Föngum á Litla-Hrauni skipt upp vegna hótana Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 06:00 Litla-Hraun er stærsta fangelsi landsins. Vísir/Eyþór Tveir fangar, sem hafa haft sig hvað mest frammi í svokölluðu verkfalli á Litla-Hrauni, hafa verið fluttir á Hólmsheiði, meðal annars vegna hótana og ógnana í garð starfsmanna fangelsisins og samfanga. Hótanirnar hafa til að mynda beinst gegn Halldóri Vali Pálssyni, forstöðumanni Litla-Hrauns, og verið tilkynntar lögreglu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fangarnir ákváðu í upphafi viku að mæta hvorki til skóla né starfa eftir að íþróttasal Litla-Hrauns var lokað, en það var gert í kjölfar árásar á átján ára hælisleitanda í salnum. Segja fangarnir að um sé að ræða hóprefsingu og fara fram á að slíkum refsingum verði hætt tafarlaust. Þá eru þeir ósáttir við umfjöllun um árásina þar sem fram hafi komið að ráðist hafi verið á piltinn sökum kynþáttafordóma, en þeir segja þær ásakanir úr lausu lofti gripnar. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir að útlit sé fyrir að ró sé að færast yfir hópinn og að einhverjir séu farnir að mæta til skóla og vinnu. Hann tekur á sama tíma fram að félagið standi ekki að baki mótmælunum, en að verið sé að miðla málum í samvinnu við fangelsismálayfirvöld. Aðspurður segist hann ekki kannast við meintar hótanir en segir það miður ef rétt reynist. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að verið sé að vinna í málinu. „Það er mikilvægt að fangar geti sótt vinnu og stundað nám í fangelsinu og það er okkar verkefni að tryggja það. Við höfum átt samskipti við Afstöðu og það er sameiginlegur vilji til að láta þessa hluti ganga upp,“ segir Páll, sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Heimildir blaðsins herma að um tiltekinn hóp fanga sé að ræða og aðrir fangar hafi ekki átt annars úrkosta en að taka þátt í aðgerðum hópsins, þrátt fyrir að hafa viljað mæta í skóla eða vinnu. Þeir vilji síður setja sig upp á móti umræddum föngum, sem eru þekktir og margdæmdir ofbeldismenn. Halldór Valur, forstöðumaður Litla-Hrauns, vildi ekki svara fyrirspurnum fjölmiðla þegar eftir því var leitað. Fangelsismál Tengdar fréttir Fangar á Litla-Hrauni í verkfalli Fangar mæta hvorki til náms né starfa á Litla-Hrauni. Eru ósáttir við hóprefsingar í kjölfar líkamsárásar í síðustu viku og mikils óróa gætir. Aðgerðum þeirra verður mætt af fullri hörku af hálfu fangelsisyfirvalda. 31. janúar 2018 06:45 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Tveir fangar, sem hafa haft sig hvað mest frammi í svokölluðu verkfalli á Litla-Hrauni, hafa verið fluttir á Hólmsheiði, meðal annars vegna hótana og ógnana í garð starfsmanna fangelsisins og samfanga. Hótanirnar hafa til að mynda beinst gegn Halldóri Vali Pálssyni, forstöðumanni Litla-Hrauns, og verið tilkynntar lögreglu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fangarnir ákváðu í upphafi viku að mæta hvorki til skóla né starfa eftir að íþróttasal Litla-Hrauns var lokað, en það var gert í kjölfar árásar á átján ára hælisleitanda í salnum. Segja fangarnir að um sé að ræða hóprefsingu og fara fram á að slíkum refsingum verði hætt tafarlaust. Þá eru þeir ósáttir við umfjöllun um árásina þar sem fram hafi komið að ráðist hafi verið á piltinn sökum kynþáttafordóma, en þeir segja þær ásakanir úr lausu lofti gripnar. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir að útlit sé fyrir að ró sé að færast yfir hópinn og að einhverjir séu farnir að mæta til skóla og vinnu. Hann tekur á sama tíma fram að félagið standi ekki að baki mótmælunum, en að verið sé að miðla málum í samvinnu við fangelsismálayfirvöld. Aðspurður segist hann ekki kannast við meintar hótanir en segir það miður ef rétt reynist. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að verið sé að vinna í málinu. „Það er mikilvægt að fangar geti sótt vinnu og stundað nám í fangelsinu og það er okkar verkefni að tryggja það. Við höfum átt samskipti við Afstöðu og það er sameiginlegur vilji til að láta þessa hluti ganga upp,“ segir Páll, sem vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Heimildir blaðsins herma að um tiltekinn hóp fanga sé að ræða og aðrir fangar hafi ekki átt annars úrkosta en að taka þátt í aðgerðum hópsins, þrátt fyrir að hafa viljað mæta í skóla eða vinnu. Þeir vilji síður setja sig upp á móti umræddum föngum, sem eru þekktir og margdæmdir ofbeldismenn. Halldór Valur, forstöðumaður Litla-Hrauns, vildi ekki svara fyrirspurnum fjölmiðla þegar eftir því var leitað.
Fangelsismál Tengdar fréttir Fangar á Litla-Hrauni í verkfalli Fangar mæta hvorki til náms né starfa á Litla-Hrauni. Eru ósáttir við hóprefsingar í kjölfar líkamsárásar í síðustu viku og mikils óróa gætir. Aðgerðum þeirra verður mætt af fullri hörku af hálfu fangelsisyfirvalda. 31. janúar 2018 06:45 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Fangar á Litla-Hrauni í verkfalli Fangar mæta hvorki til náms né starfa á Litla-Hrauni. Eru ósáttir við hóprefsingar í kjölfar líkamsárásar í síðustu viku og mikils óróa gætir. Aðgerðum þeirra verður mætt af fullri hörku af hálfu fangelsisyfirvalda. 31. janúar 2018 06:45
Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50