Ók á gangandi í Stokkhólmi: Akilov ákærður fyrir hryðjuverk Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2018 10:06 Rakhmat Akilov ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottningargötu í Stokkhólmi þann 7. apríl síðastliðinn. Úsbekinn Rakhmat Akilov hefur verið ákærður meðal annars fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverkabrots eftir að hann ók á gangandi vegfarendur á Drottningargötunni í Stokkhólmi þann 7. apríl síðastliðinn. Fimm manns fórust í árásinni. Ákæran var birt í dag, en á sama tíma voru um níu þúsund blaðsíður af rannsóknargögnum lögreglu birt. Í ákærunni kemur fram að Akilov hafi verið að undirbúa árásina um margra mánaða skeið. Á hann að hafa verið í samskiptum við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS og boðist til að framkvæma árás í Stokkhólmi í nafni samtakanna.Sór ISIS hollustu Markmið Akilov á að hafa verið að skapa ótta meðal almennings í Svíþjóð og fá sænsk yfirvöld til að hætta aðild sinni að alþjóðlegri baráttu gegn ISIS. Á minniskubbi í eigu Akilov á lögregla einnig að hafa fundið gögn tengd ISIS og myndband þar sem Akilov sver samökunum hollustu sína. Saksóknarar hafa farið fram á að Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og síðar brottvísun frá landinu. Ennfremur kemur fram í gögnum lögreglu að Akilov hafi sent myndir úr vörubílnum þegar hann ók niður Drottningargötuna. Þá hafi heimagerð sprengja fundist í vörubílnum. Hún hafi hins vegar ekki spurungið líkt og Akilov hafði vonast eftir.Vísir/EPALeitaði á Google að skemmtistöðum fyrir samkynhneigða Hinn 39 ára Akilov á að hafa skipulagt árásina frá að minnsta kosti 16. janúar 2017. Þá tók hann ljósmyndir á nokkrum stöðum í Stokkhólmi, meðal annars Drottningargötu, Hötorget og Sveavägen. Þá á hann einnig að hafa leitað upplýsinga á Google um skemmtistaði fyrir hinsegin fólk í Stokkhólmi og báta sem bjóða upp á útsýnisferðir fyrir ferðamenn.Fimm fórust Akilov rændi vörubíl og ók honum um niður Drottningargötuna. Þrír fórust á staðnum og tveir til viðbótar létust síðar á sjúkrahúsi. Akilov var handtekinn á bensínstöð síðar sama dag eftir að hann hafði tekið strætó í úthverfi Stokkhólms og sagt starfsfólki að „það var [hann] sem gerði þetta“. Tveir fréttamannafundir eru fyrirhugaðir síðar í dag, annars vegar fréttamannafundur saksóknara og hins vegar verjanda Akilov. Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn notaðist við tvö nöfn Í úrskurði um dvalarleyfisumsókn kom fram að Rakhmat Akilov hefði villt á sér heimildir í Svíþjóð. Beðið hefur verið um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manninum. 10. apríl 2017 20:25 Hryðjuverk í Stokkhólmi: „Ég keyrði á hina trúlausu“ Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú nafngreint manninn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag . 9. apríl 2017 21:45 Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Úsbeki á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi, grunaður um að hafa framið hryðjuverk. Umsókn um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Sprengja fannst í miðborg Oslóar. 10. apríl 2017 06:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Úsbekinn Rakhmat Akilov hefur verið ákærður meðal annars fyrir hryðjuverk og tilraun til hryðjuverkabrots eftir að hann ók á gangandi vegfarendur á Drottningargötunni í Stokkhólmi þann 7. apríl síðastliðinn. Fimm manns fórust í árásinni. Ákæran var birt í dag, en á sama tíma voru um níu þúsund blaðsíður af rannsóknargögnum lögreglu birt. Í ákærunni kemur fram að Akilov hafi verið að undirbúa árásina um margra mánaða skeið. Á hann að hafa verið í samskiptum við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS og boðist til að framkvæma árás í Stokkhólmi í nafni samtakanna.Sór ISIS hollustu Markmið Akilov á að hafa verið að skapa ótta meðal almennings í Svíþjóð og fá sænsk yfirvöld til að hætta aðild sinni að alþjóðlegri baráttu gegn ISIS. Á minniskubbi í eigu Akilov á lögregla einnig að hafa fundið gögn tengd ISIS og myndband þar sem Akilov sver samökunum hollustu sína. Saksóknarar hafa farið fram á að Akilov verði dæmdur í lífstíðarfangelsi og síðar brottvísun frá landinu. Ennfremur kemur fram í gögnum lögreglu að Akilov hafi sent myndir úr vörubílnum þegar hann ók niður Drottningargötuna. Þá hafi heimagerð sprengja fundist í vörubílnum. Hún hafi hins vegar ekki spurungið líkt og Akilov hafði vonast eftir.Vísir/EPALeitaði á Google að skemmtistöðum fyrir samkynhneigða Hinn 39 ára Akilov á að hafa skipulagt árásina frá að minnsta kosti 16. janúar 2017. Þá tók hann ljósmyndir á nokkrum stöðum í Stokkhólmi, meðal annars Drottningargötu, Hötorget og Sveavägen. Þá á hann einnig að hafa leitað upplýsinga á Google um skemmtistaði fyrir hinsegin fólk í Stokkhólmi og báta sem bjóða upp á útsýnisferðir fyrir ferðamenn.Fimm fórust Akilov rændi vörubíl og ók honum um niður Drottningargötuna. Þrír fórust á staðnum og tveir til viðbótar létust síðar á sjúkrahúsi. Akilov var handtekinn á bensínstöð síðar sama dag eftir að hann hafði tekið strætó í úthverfi Stokkhólms og sagt starfsfólki að „það var [hann] sem gerði þetta“. Tveir fréttamannafundir eru fyrirhugaðir síðar í dag, annars vegar fréttamannafundur saksóknara og hins vegar verjanda Akilov.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Árásarmaðurinn notaðist við tvö nöfn Í úrskurði um dvalarleyfisumsókn kom fram að Rakhmat Akilov hefði villt á sér heimildir í Svíþjóð. Beðið hefur verið um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manninum. 10. apríl 2017 20:25 Hryðjuverk í Stokkhólmi: „Ég keyrði á hina trúlausu“ Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú nafngreint manninn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag . 9. apríl 2017 21:45 Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Úsbeki á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi, grunaður um að hafa framið hryðjuverk. Umsókn um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Sprengja fannst í miðborg Oslóar. 10. apríl 2017 06:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Árásarmaðurinn notaðist við tvö nöfn Í úrskurði um dvalarleyfisumsókn kom fram að Rakhmat Akilov hefði villt á sér heimildir í Svíþjóð. Beðið hefur verið um framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir manninum. 10. apríl 2017 20:25
Hryðjuverk í Stokkhólmi: „Ég keyrði á hina trúlausu“ Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú nafngreint manninn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag . 9. apríl 2017 21:45
Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Úsbeki á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi, grunaður um að hafa framið hryðjuverk. Umsókn um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Sprengja fannst í miðborg Oslóar. 10. apríl 2017 06:00