Kominn í stóra slaginn Telma Tómasson skrifar 2. febrúar 2018 15:15 Elin Holst. Vísir Tveir knapar, þau Ásmundur Ernir Snorrason og Elin Holst, deildu þriðja til fjórða sætinu með sömu einkunn í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í gærkvöldi, en lokaskor beggja var 7.50. Hlutkesti var varpað til að skera úr um hvort þeirra hlyti þriðja sætið og var Ásmundur Ernir svo heppinn að veðja á rétta hlið peningsins. Ásmundur Ernir tefldi fram Frægi frá Strandarhöfði og var gott samspil einkennandi fyrir sýningu hans. Frægur er mikill uppáhaldshestur Ásmundar, sem segir hann hafa einstakt geðslag, vera afar samstarfsfúsan auk þess að búa yfir frábærum gangtegundum. „Ég er mjög ánægður með Fræg minn,“ sagði Ásmundur Ernir þegar niðurstaðan var ljós. „Maður er kominn í stóra slaginn, ég er ánægður með það. Þetta var mjög gaman. Ég er mjög sáttur með hvernig klárinn og verður gaman að þróa hann áfram.“Elin Holst var sigurvegari fjórgangskeppninnar í Meistaradeild Cintamani í fyrra, en hestur hennar Frami frá Ketilsstöðum er mikið uppbyggður og hæfileikaríkur. Frami átti ekki sína allra bestu sýningu í gærkvöldi, smáhnökrar hafa væntanlega dregið einkunn Elinar aðeins niður og hlaut hún fjórða sætið eftir hlutkestið. „Þetta var ágætt, mjög fínt, en mér finnst hann eiga inni á feti og hægu tölti,“ sagði Elin Holst eftir forkeppnina. Sýningar þeirra Ásmundar Ernis og Elinar Holst í forkeppninni má sjá í meðfylgjandi myndskeiðum, en Meistaradeildin var í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.Niðurstöður A-úrslita í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson - Júlía frá Hamarsey - Lífland - 7.70 2. Árni Björn Pálsson - Flaumur frá Sólvangi - Top Reiter - 7.63 3-4. Ásmundur Ernir Snorrason - Frægur frá Strandarhöfði - Auðsholtshjáleiga / Horse export - 7.50 3-4. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 7.50 5. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Óskar frá Breiðstöðum - Ganghestar / Margrétarhof / Equitec - 7.17 6. Þórdís Erla Gunnarsdóttir - Sproti frá Enni - Auðsholtshjáleiga / Horse export - 7.07 Hestar Tengdar fréttir „Við munum berjast, þetta er rétt að byrja“ Árni Björn Pálsson gerði atlögu að fyrsta sætinu á glæsihestinum Flaumi frá Sólvangi í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í gær. 2. febrúar 2018 14:15 „Gaman að komast í fyrsta sætið“ Jakob Svavar Sigurðsson fór með sigur af hólmi í fjórgangi á stólpahryssunni Júlíu frá Hamarsey í fyrstu keppni í mótaröð Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum. 2. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
Tveir knapar, þau Ásmundur Ernir Snorrason og Elin Holst, deildu þriðja til fjórða sætinu með sömu einkunn í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í gærkvöldi, en lokaskor beggja var 7.50. Hlutkesti var varpað til að skera úr um hvort þeirra hlyti þriðja sætið og var Ásmundur Ernir svo heppinn að veðja á rétta hlið peningsins. Ásmundur Ernir tefldi fram Frægi frá Strandarhöfði og var gott samspil einkennandi fyrir sýningu hans. Frægur er mikill uppáhaldshestur Ásmundar, sem segir hann hafa einstakt geðslag, vera afar samstarfsfúsan auk þess að búa yfir frábærum gangtegundum. „Ég er mjög ánægður með Fræg minn,“ sagði Ásmundur Ernir þegar niðurstaðan var ljós. „Maður er kominn í stóra slaginn, ég er ánægður með það. Þetta var mjög gaman. Ég er mjög sáttur með hvernig klárinn og verður gaman að þróa hann áfram.“Elin Holst var sigurvegari fjórgangskeppninnar í Meistaradeild Cintamani í fyrra, en hestur hennar Frami frá Ketilsstöðum er mikið uppbyggður og hæfileikaríkur. Frami átti ekki sína allra bestu sýningu í gærkvöldi, smáhnökrar hafa væntanlega dregið einkunn Elinar aðeins niður og hlaut hún fjórða sætið eftir hlutkestið. „Þetta var ágætt, mjög fínt, en mér finnst hann eiga inni á feti og hægu tölti,“ sagði Elin Holst eftir forkeppnina. Sýningar þeirra Ásmundar Ernis og Elinar Holst í forkeppninni má sjá í meðfylgjandi myndskeiðum, en Meistaradeildin var í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.Niðurstöður A-úrslita í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani voru eftirfarandi: 1. Jakob Svavar Sigurðsson - Júlía frá Hamarsey - Lífland - 7.70 2. Árni Björn Pálsson - Flaumur frá Sólvangi - Top Reiter - 7.63 3-4. Ásmundur Ernir Snorrason - Frægur frá Strandarhöfði - Auðsholtshjáleiga / Horse export - 7.50 3-4. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 7.50 5. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Óskar frá Breiðstöðum - Ganghestar / Margrétarhof / Equitec - 7.17 6. Þórdís Erla Gunnarsdóttir - Sproti frá Enni - Auðsholtshjáleiga / Horse export - 7.07
Hestar Tengdar fréttir „Við munum berjast, þetta er rétt að byrja“ Árni Björn Pálsson gerði atlögu að fyrsta sætinu á glæsihestinum Flaumi frá Sólvangi í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í gær. 2. febrúar 2018 14:15 „Gaman að komast í fyrsta sætið“ Jakob Svavar Sigurðsson fór með sigur af hólmi í fjórgangi á stólpahryssunni Júlíu frá Hamarsey í fyrstu keppni í mótaröð Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum. 2. febrúar 2018 13:15 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
„Við munum berjast, þetta er rétt að byrja“ Árni Björn Pálsson gerði atlögu að fyrsta sætinu á glæsihestinum Flaumi frá Sólvangi í keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í gær. 2. febrúar 2018 14:15
„Gaman að komast í fyrsta sætið“ Jakob Svavar Sigurðsson fór með sigur af hólmi í fjórgangi á stólpahryssunni Júlíu frá Hamarsey í fyrstu keppni í mótaröð Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum. 2. febrúar 2018 13:15