Meistaradeildin rúllar af stað Benedikt Bóas skrifar 13. febrúar 2018 06:45 Harry Kane hefur verið sjóðheitur í vetur. vísir/getty Tvö ensk lið hefja keppni í 16 liða úrslitum Meistararadeildarinnar þegar hún fer af stað í kvöld á ný. Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru í Sviss þar sem þeir mæta Basel. Búist er við frekar auðveldum sigri City í þessari viðureign. Jafnvel þótt City á einhvern undraverðan hátt tapar í kvöld þá getur Guardiola huggað sig við að árangur Basel á útivelli er ævintýralega slakur. Það er því ekki mjög hár stuðullinn á að City liðið rúlli auðveldlega áfram í næstu umferð. Tottenham fer til Ítalíu og mætir þar Juventus í Tórínó. Margir eru spenntir fyrir að sjá Harry Kane reyna sig gegn Juventus-vörninni en Kane hefur verið sjóðandi heitur upp við mark andstæðinganna og skorað nánast að vild. Hann er með sex mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni og skoraði geggjað skallamark gegn Arsenal um helgina. Það verður geggjað að fylgjast með baráttu Kane og Giorgio Chiellini. Tottenham hefur aðeins 26 leiki í útsláttarkeppni innan liðsins en Juventus eru töluvert reyndara á þessu sviði með alls 142 leiki. Toby Alderweireld ferðaðist ekki með Tottenham til Tórínó en Mauricio Pochettino ákvað að skilja hann eftir. Samningaviðræður við Belgann hafa tekið gríðarlega langan tíma en hann er sagður vilja verulega kauphækkun. Það eru einnig meiðsli hjá Juventus en þar mun vanta Juan Cuadrado, Andrea Barzagli og Blaise Matuidi og þá er spurning um argentínska snillinginn Paulo Dybala. Sá hefur komið að 17 mörkum fyrir Juventus á tímabilinu. Leikirnir tveir falla þó í skuggann á viðureign morgundagsins þegar Real Madrid tekur á móti PSG. Það er leikurinn sem heimsbyggðin hefur beðið eftir síðan dregið var í 16 liða úrslit. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Sjá meira
Tvö ensk lið hefja keppni í 16 liða úrslitum Meistararadeildarinnar þegar hún fer af stað í kvöld á ný. Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru í Sviss þar sem þeir mæta Basel. Búist er við frekar auðveldum sigri City í þessari viðureign. Jafnvel þótt City á einhvern undraverðan hátt tapar í kvöld þá getur Guardiola huggað sig við að árangur Basel á útivelli er ævintýralega slakur. Það er því ekki mjög hár stuðullinn á að City liðið rúlli auðveldlega áfram í næstu umferð. Tottenham fer til Ítalíu og mætir þar Juventus í Tórínó. Margir eru spenntir fyrir að sjá Harry Kane reyna sig gegn Juventus-vörninni en Kane hefur verið sjóðandi heitur upp við mark andstæðinganna og skorað nánast að vild. Hann er með sex mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni og skoraði geggjað skallamark gegn Arsenal um helgina. Það verður geggjað að fylgjast með baráttu Kane og Giorgio Chiellini. Tottenham hefur aðeins 26 leiki í útsláttarkeppni innan liðsins en Juventus eru töluvert reyndara á þessu sviði með alls 142 leiki. Toby Alderweireld ferðaðist ekki með Tottenham til Tórínó en Mauricio Pochettino ákvað að skilja hann eftir. Samningaviðræður við Belgann hafa tekið gríðarlega langan tíma en hann er sagður vilja verulega kauphækkun. Það eru einnig meiðsli hjá Juventus en þar mun vanta Juan Cuadrado, Andrea Barzagli og Blaise Matuidi og þá er spurning um argentínska snillinginn Paulo Dybala. Sá hefur komið að 17 mörkum fyrir Juventus á tímabilinu. Leikirnir tveir falla þó í skuggann á viðureign morgundagsins þegar Real Madrid tekur á móti PSG. Það er leikurinn sem heimsbyggðin hefur beðið eftir síðan dregið var í 16 liða úrslit.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Sjá meira