Sé Ishmael á hverju götuhorni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 10:45 Kristín Helga hlaut Fjöruverðlaunin fyrir bók sína Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels, fyrir skemmstu. Þá var þessi mynd tekin. Vísir/Hanna Þetta verður spjall um stöðu mála í veröldinni. Við munum ræða flóttamannaneyðina,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur um spjall þeirra Evu Maríu Jónsdóttur í Gerðubergi annað kvöld, miðvikudag, sem hefst klukkan 20. Dagskráin er liður í bókakaffi Borgarbókasafnsins en vormisserið verður helgað fjölmenningarstarfi þess. Eva María er verndari UN Women á Íslandi og ferðaðist á vegum þeirra samtaka til Zaatari-flóttamannabúðanna í Jórdaníu á síðasta ári en Kristín Helga er höfundur bókarinnar Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels sem hefur reynst bæði börnum og fullorðnum áhrifarík lesning. „Ég hef sjálf ekki farið í flóttamannabúðir en ég sé Ishmael og hans fólk á hverju götuhorni um alla Evrópu,“ segir Kristín Helga, sem einmitt er nýlent á Keflavíkurflugvelli þegar þetta samtal fer fram. „Ég vinn alltaf rannsóknarvinnu við gerð hverrar bókar en aldrei eins og þessarar, þar setti ég mig dálítið í gömlu blaðamannastellingarnar og aflaði gagna og efnis. Tók mörg viðtöl við Sýrlendinga sem búa hér á landi, suma nýkomna og aðra sem hafa verið hér lengi. Annað væri virðingarleysi við efnið. Eiginlega allt sem gerist í sögunni er byggt á raunverulegum atburðum en svo færi ég það vissulega í minn búning.“ Menning Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þetta verður spjall um stöðu mála í veröldinni. Við munum ræða flóttamannaneyðina,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur um spjall þeirra Evu Maríu Jónsdóttur í Gerðubergi annað kvöld, miðvikudag, sem hefst klukkan 20. Dagskráin er liður í bókakaffi Borgarbókasafnsins en vormisserið verður helgað fjölmenningarstarfi þess. Eva María er verndari UN Women á Íslandi og ferðaðist á vegum þeirra samtaka til Zaatari-flóttamannabúðanna í Jórdaníu á síðasta ári en Kristín Helga er höfundur bókarinnar Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels sem hefur reynst bæði börnum og fullorðnum áhrifarík lesning. „Ég hef sjálf ekki farið í flóttamannabúðir en ég sé Ishmael og hans fólk á hverju götuhorni um alla Evrópu,“ segir Kristín Helga, sem einmitt er nýlent á Keflavíkurflugvelli þegar þetta samtal fer fram. „Ég vinn alltaf rannsóknarvinnu við gerð hverrar bókar en aldrei eins og þessarar, þar setti ég mig dálítið í gömlu blaðamannastellingarnar og aflaði gagna og efnis. Tók mörg viðtöl við Sýrlendinga sem búa hér á landi, suma nýkomna og aðra sem hafa verið hér lengi. Annað væri virðingarleysi við efnið. Eiginlega allt sem gerist í sögunni er byggt á raunverulegum atburðum en svo færi ég það vissulega í minn búning.“
Menning Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira