Krefjast þess að ESB rannsaki kaup Apple Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 VÍSIR/GETTY Ísland var eitt sjö ríkja sem kröfðust þess að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tæki kaup tæknirisans Apple á breska smáforritinu Shazam til sérstakrar skoðunar. Krafan var gerð á grundvelli evrópskrar samrunareglugerðar. Framkvæmdastjórnin segist í tilkynningu hafa ákveðnar áhyggjur af því að kaupin geti haft skaðleg áhrif á samkeppni. Því hafi hún ákveðið, að kröfu nokkurra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu, að rannsaka þau sérstaklega. Apple tilkynnti um kaupin í desember síðastliðnum. Er kaupverðið um 400 milljónir dala sem jafngildir ríflega 40 milljörðum króna. Forrit Shazam gerir fólki kleift að nota farsímann til að bera kennsl á tónlist með því að greina stutt hljóðbrot. Austurrísk stjórnvöld voru þau fyrstu til að óska eftir því að evrópsk samkeppnisyfirvöld rannsökuðu kaupin en í kjölfarið bættust sex ríki í þann hóp, þar á meðal Ísland. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ísland var eitt sjö ríkja sem kröfðust þess að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tæki kaup tæknirisans Apple á breska smáforritinu Shazam til sérstakrar skoðunar. Krafan var gerð á grundvelli evrópskrar samrunareglugerðar. Framkvæmdastjórnin segist í tilkynningu hafa ákveðnar áhyggjur af því að kaupin geti haft skaðleg áhrif á samkeppni. Því hafi hún ákveðið, að kröfu nokkurra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu, að rannsaka þau sérstaklega. Apple tilkynnti um kaupin í desember síðastliðnum. Er kaupverðið um 400 milljónir dala sem jafngildir ríflega 40 milljörðum króna. Forrit Shazam gerir fólki kleift að nota farsímann til að bera kennsl á tónlist með því að greina stutt hljóðbrot. Austurrísk stjórnvöld voru þau fyrstu til að óska eftir því að evrópsk samkeppnisyfirvöld rannsökuðu kaupin en í kjölfarið bættust sex ríki í þann hóp, þar á meðal Ísland.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira