálverk virkilega farin að setja svip á borgina, sérstaklega í miðbænum. „Þar eru margir gaflar með verkum á. Sumir málaðir í samstarfi við borgina en húseigendur velja líka stundum sjálfir að láta skreyta veggina hjá sér, meðal annars til að hindra krot.“ Henni finnst ófært þegar flottum listaverkjum er komið fyrir á veggjum sem ekki sjást, eins og raunin er uppi í Breiðholti, þar sem Erró er falinn bak við hátt hús. „Það verður nefnilega að velja réttu veggina.“ Sjálf skreytti Þórdís vegg við Smiðjustíginn í fyrra og listamaðurinn Arnór Kári annan við Klapparstíginn. Meiningin er að þau verk lifi fram á næsta sumar. En það tók langan tíma að klára svæðið í kring þannig að kannski verða þau uppi lengur. Annars á götulist ekkert endilega að hafa langan líftíma.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira