Það hlýtur bara að vera eitthvað í vatninu hérna Magnús Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2018 11:00 Celia Harrison og Sesselja Hlín Jónasardóttir, skipuleggjendur Listar í ljósi. List í ljósi er listahátíð sem er haldin á Seyðisfirði og stendur nú sem hæst. Hátíðin er haldin nánast alfarið utandyra og dreifist víðsvegar um miðbæ Seyðisfjarðar. Sesselja Hlín Jónasardóttir, önnur af forsvarskonum hátíðarinnar ásamt Celiu Harrisson, segir að mikið sé lagt í það af hálfu bæjarbúa að vel takist til við hátíðina. „Við slökkvum öll ljós og íbúarnir slökkva heima hjá sér þannig að bærinn er fyrst í algjöru myrkri en svo lýsum við hann upp með listaverkum. Þannig að þetta er alveg sérstaklega falleg hátíð sem er haldin til þess að fagna komu sólarinnar eftir fjóra mánuði án hennar,“ segir Sesselja. Þetta er þriðja árið sem hátíðin er haldin og Sesselja segir að það hafi allt frá upphafi gengið mjög vel og að listamennirnir komi víða að.Verk eftir Ómar Bogason á List í ljósi á síðasta ári.„Við erum með listamenn frá Nýja-Sjálandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Þýskalandi og þannig mætti áfram telja ásamt þeim íslensku listamönnum sem koma til þess að taka þátt. Fyrir árið fengum við um 200 umsóknir og við erum alveg ótrúlega glöð yfir þessum mikla áhuga listamanna á því að taka þátt í hátíðinni en það þarf kannski ekki að koma á óvart að það sé eftirsóknarvert að koma til Seyðisfjarðar enda óvíða viðlíka fallegt og gott að vera. Þessi hátíð á þessum stað er sannarlega falin perla fyrir listamenn því þegar það er búið að slökkva ljósin í bænum þá fá verkin að njóta sín í svo algjöru myrkri án allrar ljósmengunar sem væri einfaldlega ekki hægt að losna við í stærri bæ. Þannig að fyrir bæði listamenn og gesti hátíðarinnar er þetta frábær upplifun. Alveg frá upphafi hefur ljós og hreyfing legið til grundvallar í öllum verkum og það skapar mikla sérstöðu fyrir hátíðina og gerir hana mjög svo eftirsóknarverða,“ segir Sesselja. Hún bætir við að það sé þeim mikilvægt hvað bæjarbúar hafa allt frá upphafi verið duglegir við að bæði njóta hátíðarinnar og taka virkan þátt. „Það væri einfaldlega ekki hægt að halda þessari hátíð úti án þessa samfélags, án þessa dásamlega fólks sem er að koma með kökur til okkar til þess að setja smá sykur í kroppinn og halda okkur gangandi. Það er líka talað um þessa hátíð allt árið og við finnum vel hvað fólk hlakkar mikið til. Við finnum að bæjarbúum finnst að þeir eigi þessa hátíð og það er alveg dásamlegt, nákvæmlega það sem stefnt var að. Þessi stuðningur bæjarins og íbúanna er okkur ómetanlegur.“En hvað veldur þessum mikla krafti í lista- og menningarlífinu á Seyðisfirði? „Ég veit það ekki, það hlýtur bara að vera eitthvað í vatninu hérna. Hér er allt iðandi í menningu og það er hvergi skemmtilegra að búa en á Seyðisfirði.“ Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
List í ljósi er listahátíð sem er haldin á Seyðisfirði og stendur nú sem hæst. Hátíðin er haldin nánast alfarið utandyra og dreifist víðsvegar um miðbæ Seyðisfjarðar. Sesselja Hlín Jónasardóttir, önnur af forsvarskonum hátíðarinnar ásamt Celiu Harrisson, segir að mikið sé lagt í það af hálfu bæjarbúa að vel takist til við hátíðina. „Við slökkvum öll ljós og íbúarnir slökkva heima hjá sér þannig að bærinn er fyrst í algjöru myrkri en svo lýsum við hann upp með listaverkum. Þannig að þetta er alveg sérstaklega falleg hátíð sem er haldin til þess að fagna komu sólarinnar eftir fjóra mánuði án hennar,“ segir Sesselja. Þetta er þriðja árið sem hátíðin er haldin og Sesselja segir að það hafi allt frá upphafi gengið mjög vel og að listamennirnir komi víða að.Verk eftir Ómar Bogason á List í ljósi á síðasta ári.„Við erum með listamenn frá Nýja-Sjálandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Þýskalandi og þannig mætti áfram telja ásamt þeim íslensku listamönnum sem koma til þess að taka þátt. Fyrir árið fengum við um 200 umsóknir og við erum alveg ótrúlega glöð yfir þessum mikla áhuga listamanna á því að taka þátt í hátíðinni en það þarf kannski ekki að koma á óvart að það sé eftirsóknarvert að koma til Seyðisfjarðar enda óvíða viðlíka fallegt og gott að vera. Þessi hátíð á þessum stað er sannarlega falin perla fyrir listamenn því þegar það er búið að slökkva ljósin í bænum þá fá verkin að njóta sín í svo algjöru myrkri án allrar ljósmengunar sem væri einfaldlega ekki hægt að losna við í stærri bæ. Þannig að fyrir bæði listamenn og gesti hátíðarinnar er þetta frábær upplifun. Alveg frá upphafi hefur ljós og hreyfing legið til grundvallar í öllum verkum og það skapar mikla sérstöðu fyrir hátíðina og gerir hana mjög svo eftirsóknarverða,“ segir Sesselja. Hún bætir við að það sé þeim mikilvægt hvað bæjarbúar hafa allt frá upphafi verið duglegir við að bæði njóta hátíðarinnar og taka virkan þátt. „Það væri einfaldlega ekki hægt að halda þessari hátíð úti án þessa samfélags, án þessa dásamlega fólks sem er að koma með kökur til okkar til þess að setja smá sykur í kroppinn og halda okkur gangandi. Það er líka talað um þessa hátíð allt árið og við finnum vel hvað fólk hlakkar mikið til. Við finnum að bæjarbúum finnst að þeir eigi þessa hátíð og það er alveg dásamlegt, nákvæmlega það sem stefnt var að. Þessi stuðningur bæjarins og íbúanna er okkur ómetanlegur.“En hvað veldur þessum mikla krafti í lista- og menningarlífinu á Seyðisfirði? „Ég veit það ekki, það hlýtur bara að vera eitthvað í vatninu hérna. Hér er allt iðandi í menningu og það er hvergi skemmtilegra að búa en á Seyðisfirði.“
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira