Nýtt gervigras í Garðabæinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2018 10:30 Stjarnan - Rossiyanka, Meistaradeildin, knattspyrna, fótbolti Nýtt gervigras verður lagt á Samsung-völlinn, aðalfótboltavöll Stjörnunnar, núna í vor. Verkið hefur verið boðið út og var auglýst um helgina. Tilboð í verkið skulu hafa borist 28. febrúar. Athygli vekur að nýja gervigrasið á að vera komið á Samsung-völlinn eigi síðar en 19. apríl. Aðeins níu dögum síðar tekur Stjarnan á móti Keflavík í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sæmundur Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur engar áhyggjur af því að tíminn þarna á milli sé of stuttur. „Við gerum væntingar um að verkinu verði lokið þarna,“ segir Sæmundur í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að það hafi staðið til í nokkurn tíma að leggja nýtt gervigras á Samsung-völlinn. „Það hefur verið nokkuð ljóst síðan síðasta gras var lagt 2012 að við þyrftum að skipta um eftir einhvern tíma. Og nú er komið að því,“ segir Sæmundur en gervigras var fyrst lagt á Samsung-völlinn 2004. En er þessi ákvörðun, að skipta um gervigras, tekin vegna þátttöku Stjörnunnar í Evrópukeppni? „Gervigras þarf alltaf að uppfylla ákveðnar kröfur. Það fer reglulega í prófun. Kröfurnar eru alltaf að verða meiri og meiri,“ segir Sæmundur. Að hans sögn er gervigrasið á Samsung-vellinum, sem var lagt fyrir sex árum, enn nothæft og engin slysahætta af því. Það sé einfaldlega kominn tími til að endurnýja gervigrasið sem er jafnan í mikilli notkun. Sæmundur segir að leikmenn eigi ekki þurfa tíma til að venjast nýja gervigrasinu áður en það verður byrjað að spila á því. „Er þetta ekki eins fyrir alla? Það er nýtt gras í Kórnum. Menn þurfa engan aðlögunartíma myndi ég halda,“ segir Sæmundur sem bíður spenntur eftir fyrsta heimaleik Stjörnunnar í sumar, á nýja gervigrasinu sem verður fyrsta flokks. „Það verður nýtt og glæsilegt gervigras með öllu sem því fylgir,“ segir Sæmundur og tekur fram að vökvunarkerfi sé ekki hluti af þessu útboði. „Við væntum þess að vökvunarkerfi muni bætast við á næstu misserum,“ segir Sæmundur að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Nýtt gervigras verður lagt á Samsung-völlinn, aðalfótboltavöll Stjörnunnar, núna í vor. Verkið hefur verið boðið út og var auglýst um helgina. Tilboð í verkið skulu hafa borist 28. febrúar. Athygli vekur að nýja gervigrasið á að vera komið á Samsung-völlinn eigi síðar en 19. apríl. Aðeins níu dögum síðar tekur Stjarnan á móti Keflavík í 1. umferð Pepsi-deildar karla. Sæmundur Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, hefur engar áhyggjur af því að tíminn þarna á milli sé of stuttur. „Við gerum væntingar um að verkinu verði lokið þarna,“ segir Sæmundur í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að það hafi staðið til í nokkurn tíma að leggja nýtt gervigras á Samsung-völlinn. „Það hefur verið nokkuð ljóst síðan síðasta gras var lagt 2012 að við þyrftum að skipta um eftir einhvern tíma. Og nú er komið að því,“ segir Sæmundur en gervigras var fyrst lagt á Samsung-völlinn 2004. En er þessi ákvörðun, að skipta um gervigras, tekin vegna þátttöku Stjörnunnar í Evrópukeppni? „Gervigras þarf alltaf að uppfylla ákveðnar kröfur. Það fer reglulega í prófun. Kröfurnar eru alltaf að verða meiri og meiri,“ segir Sæmundur. Að hans sögn er gervigrasið á Samsung-vellinum, sem var lagt fyrir sex árum, enn nothæft og engin slysahætta af því. Það sé einfaldlega kominn tími til að endurnýja gervigrasið sem er jafnan í mikilli notkun. Sæmundur segir að leikmenn eigi ekki þurfa tíma til að venjast nýja gervigrasinu áður en það verður byrjað að spila á því. „Er þetta ekki eins fyrir alla? Það er nýtt gras í Kórnum. Menn þurfa engan aðlögunartíma myndi ég halda,“ segir Sæmundur sem bíður spenntur eftir fyrsta heimaleik Stjörnunnar í sumar, á nýja gervigrasinu sem verður fyrsta flokks. „Það verður nýtt og glæsilegt gervigras með öllu sem því fylgir,“ segir Sæmundur og tekur fram að vökvunarkerfi sé ekki hluti af þessu útboði. „Við væntum þess að vökvunarkerfi muni bætast við á næstu misserum,“ segir Sæmundur að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira