Erlent

Forseti Suður-Kóreu mun funda með systur Kim Jong-un

Atli Ísleifsson skrifar
Kim Yo-jong (önnur frá vinstri) er áhrifamikil innan valdaklíku Norður-Kóreu, en hún er yngsta dóttir leiðtogans fyrrverandi Kim Jong-il. Í forgrunni myndarinnar er Kim Jong-il.
Kim Yo-jong (önnur frá vinstri) er áhrifamikil innan valdaklíku Norður-Kóreu, en hún er yngsta dóttir leiðtogans fyrrverandi Kim Jong-il. Í forgrunni myndarinnar er Kim Jong-il. Vísir/EPA
Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, mun eiga morgunverðarfund með Kim Yo-jong, systur norðurkóreska leiðtogans Kim Jong-un, ásamt öðrum í sendinefnd Norður-Kóreu í tengslum við Ólympíuleikana sem settir verða í PyeongChang á morgun.

Frá þessu greinir talsmaður Suður-Kóreustjórnar.

Kim Yo-jong er áhrifamikil innan valdaklíku Norður-Kóreu, en hún er yngsta dóttir leiðtogans fyrrverandi Kim Jong-il. Staða hennar innan stjórnarinnar styrktist á síðasta ári þegar hún tók sæti í stjórnmálanefnd landsins.

Talsmaður Norður-Kóreustjórnar segir að fulltrúar Norður-Kóreu hafi ekki í hyggju að funda með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Ivönku Trump, dóttur Bandaríkjaforseta, eða öðrum úr sendinefnd Bandaríkjanna.

Pence hefur fyrir heimsóknina til Suður-Kóreu verið harðorður í garð norðurkóreskra stjórnvalda og boðað að viðskiptaþvinganir gegn stjórninni verði hertar enn frekar vegna kjarnorkuáætlunar og eldflaugatilrauna landsins.

Hins vegar hefur varaforsetinn sagt að „við sjáum til hvað gerist“, aðspurður um fulltrúar ríkjanna muni ræða saman í Suður-Kóreu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×