Íslensk hönnun tilnefnd til verðlauna í Noregi Benedikt Bóas skrifar 14. febrúar 2018 06:00 Þakið hefur vakið verðskuldaða athygli en hægt er að ganga upp á það og njóta stórkostlegs útsýnis. Geir Anders Rybakken Ørslien Sundlaugin Holmen í Asker er tilnefnd sem bygging ársins í Noregi og er eitt af fimm verkefnum sem hlutu tilnefninguna í ár. Tilkynnt verður um sigurvegarann þann 14. mars í tengslum við hátíðina Byggedagene í Ósló. Sundlaugin var opnuð síðastliðið sumar og hefur vakið mikla athygli. Mikill metnaður var lagður í verkefnið af hálfu sveitarfélagsins Asker sem lagði meðal annars til eina af eftirsóknarverðustu lóðunum við strandlengjuna og nýtur sundlaugin nálægðar við Óslóarfjörðinn. Hönnun hússins uppfyllir allar kröfur sem gerðar voru í upphafi. Til dæmis er hægt að ganga út á þak hússins sem er grasi vaxið og hallar mót suðri og fangar fallegt útsýnið yfir fjörðinn. Hér sjást krakkarnir æfa sundtökin inni í sundhöllinni. Mynd/Tove LaulutenAuk arkitektahönnunar sá Arkís um landslagshönnun og hafði umsjón með löggiltum byggingarleyfum. Húsið hefur þegar hlotið mikið lof og umtal í Noregi fyrir fallega hönnun. Verkfræðistofan Verkís annaðist verkefnastjórn, gerð kostnaðaráætlana og hönnun allra verkfræðilegra þátta. Sundlaugin er ein orkuhagkvæmasta sundhöll Noregs. Hátt í helmingi af orkunni sem notuð er er aflað á lóð hennar. Notaðar eru varmadælur sem sækja orku úr borholum á lóðinni, sólarrafhlöður og sólfangarar. Sundlaugin var valin eitt af svokölluðum fimmtíu fyrirmyndarverkefnum FutureBuilt í Noregi. Verkefnin eiga að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 50 prósent þegar kemur að umferð, orku- og efnisnotkun. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Sundlaugin Holmen í Asker er tilnefnd sem bygging ársins í Noregi og er eitt af fimm verkefnum sem hlutu tilnefninguna í ár. Tilkynnt verður um sigurvegarann þann 14. mars í tengslum við hátíðina Byggedagene í Ósló. Sundlaugin var opnuð síðastliðið sumar og hefur vakið mikla athygli. Mikill metnaður var lagður í verkefnið af hálfu sveitarfélagsins Asker sem lagði meðal annars til eina af eftirsóknarverðustu lóðunum við strandlengjuna og nýtur sundlaugin nálægðar við Óslóarfjörðinn. Hönnun hússins uppfyllir allar kröfur sem gerðar voru í upphafi. Til dæmis er hægt að ganga út á þak hússins sem er grasi vaxið og hallar mót suðri og fangar fallegt útsýnið yfir fjörðinn. Hér sjást krakkarnir æfa sundtökin inni í sundhöllinni. Mynd/Tove LaulutenAuk arkitektahönnunar sá Arkís um landslagshönnun og hafði umsjón með löggiltum byggingarleyfum. Húsið hefur þegar hlotið mikið lof og umtal í Noregi fyrir fallega hönnun. Verkfræðistofan Verkís annaðist verkefnastjórn, gerð kostnaðaráætlana og hönnun allra verkfræðilegra þátta. Sundlaugin er ein orkuhagkvæmasta sundhöll Noregs. Hátt í helmingi af orkunni sem notuð er er aflað á lóð hennar. Notaðar eru varmadælur sem sækja orku úr borholum á lóðinni, sólarrafhlöður og sólfangarar. Sundlaugin var valin eitt af svokölluðum fimmtíu fyrirmyndarverkefnum FutureBuilt í Noregi. Verkefnin eiga að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 50 prósent þegar kemur að umferð, orku- og efnisnotkun.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira