Það hlýtur bara að vera eitthvað í vatninu hérna Magnús Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2018 11:00 Celia Harrison og Sesselja Hlín Jónasardóttir, skipuleggjendur Listar í ljósi. List í ljósi er listahátíð sem er haldin á Seyðisfirði og stendur nú sem hæst. Hátíðin er haldin nánast alfarið utandyra og dreifist víðsvegar um miðbæ Seyðisfjarðar. Sesselja Hlín Jónasardóttir, önnur af forsvarskonum hátíðarinnar ásamt Celiu Harrisson, segir að mikið sé lagt í það af hálfu bæjarbúa að vel takist til við hátíðina. „Við slökkvum öll ljós og íbúarnir slökkva heima hjá sér þannig að bærinn er fyrst í algjöru myrkri en svo lýsum við hann upp með listaverkum. Þannig að þetta er alveg sérstaklega falleg hátíð sem er haldin til þess að fagna komu sólarinnar eftir fjóra mánuði án hennar,“ segir Sesselja. Þetta er þriðja árið sem hátíðin er haldin og Sesselja segir að það hafi allt frá upphafi gengið mjög vel og að listamennirnir komi víða að.Verk eftir Ómar Bogason á List í ljósi á síðasta ári.„Við erum með listamenn frá Nýja-Sjálandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Þýskalandi og þannig mætti áfram telja ásamt þeim íslensku listamönnum sem koma til þess að taka þátt. Fyrir árið fengum við um 200 umsóknir og við erum alveg ótrúlega glöð yfir þessum mikla áhuga listamanna á því að taka þátt í hátíðinni en það þarf kannski ekki að koma á óvart að það sé eftirsóknarvert að koma til Seyðisfjarðar enda óvíða viðlíka fallegt og gott að vera. Þessi hátíð á þessum stað er sannarlega falin perla fyrir listamenn því þegar það er búið að slökkva ljósin í bænum þá fá verkin að njóta sín í svo algjöru myrkri án allrar ljósmengunar sem væri einfaldlega ekki hægt að losna við í stærri bæ. Þannig að fyrir bæði listamenn og gesti hátíðarinnar er þetta frábær upplifun. Alveg frá upphafi hefur ljós og hreyfing legið til grundvallar í öllum verkum og það skapar mikla sérstöðu fyrir hátíðina og gerir hana mjög svo eftirsóknarverða,“ segir Sesselja. Hún bætir við að það sé þeim mikilvægt hvað bæjarbúar hafa allt frá upphafi verið duglegir við að bæði njóta hátíðarinnar og taka virkan þátt. „Það væri einfaldlega ekki hægt að halda þessari hátíð úti án þessa samfélags, án þessa dásamlega fólks sem er að koma með kökur til okkar til þess að setja smá sykur í kroppinn og halda okkur gangandi. Það er líka talað um þessa hátíð allt árið og við finnum vel hvað fólk hlakkar mikið til. Við finnum að bæjarbúum finnst að þeir eigi þessa hátíð og það er alveg dásamlegt, nákvæmlega það sem stefnt var að. Þessi stuðningur bæjarins og íbúanna er okkur ómetanlegur.“En hvað veldur þessum mikla krafti í lista- og menningarlífinu á Seyðisfirði? „Ég veit það ekki, það hlýtur bara að vera eitthvað í vatninu hérna. Hér er allt iðandi í menningu og það er hvergi skemmtilegra að búa en á Seyðisfirði.“ Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
List í ljósi er listahátíð sem er haldin á Seyðisfirði og stendur nú sem hæst. Hátíðin er haldin nánast alfarið utandyra og dreifist víðsvegar um miðbæ Seyðisfjarðar. Sesselja Hlín Jónasardóttir, önnur af forsvarskonum hátíðarinnar ásamt Celiu Harrisson, segir að mikið sé lagt í það af hálfu bæjarbúa að vel takist til við hátíðina. „Við slökkvum öll ljós og íbúarnir slökkva heima hjá sér þannig að bærinn er fyrst í algjöru myrkri en svo lýsum við hann upp með listaverkum. Þannig að þetta er alveg sérstaklega falleg hátíð sem er haldin til þess að fagna komu sólarinnar eftir fjóra mánuði án hennar,“ segir Sesselja. Þetta er þriðja árið sem hátíðin er haldin og Sesselja segir að það hafi allt frá upphafi gengið mjög vel og að listamennirnir komi víða að.Verk eftir Ómar Bogason á List í ljósi á síðasta ári.„Við erum með listamenn frá Nýja-Sjálandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Þýskalandi og þannig mætti áfram telja ásamt þeim íslensku listamönnum sem koma til þess að taka þátt. Fyrir árið fengum við um 200 umsóknir og við erum alveg ótrúlega glöð yfir þessum mikla áhuga listamanna á því að taka þátt í hátíðinni en það þarf kannski ekki að koma á óvart að það sé eftirsóknarvert að koma til Seyðisfjarðar enda óvíða viðlíka fallegt og gott að vera. Þessi hátíð á þessum stað er sannarlega falin perla fyrir listamenn því þegar það er búið að slökkva ljósin í bænum þá fá verkin að njóta sín í svo algjöru myrkri án allrar ljósmengunar sem væri einfaldlega ekki hægt að losna við í stærri bæ. Þannig að fyrir bæði listamenn og gesti hátíðarinnar er þetta frábær upplifun. Alveg frá upphafi hefur ljós og hreyfing legið til grundvallar í öllum verkum og það skapar mikla sérstöðu fyrir hátíðina og gerir hana mjög svo eftirsóknarverða,“ segir Sesselja. Hún bætir við að það sé þeim mikilvægt hvað bæjarbúar hafa allt frá upphafi verið duglegir við að bæði njóta hátíðarinnar og taka virkan þátt. „Það væri einfaldlega ekki hægt að halda þessari hátíð úti án þessa samfélags, án þessa dásamlega fólks sem er að koma með kökur til okkar til þess að setja smá sykur í kroppinn og halda okkur gangandi. Það er líka talað um þessa hátíð allt árið og við finnum vel hvað fólk hlakkar mikið til. Við finnum að bæjarbúum finnst að þeir eigi þessa hátíð og það er alveg dásamlegt, nákvæmlega það sem stefnt var að. Þessi stuðningur bæjarins og íbúanna er okkur ómetanlegur.“En hvað veldur þessum mikla krafti í lista- og menningarlífinu á Seyðisfirði? „Ég veit það ekki, það hlýtur bara að vera eitthvað í vatninu hérna. Hér er allt iðandi í menningu og það er hvergi skemmtilegra að búa en á Seyðisfirði.“
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira