„Vissi að hún getur klárað svona úrslit“ Telma Tómasson skrifar 16. febrúar 2018 13:15 Jakob Svavar Sigurðsson. Vísir Jakob Svavar Sigurðsson afreksknapi stóð við stóru orðin og fór með sigur af hólmi í keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi. Jakob Svavar sat gæðingshryssuna Júlíu frá Hamarsey, en þau urðu íslandsmeistarar í þessari grein á síðasta ári. Spennan hélst allt fram að síðustu mínútu því niðurstaðan í úrslitareiðinni réðst ekki fyrr en á lokametrunum og síðasta keppnisatriðinu. Viðar Ingólfsson á Pixi frá Mið-Fossum gerði mjög harða atlögu að efsta sætinu og var jafn Jakobi Svavari fyrir lokaatriðið, tölti á slökum taumi, báðir voru með 8,5 eftir frjálsu ferðina og hæga töltið. Einkunn fyrir slaka tauminn var hins vegar talsvert hærri hjá Jakobi Svavari 8,83, en 8,17 hjá Viðari, sem skilaði þeim fyrrnefnda gullinu. „Mjög sáttur, hún var mjög góð á slaka. Það var reyndar ekki að hjálpa mér þegar Viðar var í rassgatinu á mér, samt þurfti ég aldrei að leiðrétta og eftir að hann fór framúr mér var hún alveg frábær...Nei, ég var alls ekki klár með þetta allan tímann, en en ég vissi það alveg að hún getur klárað svona úrslit,“ sagði Jakob Svavar í lokin. Eftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar, fjórgang og slaktaumatölt T2, er Jakob Svavar efstur að stigum með 24 stig, en hann vann báðar greinar og er því með fullt hús. Sýningu Jakobs Svavars og Júlíu frá Hamarsey í forkeppninni í T2 má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en bein útsending var frá mótinu á Stöð 2 sport.Niðurstöður A-úrslita í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson, Júlía frá Hamarsey - 8.66 2. Viðar Ingólfsson, Pixi frá Mið-Fossum - 8.33 3. Teitur Árnason, Brúney frá Grafarkoti - 7.87 4. Elin Holst, Frami frá Ketilsstöðum - 7.41 5. Bergur Jónsson, Herdís frá Lönguhlíð - 7.20 6. Gústaf Ásgeir Hinriksson, Skorri frá Skriðulandi - 7.20 Hestar Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira
Jakob Svavar Sigurðsson afreksknapi stóð við stóru orðin og fór með sigur af hólmi í keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi. Jakob Svavar sat gæðingshryssuna Júlíu frá Hamarsey, en þau urðu íslandsmeistarar í þessari grein á síðasta ári. Spennan hélst allt fram að síðustu mínútu því niðurstaðan í úrslitareiðinni réðst ekki fyrr en á lokametrunum og síðasta keppnisatriðinu. Viðar Ingólfsson á Pixi frá Mið-Fossum gerði mjög harða atlögu að efsta sætinu og var jafn Jakobi Svavari fyrir lokaatriðið, tölti á slökum taumi, báðir voru með 8,5 eftir frjálsu ferðina og hæga töltið. Einkunn fyrir slaka tauminn var hins vegar talsvert hærri hjá Jakobi Svavari 8,83, en 8,17 hjá Viðari, sem skilaði þeim fyrrnefnda gullinu. „Mjög sáttur, hún var mjög góð á slaka. Það var reyndar ekki að hjálpa mér þegar Viðar var í rassgatinu á mér, samt þurfti ég aldrei að leiðrétta og eftir að hann fór framúr mér var hún alveg frábær...Nei, ég var alls ekki klár með þetta allan tímann, en en ég vissi það alveg að hún getur klárað svona úrslit,“ sagði Jakob Svavar í lokin. Eftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar, fjórgang og slaktaumatölt T2, er Jakob Svavar efstur að stigum með 24 stig, en hann vann báðar greinar og er því með fullt hús. Sýningu Jakobs Svavars og Júlíu frá Hamarsey í forkeppninni í T2 má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en bein útsending var frá mótinu á Stöð 2 sport.Niðurstöður A-úrslita í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson, Júlía frá Hamarsey - 8.66 2. Viðar Ingólfsson, Pixi frá Mið-Fossum - 8.33 3. Teitur Árnason, Brúney frá Grafarkoti - 7.87 4. Elin Holst, Frami frá Ketilsstöðum - 7.41 5. Bergur Jónsson, Herdís frá Lönguhlíð - 7.20 6. Gústaf Ásgeir Hinriksson, Skorri frá Skriðulandi - 7.20
Hestar Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjá meira