Einn skrambi og tveir fuglar á fyrsta hring Valdísar á árinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 11:15 Valdís Þóra Jónsdóttir. LET/Tristan Jones Valdís Þóra Jónsdóttir lék fyrsta hringinn á á Oates Vic mótinu í Ástralíu á tveimur höggum yfir pari sem skilar henni upp í 63. sæti eftir átján holur. Valdís Þóra er að keppa á Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra hóf leik á tíunda teig og var á pari eftir fyrstu níu holurnar. Hún fékk einn skolla og einn fugl á fyrri níu. Seinni níu byrjuðu hinsvegar ekki vel því Skagastelpan fékk skramba á holu eitt þegar hún lék par fjögur holuna á sex höggum. Valdís Þóra var síðan með einn fugl og einn skolla á síðustu átta holunum og endaði hringinn því á tveimur höggum yfir pari. Þetta er fyrsta mót ársins hjá Valdísi á LET Evrópumótaröðinni og mótið er það fyrsta á tímabilinu á sterkustu mótaröð Evrópu. Mótið heitir Oates Vic og er það mjög sérstakt þar sem keppt er á Evrópumótaröð karla á sama velli á sama tíma. Verðlaunaféð er jafnhátt í karla – og kvennaflokki, og er það einsdæmi í atvinnugolfinu. Keppt er á tveimur völlum, Beach og Creek, og hefur Valdís leik á Beach vellinum. Valdís Þóra keppti á þessu móti í fyrra og endaði í 51. sæti en þetta er annað tímabil hennar á sterkustu mótaröð Evrópu. Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir lék fyrsta hringinn á á Oates Vic mótinu í Ástralíu á tveimur höggum yfir pari sem skilar henni upp í 63. sæti eftir átján holur. Valdís Þóra er að keppa á Evrópumótaröðinni. Valdís Þóra hóf leik á tíunda teig og var á pari eftir fyrstu níu holurnar. Hún fékk einn skolla og einn fugl á fyrri níu. Seinni níu byrjuðu hinsvegar ekki vel því Skagastelpan fékk skramba á holu eitt þegar hún lék par fjögur holuna á sex höggum. Valdís Þóra var síðan með einn fugl og einn skolla á síðustu átta holunum og endaði hringinn því á tveimur höggum yfir pari. Þetta er fyrsta mót ársins hjá Valdísi á LET Evrópumótaröðinni og mótið er það fyrsta á tímabilinu á sterkustu mótaröð Evrópu. Mótið heitir Oates Vic og er það mjög sérstakt þar sem keppt er á Evrópumótaröð karla á sama velli á sama tíma. Verðlaunaféð er jafnhátt í karla – og kvennaflokki, og er það einsdæmi í atvinnugolfinu. Keppt er á tveimur völlum, Beach og Creek, og hefur Valdís leik á Beach vellinum. Valdís Þóra keppti á þessu móti í fyrra og endaði í 51. sæti en þetta er annað tímabil hennar á sterkustu mótaröð Evrópu.
Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira